Fréttablaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 30
Við förum með opnum hug í samtalið við bæjaryfirvöld með það í huga að fá fram jákvæða niðurstöðu. Ingvar Már Gíslason, formaður KA Þrátt fyrir að vita hverjir skoruðu í öllum leikjum þá veit enginn hvenær mörkin voru skoruð fyrr en 1985 eða svo því það skrifaði þetta enginn niður nema blöðin og blöðin gátu ekki skrifað þetta niður á réttum tíma. 1 1 . J Ú N Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R22 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT FÓTBOLTI Haukur Björnsson, gerði frábært myndband um skoraðar þrennur á Íslandi og birti á You- tube undir heitinu Draumur knatt- spyrnumannsins. Myndbandið hefur farið sem eldur í sinu milli manna og 20 mínútna langt mynd- bandið er nánast of stutt. Húmor og fræðsla um leið. Haukur lagði mikið í myndbandið en hugmynd- in kviknaði síðasta haust. „Ég var að leita að þessum upp- lýsingum um þrennur út af ein- hverju samtali sem ég átti og þær var hvergi að finna. Ég hafði gert ráð fyrir að finna eitthvað á heima- síðu KSÍ eða gúggla en ég fann bara ekki neitt. Þá hugsaði ég hvort við vissum í alvöru ekki um allar þrennur sem hafa verið skoraðar á Íslandi í fótbolta,“ segir Haukur. Hann hóf leit sína með að hafa samband við alfræðiorðabókina Víði Sigurðsson, blaðamann á Morgunblaðinu, sem hefur skrifað bækurnar um íslenska knattspyrnu undanfarin ár. Svo við skrifstofu KSÍ en fékk litlar upplýsingar. „Víðir á alls konar dót en ekki samansafn af þrennum. Þannig að ég ákvað að safna þessu saman sjálfur.“ Myndbandið er stórskemmti- legt áhorfs og hnyttinn textinn sem Haukur segir undir hittir beint í mark. Atli Eðvaldsson skoraði fyrstu þrennu sem tekin er fyrir en hún kom 6. ágúst 1977. Haukur útskýrir í myndbandinu af hverju hann byrjaði ekki fyrr en 1977. Þar segir hann að fyrst íslensk knattspyrna hafi ekki byrjað að taka sig alvarlega fyrr en þá fannst honum það góð tímasetning. „Það var líka til að hafa einhvern byrjunarpunkt. Ég vildi helst ekki fara til ársins 1913 því ég var að f letta bara gömlum Moggum til að finna þetta. KSÍ vefurinn er ekki búinn að setja inn hluti fyrir árið 1985 annað en úrslit leikja en það vantar markaskorara. Þannig að ég þurfti að f letta upp í Mogganum hver skoraði þrennu fyrir 1985.“ Íþróttafréttamenn fortíðar voru f lestir ákaflega lélegir í sínu fagi og fagmennska greinilega ekki komin í stéttina. Í kaf la Hauks um hröð- ustu þrennu sem skoruð hefur verið í efstu deild segir að fjölmiðlar hafi birt mjög misvísandi upplýsingar. Morgunblaðið skráði þriðja mark Péturs Péturssonar á 22 mínútu en Vísir á 28 mínútu. „Ég hafði samband við KSÍ um að fá leikskýrslurnar í nokkrum leikjum því það er misræmi milli fjölmiðla. Mig vantaði réttar upp- lýsingar því Mogginn var ekki eins og Vísir og svo framvegis. KSÍ sendi mér skilaboð úr þess- um leikjum og það var því miður ekki skráð markamínútan. Þrátt fyrir að vita hverjir skor- uðu í öllum leikjum þá veit enginn hvenær mörkin voru skoruð fyrr en 1985 eða svo því það skrifaði þetta enginn niður nema blöðin og blöðin gátu ekki skrifað þetta niður á réttum tíma. Og þá veit enginn hvenær þetta gerðist.