Fréttablaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 38
AÐ MÖRGU LEYTI HELD ÉG AÐ ÞESSI BÓK SÉ EINHVERS KONAR GREINING Á ÞVÍ SEM VIÐ URÐUM VITNI AÐ OG TILRAUN TIL AÐ SVARA SPURNINGUNNI UM ÞAÐ AF HVERJU FÓLKIÐ Í SJÓNUM MÁTTI EKKI KOMA TIL LANDS Á SPÁNI EINS OG VIÐ HIN. Neo-Nationalism er fjórða bók Eiríks Berg manns pró-fessors í stjórn-m á l a f r æ ði s e m k e m u r ú t h j á alþjóðlega forlaginu Palgrave Mac- millan í London. Fyrsta bókin kom út árið 2014 og fjallaði um hrunið á Íslandi. For- svarsmönnum forlagsins leist svo vel á þá bók að þeir buðu Eiríki að gerast höfundur forlagsins. Næsta bók var Nordic Nationalism og var greining á norrænni þjóðernis- hyggju og fyrir tveimur árum kom sú þriðja, Conspiracy & Populism, sem fjallar um samsæriskenningar og popúlisma. „Neo-Nationalism er mun breið- ari greining á mörgum þráðum sem ég hef verið að vefa úr í fyrri bókum. Ég skrifaði hana töluvert öðruvísi en þær fyrri og frásögnin er mun almennari og sumpart per- sónulegri,“ segir Eiríkur. Inn í bók- ina f léttar hann frásagnir af vett- vangi sumra þeirra atburða sem sagan hverfist um, svo sem innan Kremlar múra í Moskvu, frá landa- mærum Kólumbíu og Venesúela og frá ríkisstjórnarskrifstofum í Washington DC. Spurning 12 ára barns Formáli bókarinnar hefst á per- sónulegri sögu. „Fyrir tveimur árum vorum við f jölskyldan á löngu ferðalagi og sigldum meðal annars á milli Spánar og Marokkó. Við sáum eftirlitssveit hirða Afríku- fólk upp úr sjónum og því var síðan haldið föngnu í bát við höfnina undir byssukjöftum. Á bakaleið- inni þremur dögum síðar sáum við að fólkinu var enn haldið föngnu undir sömu byssukjöftum. Dóttir mín var 12 ára og henni fannst ver- öldin þarna heldur öfugsnúin. Að mörgu leyti held ég að þessi bók sé einhvers konar greining á því sem við urðum vitni að og tilraun til að svara spurningunni um það af hverju fólkið í sjónum mátti ekki koma til lands á Spáni eins og við hin.“ Frjálslyndið er taumhald Í bókinni greinir Eiríkur þjóð- ernispopúlisma eftirstríðsáranna í þremur bylgjum sem urðu eftir kreppur. „Eftir síðari heimsstyrjöld tók við í Vestur-Evrópu stjórnmála- kerfi sem við getum kallað frjálslynt Þrjár bylgjur þjóðernispopúlisma Eiríkur Bergmann hefur sent frá sér nýja bók. Greinir hvernig þjóðernispopúlismi rís oft í kjölfarið á þjóðfélagslegum áföllum. Fjórða bylgjan er möguleg eftir COVID. Ný bók Eiríks Bergmanns kemur út hjá Palgrave Macmillan í London. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is lýðræði. Það skar sig frá stjórnarfari annars staðar í veröldinni og líka frá stjórnarfari fyrri tíðar vegna þess að það byggði á þessum tveimur stoðum sem voru jafnmikilvægar: lýðræði og frjálslyndi. Þar hefur frjálslyndið ákveðið taumhald á meirihlutaræðinu með því að verja einstaklinginn gegn ofríki þeirra sem telja sig handhafa almanna- viljans. Þess vegna höfum við ein- staklingsfrelsi, mannréttindi og borgaraleg réttindi og einnig tján- ingarfrelsi, fundafrelsi, ferðafrelsi og svo framvegis. Enginn