Íþróttamaðurinn - 01.10.1932, Blaðsíða 3

Íþróttamaðurinn - 01.10.1932, Blaðsíða 3
Iþróttamaðurinn I. árg. Reykjavík, október 1932. 1. tbl. Til lesenda. I þeirri föstu trú, að í.þróttamönnum sé ljós þörfin á því, að halda uppi málgagni, sem ein- vörðungu taki til meðferðar áhugamál þeirra, höfum við ráðist í útgáfui þessa blaðs. Ýmsir áhugamenn hafa lofað blaðinu stuðning, t. d. með auglýsingum o. s. frv.t En það er ekki nægi- legt; útgáfan er dýr og margvíslegir örðug- leikar yfir að stíga; myndi því verða erfitt að halda blaðinu úti til lengdar, ef ekki væri nokkurnveginn trygt: — drengilegt liðsinni allra íþróttamanna, hvar sem er á landin, í því, að gerast kaupendur og greiða fyrir útbreiðslu þess. Blaðið mun koma út mánaðarlega, og taka til meðferðar öll þau málefni, sem snerta íþrótta- lífið hér á landi, og ekki hvað sízt mun það reyna, að fylgjast með öllum nýjungum og framförum, sem gerast á sviði íþróttanna ann- arsstaðar. . Oss eru öllum kunnir erfiðleikar þeir, sem erui á eðlilegum framförum íþróttanna hér á landi. Fjárskórtur og fólksfæð gera oss næst- um ókieift, að standa á sporði erlendum stall- bræðrum vorurn. Prátt fyrir það, verður ekki annað sagt með sanni, en að íþróttahreyfing- unni hafi skilað vel áfram hér á landi og í- þróttamenn vorir hafi sýnt hina mestu þraut- seig'ju og táp. Einmitt þess vegna ættum við enn að herða hugann, leggja enn meira á okk- ur og stéfna að því einu,: áð sigrast á örðug- leikunum en ekki láta bugast. En þess vegna er okkur líka nauðsynlegt að hafa okkar eigin málgagn, og vér erum sannfærðir um, að blað- ið sigrast á öllum örðugleikum og nær því tak- marki, sem því er sett: Að hvetja íþróttamenn Islands til dáða, auka skilning almennings á gildi þróttanna í heild og þar með hefja íslenskt íþróttalíf til jafns við íþróttalíf stallbræðra okk- ar erlendis, Utg. Ávarp írá Bennó. Ritstjórn þessa nýja íþróttablaðs hefir beð- ið mig um að fylgja blaðinu úr hlaði, með nokkrum orðum og er mér það ánægjuefni, því hér í okkar strjálbygða landi, er mikil þörf á góðu og gegnu íþróttablaði. Hinar mörgu tilraunir, sem gerðar hafa ver- ið hér á síðari árum, til þess að gefa út íþrótta- blöð og starfrækja þau, benda ótvírætt í þá átt, að mikil þörf sé á útgáfu almenns íþrótta- blaðs hér á landi. En bæði vegna féleysis og fólksfæðar, hafa hjnir áhugasömu forgöngu- menn þessara blaða ekki getað haldið þeim úti. Tilraunirnar hafa strandað. Og er það mjög leytt, vegna þessa nýtsama menningarmáls. — Það er því ósk mín og von, að forgöngumönn- ujm þessa nýja íþróttablaðs, takist betur í þess- um efnum en fyrirrennurum þeirra, — og að blaðið verði bæði langlíft og vinsælt. Þá mun það koma að þeim notutm, sem til er ætlast, og verða okkar sameiginlega áhugamáli að mestu liði. Er þess að vænta, að allir íþróttamenn, sem skrifa í blaðið, gæti þess jafnan, að vera prúðmannlegir í rithætti og setja hugs- anir sínar svo Ijóslega fram, að þær verði ekki misskildar. Bg vil svo óska þessui nýja íþróttablaði góðs gengis, og að því takist að ná því markmiði, sem það hefir sett sér, sem sé: að sannfæra alla landsmenn um nytsemi og hollustu líkamsíþrótta fyrir einstaklinginn og þjóðarheildina. Gleymum ekki, að »góð íþrótt er gulli betri.« Ben. G. Wáge.

x

Íþróttamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttamaðurinn
https://timarit.is/publication/1445

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.