Íþróttamaðurinn - 01.10.1932, Blaðsíða 4

Íþróttamaðurinn - 01.10.1932, Blaðsíða 4
2 IÞRÓTTÁMAÐURINN ípróttamenska. Orðin íþróttamaður og iþróttamenska (sport- manship) e. t. v. réttara í ]>essu sambandi íþróttasiðgæði, fela í sér hina bestu eiginleika mannsins, svo sem ótakmarkað drenglyndi gagn- vart sjálfum sér og öðruim, virðingu fyrir öllu sem heilbrigt og rétt, félagslyndi, skyldurækni og hreysti. I stuttu máli eins og kjörorð íþrótt- anna segir: »Heilbrigð sál í heilbrigðum líkama«. Það eru þess vegna ekki aðeins íþróttasigrar íþróttamannsins, sem koma til greina, þegar talað er um góðan íþróttamann, heldur einnig innra verðgildi hans, »heilbrigð sá;l<< er órjúf- anlegt skilyrði fyrir því að geta talist góður íþróttamaður. íþróttir eru þannig ekki aðeins dægrastytting og líkamleg herzla og þjálfun, heldur einnig hið þýðingarmesta menningarat- riði fyrir þjóðfélagið, þar eð menn, um leið og þeir styrkja líkamann, þroska hina bestu eigin- leika sálarinnar en við það kemst maðurinn, sem vera, á hærra sfeig. Til þess að geta staðist slíka þjálfun, er ekki nægilegt að maðurinn sé líkamlega sterkbygð- ur, hann verður að hafa ósveigjanlegan vilja, sem hann fær við hina svo kölluðu »viljaþjálf- un« og gefur honum fult vald á sjálfum sér, sá eiginleiki er falinn í orðinui »agi«; aginn hlýtur því að verða »grund,völlurinn« undir öll- um íþróttum og íþróttamennskui. Þess ber að gæta, að vegna mismunar á and- legum og líkamlegum þroska mannsins, — og ekki hvað sízt með tilliti til aðal hugsjónar íþróttanna, þeirrar, að rækta upp hina beztu eiginleika mannsins, verður íþróttalífið að byggjiast á frjálsum vilja, og með þegjandi skírskotun til alls, sem er gott og göfugt í fari einstaklingsins. Sérhver þvingun í þessu tilliti, bupdin í lagaákvæðum, hefir öfug áhrif við þann árangur, sem fæst af frjálsum vilja, auk þess ekki hægt að ákveða nákvæmlega með lagagreinum það, sem snertir siðgæðishliðina, meðfram af því,, að laðaákvæðin hafa, eins og kunnugt er, fast gildi, en kröfurnar til siðgæð- isins aukast stöðugt. Iþróttamaðurinn verður þessvegna æfinlega að keppa að hærra marki og það er skylda hans að vera á verði fyrir því að sá áhugi hnekkist ekki, heldur þvert á móti — styrkist stöðugt. Þess vegna er það, að þó íþróttalífið sé skipu- lagt, samkvæmt kröfu tímanna, með félögum og samböndum, þá er siðgæðislögmálið sama fyrir alla, þrátt fyrir það, þó það sé óskrifað, meðan hins vegar lög urn aðferðir og leikni, sem verða að vera til vegna skipulagsins, verða auð- vitað að sníðast eftir aðstöðu og markmiði við- komandi félags. Þessi lög verða að vera þann- ig úr garði gerð, að þau geti á hverjum tíma leyst úr þeim vandamálum, sem fyrir kunna að liggja og beinlínis snerta aðferðir og leikni. Ef hins vegar er að ræða um brot á íþrótta- siðgæði og hinum frjálsa aga, þá getur ekki verið að tala um að »semja« við það, sem er rétt og heilagt, með tilliti til kröfu tímans, — og það er skylda sérhvers iþróttamanns, að vera á verði fyrir því, að svo sé ekki gert, þrátt fyrir það, þótt framkvæmdavaldið hvíli að öllu leyti á stjórn einhvers félags. Vegna þess, að jafnframt skipulagsbindingu í félög og sambönd, verður sérhver einstaklingur, sið- ferðislega séð, bókstaflega að »gæta bróður síns«. Reidar Sörensen. ----•-=.«>{!-•- Sund og lífgun. Su,nd er íþrótt íþróttanna. • Hvers vegna mega menn ekki láta það undir höfuð leggjast að læra að synda? Það er af því, að sund herðir og styrkir líkamanrx. Enginn skyldi ætla, að það falli sundkonung- inum einum í skaut að ná slíkum árangri. Miklu fremur mun sérhver sá„ er sund. þreytir að jafnaði, hvort sem hann gerir það vegna sjálfs síns eða íþróttarinnar, komast fljótt að raun um það, að sundið yeitir hrausta sál í hraustum líkama, en það er mark og mið allra, íþrótta. Fyrst og fremst ber að kenna börnum sund, og gera það þegar á 6—7 ára aldri. Ég hefi séð þess dæmi á íþróttaskólanum á Álafossi, að börn á þessum aldri hafa lært bringusund og að fljóta á hálfsmáhaðar tíma, með 10 klst. kenslu. Einnfg er það mjög þýðingarmikið, að þeir læri sund, er stunda, ferðalög, einkum sjó- ferðir. — Hafi menn lært bringusund og flot, eiga þeir að læra að bjarga mönnum frá drukn- un„ því að þótt mepn hundruðum og þúsund-

x

Íþróttamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttamaðurinn
https://timarit.is/publication/1445

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.