meiri- hlutavilji getur tekið þetta af okkur hverju og einu. Þetta var opið samfélag og fólk var boðið velkomið svo framarlega sem það virti grundvallargildi hins frjálslynda lýðræðis. Vinnufúsar hendur voru sóttar til Miðaustur- landa og Norður-Afríku. Í kjölfar olíukrísunnar árið 1972 snérust menn í fyrsta sinn gegn þessu opna frjálslynda lýðræðissamfélagi, til dæmis stjórnmálamenn eins og Jean-Marie Le Pen í Frakklandi og Mogens Glistrup í Danmörku. Þarna reis fyrsta bylgja þjóðern- ispopúlismans.“ Jakkaföt í stað nasistatákna Eiríkur segir næstu bylgju hafa komið í kjölfarið á falli Berlínar- múrsins árið 1989. „Þá héldum við mörg hver að hin frjálslyndu lýð- ræðiskerfi hefðu sigrað til fram- búðar, en upp risu stjórnmálamenn eins og Jörg Haider í Austurríki og Silvio Berlusconi á Ítalíu. Síðan rís þriðja bylgjan í kjölfarið á fjármála- krísunni 2008. Þá varð grundvallar- breyting, því þar fóru ekki lengur einkum aðeins jaðarstjórnmála- menn sem höfðu lítil áhrif og hljóm- litla rödd. Þjóðernispopúlistar fær- ast þarna inn í meginstrauminn og skipta út hermannaklossunum og nasistatáknunum fyrir jakkaföt og fallega hárgreiðslu. Þeir komast víða til valda. Í nærumhverfi okkar gekk þetta kannski lengst í Danmörku með Danska þjóðarf lokknum undir forystu Piu Kjærsgaard sem stöð- ugt færði stjórnmálaumræðuna frá hina opna frjálslynda lýðræði og krafðist þess að innf lytjendur afneituðu eigin menningu og yrðu Danir eða færu ella. Þessi harka verður síðan enn meiri í Austur- Evrópu eins og til að mynda fyrir til- stuðlan valdboðsafla eins og Vlad- imirs Putins í Rússlandi og Viktors Orbáns í Ungverjalandi. Í þessari bók greini ég hvernig þjóðernispopúlismi rís gjarnan í kjölfarið á þjóðfélagslegum áföll- um. Í bókinni er spurt hvort fjórða bylgjan muni rísa í kjölfar kórón- aveirunnar. Forsagan segir að það geti vel gerst.“ Leikhúsunnendur bíða óþreyju-fullir eftir að leikhúsin opni. Í Borgarleikhúsinu eru menn að setja sig í stellingar. Leikárið byrjar með Níu lífum, sem fjallar um ævi Bubba Morthens, þann 13. ágúst. Oleanna verður frumsýnt á Nýja sviðinu 29. ágúst og sama dag heldur Gosi áfram á Litla sviðinu. Verkið Veisla verður frumsýnt á Stóra sviði Borgarleikhússins þann 18. septem- ber, en um er að ræða nýtt verk sem samið er af leikhópnum en hann skipa Saga Garðarsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Sigrún Edda Björnsdóttir og Halldór Gylfason, Veisla er í leik- stjórn Bergs Þórs Ingólfssonar. Önnur leikverk hjá Borgarleik- húsinu á næsta ári eru meðal annars Sölumaður Deyr eftir Arthur Miller í leikstjórn Kristínar Jóhannes- dóttur, Orlando eftir Virginu Wolf í leikstjórn Arnbjargar Maríu Daní- elssen og Room 4.1 Live í samstarfi við Kristján Ingimarsson Company og Íslenska dansflokkinn í leikstjórn Kristjáns Ingimarssonar. Miller og Wolf í Borgarleikhúsinu Níu líf snýr aftur í Borgarleikhúsinu. MYND GRÍMUR BJARNASON. BÆKUR Hryllilega stuttar hrollvekjur Ævar Þór Benediktsson Útgefandi: Mál og menning Fjöldi síðna: 153 Börn og unglingar