Íþróttamaðurinn - 01.10.1932, Blaðsíða 5

Íþróttamaðurinn - 01.10.1932, Blaðsíða 5
3 IÞRÖTTAMA ÐURIN N Utanfarar Ármanns. Ilér birtist mynd af hinum áyœta glímu- og leikfimisflokki Ármanns, sem nú er nýkominn heim úr stœrstu sigurför ís- lenzkra ípróttamanna til annara landa. Að pessu sinni verður ekhi skýrt nánar frá pessum merka viðburði í íslenzku ípróttalífi, en í nœsta blaði verður birt ítarleg frásögn um förina. Á pessa mynd vantar einn glímumanninn, Jörgen Porbergs- son, svo og fararstjórann Jens Guðbjörnsson og kennara flokks- ins Jón Porsteinsson. um saman lesi og- heyri um gagnsemi sunds, eru samt ætíð margir, sem láta sér úr greip- um ganga tækifærin til að læra það. Því ríð- ur á því, aö þeir sem sund kunna, kunni einn- ig björgun og lífgun. Sund„ björgun og lífgun er skyldunámsgrein í dönskum barnaskólum. Sjást þess ótvíræð merki, því druknunum fer þar fækkandi með ári hverju, enda, hafa skýrsl- ur sýnt’, að hér um bil 90 af hundraði barna, sem úr skólunum koma,, 14 ára að aldri, kunná sund, björgun og lífgun. Hér á íslandi er völ á mörgum hæfum sund- kennurum, svo auðvelt er að veita börnunum tækifæri til sundnáms. Helzt ætti sérhver full- vaxta maður, einkum foreldrar, að skoða það skyldu sína„ að læra björgun og lífgun. — Er slíkt blátt áfram þjððheillamál. — Feður og mæður, lærið lífgun! Lærið aðferð Sháfers. Ekki aðeins druknun gerir lífgunaraðferðina ómissandi. Hún getur komið að góðu haldi und- ir mörgum öðrum kringumstæðum. Það getur t. d. borið við, einhvern daginn, að barn missi fiskbein niður í kokið og liggi, við köfnun, Sá, sem kann lífgun, muin ætíð geta haldið lífi í barninu, þar til næst í læknishjálp. Og setj- um svo„ að maður fái rafmagnshögg, gaseitr- un eða eitrun af kolareyk eða öðrum reyk, eða missa meðvitundina af kulda. Undir öllum slík- um kringumstæðum, allstaðar þar sem menn eru að kafna eða liggja í yfirliði, kemur lífg- unaraðferðin í góðar þarfir. Og munið, að því fljótar sem hjálpin kemur, því meira gagn má af henni verða. — Munið, að mannslíf er í veði! 1 vetur mun verða haldið hér ókeypis nám- skeið í lífgun (aðferð Sháfers), og vil ég segja hverjum fullvöxnum manni, að það er óverj- andi bæði gagnvart honum sjálfum og öðr- um, að nota sér ekki það tækifæri til að læra lífgun, sem veitt er með þessu námskeiði. Fyr eða síðar á æfinni munt þú komast í þær kringumstæður, að björgun mannslífs er undir því komin, að þú kunnir aðferðina, til að setja öndun hans af stað og gerir það fljótt, því hvert andartak, sem líður, án þess að til- raun sé hafin, dregur úr líkum og von um að lífgun takist. Ef beðið er eftir lækni, en ekki samstund- is tekið að beita 1 ífgunaraðferði nn i, eru öll líkind.i til, að lífið verði sloknað að fullu og öllu, áður en læknir eða aðrir björgnnarmenn koma á vettvang. Reykjavík, 30. sept. 1932, Henry Ábera.

x

Íþróttamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttamaðurinn
https://timarit.is/publication/1445

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.