“ Þetta 40 ára gamla þrennumet stendur enn, en enn er deilt um hver þriggja manna hafi sett það. Haukur er nýútskrifaður frá Bandaríkjunum með Master í Sci- ence data sem Hugtakasafn Þýð- ingamiðstöðvar utanríkisráðu- neytisins þýðir sem vísindagögn. Hann hefur því áhuga á tölfræði og forritun og nýtti námið til að finna allar þessar upplýsingar. „Ég skrifaði kóða sem náði í alla markaskorara frá ksi.is. Náði í þrennurnar og þetta tók smátíma. Ég ákvað að fara til ársins 1977 því þá byrjaði tíu liða deild sem virkaði sem góður byrjunarpunktur.“ benediktboas@frettabladid.is Beint í mark með myndbandi um allar þrennur í boltanum Myndband Hauks Björnssonar, Draumur knattspyrnumannsins, fjallar um þrennur í efstu deild í fót- bolta og hefur slegið í gegn á Youtube. Haukur er nýútskrifaður frá Bandaríkjunum og vildi hafa eitt- hvað að gera í atvinnuleysinu. Hann undraðist upplýsingaskortinn um þrennur hjá KSÍ og á netinu. Haukur Björnsson í Hafnarfirði þar sem hann naut veðurblíðunnar. Hann gerði stórkostlegt myndband um þrennur í íslenska boltanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÍÞRÓTTIR Ingvar Már Gíslason for- maður KA greindi frá því í ræðu sinni um ársskýrslu félagsins að ársvelta félagsins sé nú komin í 445 milljónir króna. Hann sagði einnig að starfshópur á vegum bæjaryfir- valda hefði skilað af sér skýrslu um forgangsröðun í nýfjárfestingum íþróttamannvirkja. Sett voru fram ellefu verkefni til næstu 15 ára þar sem grófur kostnaður var metinn á um sjö milljarða króna. Fram kemur í skýrslunni að verk- efni á KA-svæði er raðað númer 3, 4 og 11 þar sem gervigras og stúka eru númer 3 og félagsaðstaða númer 4, en Akureyrarvöllur er sagður nán- ast til skammar fyrir efstu deild. „Skýrslan er mikið fagnaðarefni fyrir okkur KA-menn og enn gleði- legra að nú get ég greint frá því að í vikunni barst mér staðfesting á því frá bæjaryfirvöldum að búið væri að ákveða að skipa vinnuhóp sem samanstendur af fulltrúum bæjar- stjórnar og fulltrúum KA til að hefja formlegar viðræður um hvernig standa má að uppbyggingu á félags- svæði okkar. Þetta er afar jákvætt og stórt skref í átt að bættri aðstöðu fyrir alla okkar iðkendur og félags- menn. Við förum með opnum hug í samtalið við bæjaryfirvöld með það í huga að fá fram jákvæða niður- stöðu fyrir KA sem og Akureyringa alla,“ sagði Ingvar í ræðu sinni. – bb Gervigras í KA-kortunum FÓTBOLTI Sara Björk Gunnarsdóttir batt endahnútinn á 5-0 sigur Wolfs- burg á móti Arminia Bielefeld þegar liðin mættust í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í knatt- spyrnu kvenna. Sara Björk kom inn á sem varamaður í leiknum á 73. mínútu leiksins og skoraði fimmta mark Wolfsburg skömmu fyrir leikslok. Í bikarúrslitaleiknum mætir Wolfsburg liði Essen sem sem fer svo fram í Köln 4. júlí næstkomandi. Wolfsburg hefur orðið bikar- meistari síðustu fimm árin og hefur Sara Björk þar af leiðandi unnið tit- ilinn öll þrjú keppnistímabilin sem hún hefur leikið með þýska liðinu. Sara mun kveðja Wolfsburg eftir að yfirstandandi leiktíð lýkur og getur kvatt liðið sem tvöfaldur meistari. Þegar fjórar umferðir eru eftir af þýsku efstu deildinni í knattspyrnu kvenna hefur Wolfsburg, sem hefur orðið Þýskalandsmeistari síðustu fimm tímabilin, átta stiga forskot á Bayern München á toppi deildar- innar. Sara Björk hefur sömuleiðis orðið landsmeistari með Wolfsburg síðustu þrjú árin. – hó Sara skoraði síðasta markið Sara Björk Gunnarsdóttir í leik með Wolfsburg. MYND/GETTY 45 40 35 30 25 20 15 10 5 ✿ Fjöldi þrenna eftir mánuðum 1977-2019 apríl maí júní júlí ágúst september október

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.