Íþróttamaðurinn - 01.10.1932, Blaðsíða 9

Íþróttamaðurinn - 01.10.1932, Blaðsíða 9
 ÍÞRÓTTAMAÐURINN 7 Góð gjöf. Hr. stórkaupmaður Valdimar Norðfjörð hef- ir nýleg'a afhent Sundráði Reykjavíkur mjög fagran og vandaðan silfurbikar, til kepni í boðsundi. Eru gjafir, sem þessar, mjög þakk- lætisverðar, því auk þess sem þær sýna góð- an hug gefandans til íþróttastarfseminnar og skilning hans á þeim málum, hvetja þær hina ungu íþróttamenn til þess að leggja sig fram, því alla unga menn langar til að ná í slíka verðlaunagripi. ■--------- Erlendar fréttir. Sunnud,aginn 25. sept. s. 1. var í Niirnberg háður 10. millilandakappleikur í knattspyrnu milli Þýzkalands og Svíþjóðar. Kappleikur þessi var, ein og vænta mátti, hinn fjöruigast.i, og lauk með sigri Þýzkalands. Áhorfendur voi’u um 35,000. Hér fara á eftir nokkur ummæli: Bauwens (knattspyrnudómari): »Svíar léku samkvæmt enska skólanum, en Þjóðverjar samkv. hinum austurríska. Enda þótt Þýzka- land inni, þori ég að fullyrða, að enski stíll- inn er þróttmeiri. Sænska úrvalsliðið myndi áreiðanlega, með eins árs góðri æfingu, verða eitt af beztu kappliðum Evrópu. Meðál Sví- anna eru marg’ir afburða knattspyrnumenn, og markvörðurinn, Jónasson, er þess verður, að taka við af Sigge Lindberg.« Bensemann (ritstjóri knattsyrnublaðsins »Der Kicker«): »Sænska varnarliðið var af- bragðsgott. En framliðið notaði ekki nógu góð- an samleik. Bakvörðurinn, Otto Anderson, mynti á reglulegan víking.« Til þess að gefa mönnum glöggari hugmynd um leikinn, er hér birt eftirfarándi yfirlit Þýzkal. Sviþjóð Skotið á rnark .... 5+9=14 2+6= 8 — utan við . . . • 5+7=12 5+3= 8 — í slána .... 0+0= 0 1+0= 1 Horn - —..............2+3= 5 1+4= 5 Vítisspyrna vegna hrindinga 7+7=14 5+0=13 — — hendi . . 1 + 1= 2 4+2= 6 — — rangstæðu 3+1= 4 1 + 1= 2 3+1= 4 1+2= 3 Sama dag fór fram millilandakepni í Oslo, milli Danmerkur 'og Noregs. Norska konungs- fjölskyldan var viðstödd og um 32,000 áhorf- endur. Erlénd blöð segja um þennan kappleik, að hann hafi verið sá fjörugasti og bezti, sem háður hafi verið á Norðurlöndum á þessu ári. Danmörk sigrað, með 2—1. Ennfremur fór fram millilandakappleikur milli Svíþjóðar og Lithauen þennan sama dag. Kappleik þeim lauk,, að vonum, með sigri Svíþjóðar = 8—1. Þótti för Lithauens- liðsins til lítils frama, en þess ber að gæta, að í Lithauen er knattspyrna aðeins 10 ára gömul íþrótt, og aðstaða öll hin versta. Leik- vellir slæmir, og engir kennarar, fyr en fyrir 4 mánuðum, að austurrískur knattspyrnukenn- ari, að nafni Gold, byrjaði að æfa úrvalsliðið. Engir fastir knattspyrnudómarar starfa þar, í hvert sinn, sem kappleikur er háður, er feng- inn einhver knattspyrnumaður úr öðru! félagi heldur en því, sem þá er að keppa, og hann lát- inn dæma. Minnir þetta ónotalega á fyrirkomu- lagið hér á Islandi. Sunnudaginn 25. sept., fór fram bifreiða- kappakstur nálægt Helsingfors í Svíþjóð. Vega- lengdin var 150 km. Þátttakendur voru: Sví- þjóð, Finnland og Noregur. Árangurinn var sem hér segir: 1. Widengreen 1,41,40,2 Svíþjóð. 2. Ebb . . . 1,47,25,2 Finnland. 3. Wallenius . 1,52,18,2 ----- 4. Björnstad . 1,52, 57,1 Noregur. Widergreen tók þegar forustuna í byrjun og ók fremstur alla leið. Hann ók Alfa Romeo. Laugardaginn 17. sept. var háður millilanda knattspyrnukappleikur milli Skotlands og Is- lands. Hann var haldinn í Belfast, að viðstödd- um 40,000 á.horfendum. Skotland sigraði með 4—0. Skotar áttu yfirhöndina allan leikinn. Daniel Prenn, bezti tennisspilari Þýzkalands, tapaði nýlega fyrir Svisslendingnum Tiaer. Úr- slitin urðu: 6—1, 6—2, 4—6, 6—2. Austurríski hlauparinn Langmeyer setti ný- lega austurrískt met í 110 m. grindahlaupi, —■ hljóp þá á 15 sek. Mörk

x

Íþróttamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttamaðurinn
https://timarit.is/publication/1445

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.