Fréttablaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 10
SVÍÞJÓÐ Rannsókn á morði for- sætisráðherrans Olof Palme, þann 28. febrúar 1986, er lokið og sænsk lögregluyfirvöld telja sig hafa full- vissu um að morðinginn sé fund- inn. Er það Stig Engström, sem kall- aður hefur verið Skandiamaðurinn. Hann lést árið 2000. Tilkynnti Krister Petersson, yfirsaksóknari, þetta á blaðamannafundi í gær. Tilkynningin kom ekki mörgum á óvart, enda hefur ýmsa grunað að Engström hafi átt einhvern þátt í málinu, meðal annars vegna hegð- unar hans á árunum eftir morðið. En vitað var að hann hefði verið í húsi tryggingafélagsins Skandia, nálægt kvikmyndahúsinu Grand Cinema, þaðan sem Palme var að koma ásamt eiginkonu sinni Lis- beth þegar hann var myrtur. Gekk Engström út úr Skandia húsinu aðeins nokkrum mínútum áður en morðið var framið. „Við komumst ekki hjá því að líta á einn einstakling sem gerandann, hann er Stig Engström,“ sagði Pet- ersson á fundinum. „Engström er látinn. Þess vegna get ég ekki yfir- heyrt hann. Það er ástæðan fyrir því að ég hef ákveðið að loka rann- sókninni.“ Ríkisútvarp Svíþjóðar, SVT, greindi frá því á mánudag að skot- vopnið sem Palme var myrtur með væri fundið og það yrði tilkynnt á fundinum, en svo reyndist ekki vera. Alls hafa um 700 byssur verið rannsakaðar í málinu. Engin hald- bær sönnunargögn hafa fundist en saksóknari metur það svo að Engström einn komi til greina sem morðinginn. Engström var yfirheyrður nokkr- um sinnum í þessari stærstu lög- reglurannsókn Svíþjóðar frá upp- hafi, en lögreglan hafði hann aldrei grunaðan um verknaðinn fyrr en nú. Jafnvel þó að vitnisburður hans hafi ekki rímað við framburð ann- arra viðstaddra. Meðal annars hélt Eng ström því fram að hann hefði komið að Palme liggjandi í blóði sínu og hreyft búk hans til að hann gæti andað betur. Hefur Engström margsinnis mætt í viðtöl í sænskum fjölmiðlum eftir morðið og tjáð sig um atburða- rásina þetta kvöld og rannsóknina. Athyglin beindist ekki að honum sem geranda fyrr en árið 2016 þegar fornleifafræðingurinn Lars Larsson benti á hann í bók sinni Nationens fiende. Mårten Palme, sonur Olof Pame, sagði í viðtali við sænska sjónvarpið í gær að það væri með ólíkindum að Engström hefði ekki verið tekinn með í reikninginn. „Það er virkilega furðulegt,“ sagði Mårten. „Þessari gagnrýni finnst mér að einnig megi beina að rann- sóknanefndunum – og í sjálfu sér að öllum rannsóknarblaðamönnum og fjölmiðlum sem hafa einbeitt sér að sporum sem koma málinu alls ekkert við að mínu viti.“ Meðal þeirra sem ekki telja rétta niðurstöðu fundna í málinu er Leif Ljungqvist, sem var í bíl á staðnum þegar Palme var myrtur og hringdi á lögregluna. Ljungqvist sagði við Aftonbladet í gær, eins og hann mun alla tíð hafa borið, að Engström hafi vissulega verið á staðnum en ekki komið þangað fyrr en tveimur eða þremur mínútum eftir að skotunum var hleypt af. Ljungqvist kveðst við skýrslutöku hjá saksóknara fyrir aðeins þremur vikum hafa ítrekað að Engström gæti ekki hafa verið morðinginn því hann hafi séð annan mann hlaupa af vettvangi áður en Engström bar að og þá hafði árásin þegar átt sér stað. Þrátt fyrir að rannsókn sé nú lokið eru ekki allir sannfærðir um að niðurstaðan sé rétt. Skiptir þar Lögregla sætir gagnrýni í Palme-máli Sænsk lögregluyfirvöld hafa lokað rannsókninni á morðinu á Olof Palme og hafa Stig Engström grunaðan. Sonur Palme undrast að rannsókn hafi ekki fyrr beinst af alvöru að Engström. Ekki eru allir sannfærðir. Vitni frá morðkvöldinu segir Engström saklausan. mestu að engin haldbær sönnunar- gögn hafi fundist. Í ávarpi í gær sagði Stefan Löfven forsætisráðherra að mörg mistök hafi verið gerð í upphafi rannsókn- arinnar og að best hefði verið að sönnunargögn fyndust og að hinn seki væri enn á lífi. „Jafnvel þótt að fjölskyldan sé vonsvikin yfir að engin eiginleg niðurstaða liggi fyrir um það hver sé sekur heyri ég einnig að þau telji að þetta sé eins nálægt sannleikanum og komist verður,“ sagði Löfven. Forsætisráðherrann undirstrik- aði að þótt að rannsókninni hefði nú verið hætt væri ekki útilokað að hún yrði tekin upp að nýju ef ný sönnunargögn kæmu fram. Fékk hringingu klukkutíma eftir morðið „Palme kom mér fyrir sjónir eins og margir stjórnmálamenn gera oft, upptekinn maður með ákveðnar hugmyndir um stöðu mála og skýra sýn á hvernig hlutirnir eiga að vera,“ segir Stefán Jóhann Stefánsson, fréttaritari útvarpsins á þessum árum, en hann bjó þá í Lundi. Tók Stefán viðtal við Palme haustið 1985 í Malmö og ræddi við hann um sænsk stjórnmál og stjórnmál almennt. „Ég sá hann tvisvar eða þrisvar á kosningafundum. Hann var frábær ræðumaður og hreif fólk með sér. Mér var það sérstaklega minnis- stætt á einum fundinum að þegar hann gekk í salinn þá rak fólk upp fagnaðaröskur eins og Mick Jagger eða einhver álíka stjarna væri á ferð.