hafa mörg hver mikla ánægju af hryllingi og þola hann í dágóðum skömmtum. Ævar Þór Benediktsson sér þessum hópi fyrir hrollvekjandi sælu í nýrri bók sem geymir 20 smásögur. Höfund- urinn fékk börn til að lesa sögurnar yfir og gefa þeim einkunnir og sam- kvæmt þeim er sögunum  raðað í styrkleikaf lokka eftir hryllingi: Vont – Verra – Verst. Í fyrsta f lokknum Vont eru ívið lágstemmdari sögur en í flokkunum sem á eftir koma. Þar er ekki allt sagt, meira gefið í skyn. Þegar á líður verða sögurnar æsilegri og lýsingar magnaðri. Lokasagan, Uppskera, er gríðarlega hrollvekjandi, í sönnum Stephen King stíl. Sögurnar eru ætlaðar ungmenn- um, en þar sem þær eru bæði vel byggðar og vandlega hugsaðar ættu fullorðnir hryllingssagnaunnendur einnig að geta notið þeirra. Það á alveg sérstaklega við sögurnar í fyrri hlutanum þar sem hryll- i n g u r i n n e r u nd irlig g jand i en ekki sagður berum orðum. Fullorðnir vita að minna er oft meira, og þarna á það sannarlega vel við. Stysta saga bókarinnar, sem er einungis tvær setningar, er dæmi um þetta. Ekki er öllum höfundum gefið að skapa hughrif í einungis tveimur setningum, en það tekst fantavel þarna. Sögurnar eru fjölbreyttar að efni.  Margir, sem hugsa um það hryllilegasta sem gæti hent þá, láta hugann hvarf la til kviksetningar og hún kemur vitanlega við sögu. Sömuleiðis er fjallað um hættur sem geta skapast í tannlæknastólnum og í sundlauginni. Vampírur og upp- vakningar eru svo á stjái og mannát kemur við sögu. Ævar Þór er í essinu sínu í þessari bók og sér ungum lesendum fyrir sæluhrolli í nær hverri sögu. Sögurn- ar enda yfirleitt ekki vel, sem er alls ekki ókostur þegar hryllingssögur eiga í hlut. Lesandanum á að vera órótt, ekki bara á meðan hann les sögurnar heldur einnig í einhvern tíma eftir að lestri er lokið. Rétt er þó að taka fram að bókin á varla erindi við þá allra viðkvæmustu, svo óhugguleg er hún á köflum. Ungir töffarar ættu hins vegar að verða himinsælir, hér fá þeir sína drauma- lesningu. Kolbrún Bergþórsdóttir NIÐURSTAÐA: Einstaklega vel heppn- aðar hryllingssögur sem framkalla sannan sæluhroll. Draumalesning fyrir unga töffara Farsóttir í Reykjavík, er yfir-skrift kvöldgöngu sem Kristín Svava Tómasdót t ir mu n leiða um miðbæ Reykjavíkur í kvöld, fimmtudagskvöldið 11. júní kl. 20. Farsóttir og sóttvarnir hafa verið f lestum ofarlega í huga undan- farnar vikur og mánuði. Í þessari göngu munu sóttir fortíðarinnar verða rifjaðar upp og þau ráð sem fólk hafði til að verjast þeim. Við sögu kemur meðal annars hand- þvottur lækna, viðbrögð fólks við sóttkví og einangrun – og varasamir vettlingar. Kristín Svava Tómas- dóttir sagnfræðingur og ljóðskáld leiðir gesti um miðbæ Reykjavíkur og heimsækir ýmsa staði sem hafa þýðingu fyrir sögu smitsjúkdóma og smitvarna. Gangan hefst kl. 20 og hittist göngufólk á Austurvelli á blettinum fyrir framan nýbyggingu Alþingis. Sóttir fortíðar 1 1 . J Ú N Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R30 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.