“ Um klukkutíma eftir morðið fékk Stefán hringingu um hvað hefði gerst og hófst hann strax handa við að vinna fréttir um það. Við fyrsta mögulega tækifæri hélt hann til Stokkhólms og í marga mánuði var hann upptekinn við málið. „Allir í Svíþjóð voru slegnir yfir þessu, jafn- vel þó að ýmsir hafi hatað hann. Enginn bjóst við því að þetta gæti gerst,“ segir Stefán. Stefán hefur fylgst með málinu allar götur síðan og lesið nokkrar bækur um það. „Eftir því sem lengra leið og fréttir bárust af því að þeir sem voru í sigtinu létust. þá minnk- aði trúin á að þetta myndi leysast og að hægt væri að sakfella einhvern,“ segir hann. „Það virðist ljóst núna að enginn verður sakfelldur því lög- regla og saksóknari virðast vissir um hver var að verki.“ Endalokin fyrir langflesta Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, segir að gríðarlegu fargi sé létt af sænsku þjóðinni. Þetta séu endalokin á málinu fyrir langflesta. „Þetta hefur verið opið sár í 34 ár. Með þessu er málinu lokið fyrir Dæmdur og sýknaður Á árinu 1989 var glæpa- og of- beldis maðurinn Christer Petters- son dæmdur fyrir að myrða Olof Palme. Eiginkona Palme, Lisbeth, sagðist við sakbendingu vera viss um að Pettersson væri sá sem hleypt hefði af byssunni kvöldið örlagaríka. Í ljós komu gallar við sakbendinguna og Pettersson var sýknaður eftir að hafa áfrýjað dóminum. Pettersson hafði verið dæmdur fyrir að hafa myrt mann með byssusting á Kungs- gatan í Stokkhólmi tveimur dögum fyrir jól árið 1970. Hann afplánaði aðeins sex mánuði á geðdeild og átti síðan langan og ofbeldisfullan afbrotaferil sem hélt áfram eftir Palme- málið. Hann lést árið 2004 af alvarlegum höfuðáverkum. Fjöldi fólks safnaðist saman á vettvangi morðsins í miðborg Stokkhólms daginn eftir ódæðið, til að votta Olof Palme virðingu sína. MYND/EPA Skandíamaðurinn setti sig í spor morðingjans Grafíski hönnuðurinn Stig Eng- ström, sem nú er talið líklegast að hafi myrt Olof Palme, fór mikinn í fjölmiðlum eftir að forsætisráð- herrann var skotinn. Engström var í sínu síðasta viðtali við tímaritið Skydd & Säkerhet á árinu 1992. Skydd & Säkerhet var gefið út af öryggisþjónustufyrirtækjum og á þessum tíma ritstýrt af Jan Arvid- son. Hann hafði setið á skólabekk með Engström sem bauð honum viðtal um sína sýn á atburðina í febrúar 1986. Í viðtalinu setti Engström sig meðal annars í spor morðingja Palmes. Kvaðst hann mundu hafa notað minni byssu. Fyrir við- talið klæddi hann sig upp eins og hann hafði verið morðkvöldið og teknar voru myndir af honum á vettvangi. „Þetta var kannski alls ekki plan að og gert af yfirlögðu ráði,“ svaraði Engström spurður um árásina á Palme. Hún hafi frekar verið dráp heldur en morð, eða eins og voðaskot á elgsveiðum. Dráps maðurinn hafi verið einn að verki, verið óvart á staðnum og verið með byssu á sér fyrir tilviljun. Stig Engström var fæddur 1934. Hann var tvíkvæntur og skildi við seinni konu sína árið 1999. Hann fyrirfór sér árið 2000. þjóðina, lögregluna og embætti sak- sóknara,“ segir Håkan. Morðið á Olof Palme er ein af umfangsmestu og lengstu lögreglu- rannsóknum sögunnar. Á pari við morðið á Kennedy og Lockerbie sprenginguna í Skotlandi árið 1988. „Samsæriskenningarnar munu þó halda áfram að eilífu. Rétt eins og með morðið á John F. Kennedy og tungllendinguna,“ segir Håkan. Hann segir að vissulega skipti það máli að gerandinn sé látinn og verði ekki dreginn til ábyrgðar fyrir ódæðið. Hann harmar það líka að þeir rannsakendur sem leiddu málið til lykta hafi ekki verið til staðar á sínum tíma. En þakkar þó fyrir að þeir séu til staðar núna. Håkan lýsir hatri vissrar kreðsu hægrimanna á Palme eins og þrýsti- katli og sumir þeirra hafi viljað sjá hann drepinn. Er hann ekki í nein- um vafa um að morðið hafi verið pólitískt. Sjálfur hóf Håkan stjórnmálaþátt- töku sína í varnarmálaráðuneytinu á fyrri hluta tíunda áratugarins. „Átta árum eftir morðið hitti ég fólk sem hataði Palme enn mjög mikið. Fólk í háum embættum sem var ánægt með að Palme hefði verið myrtur.“ kristinnhaukur@frettabladid.is gar@frettabladid.is 1 1 . J Ú N Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.