Fréttablaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 16
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Grípi mót- mælandi til ofbeldisverka er hann að skapa enn meiri óreiðu en fyrir var og skaða aðra. Heitustu grillin! weber.is Kolagrill Gasgrill Rafmagns grill Alltaf er jafn furðulegt að verða vitni að því að á sama tíma og fjölmenni mót­mælir of beldi þá eru einstaklingar í þeim sama hópi tilbúnir að fremja alls kyns spjöll. Þetta sást vel í búsáhalda­byltingunni þegar sjálfsagt þótti að grýta eggjum í Alþingishúsið, fella jólatré og kveikja í því og veitast að lögreglu. Stórum hluta landsmanna blöskraði að verða vitni að slíku og vill örugglega ekki horfa upp á að sá ljóti leikur verði endurtekinn. Það er sannarlega engin ástæða til að sakna bús­ áhaldabyltingarinnar, þótt sumir horfi til hennar sneisafullir af fortíðarþrá. Vissulega, og blessunarlega, er stærsti hópur mótmælenda hverju sinni friðsamur og lætur ekki hvarfla að sér að grípa til of beldis. Innan hópsins eru þó venjulega einstaklingar sem nýta sér ástandið til að fá útrás fyrir eigin reiði og missa gjörsamlega stjórn á sér. Þeim er ekkert sérstaklega annt um mál­ staðinn heldur blanda sér í hópinn til að hressa upp á tilveru sem þeim finnst vera helst til dauf. Svo er þriðji hópur mótmælenda sem samanstend­ ur af fólki sem er sannfært um að tilgangurinn helgi meðalið. Málstaðurinn er svo heilagur að í þágu hans er allt leyfilegt, einnig of beldi. Þá er eyðilegging á eignum og önnur spellvirki sjálfsagður fórnarkostn­ aður. Vitanlega er erfitt að eiga rökræður við þessa einstaklinga. Þeir lifa í einkennilegum hugmynda­ heimi því á sama tíma og þeir reyna að sannfæra aðra um að þeir séu að berjast fyrir betri tilveru og betri heimi þá kinka þeir samþykkjandi kolli við of beldis­ verkum. Mótmælin gegn lögregluof beldi í Bandaríkjunum eru svo sannarlega réttmæt og þau eru mikilvæg. Líklegt er að þau muni mjaka hlutum til hins betra þar í landi. Þörf er á því. Þessi mótmæli hafa, eins og fjölmenn mótmæli eru of oft, ekki verið án of beldis. Með fram mótmælum hafa verið framin of beldis­ verk; verslanir eyðilagðar og þær rændar og lúskrað hefur verið á lögreglumönnum. Engan veginn á að samþykkja of beldisfullt framferði einstaklinga sem þetta gera eða afsaka gjörðir þeirra, eins og sums staðar er hneigð til. Með þessum of beldisverkum er ekki verið að gera málstaðnum gagn. Svartur lögreglumaður brast í grát fyrir framan sjónvarpsmyndavélar þegar hann lýsti eyðileggingunni sem hann hafði orðið vitni að. Hann sá vitanlega engan tilgang í henni. Of beldisverk eins og þessi bitna á einstaklingum sem ekkert hafa til saka unnið. Þegar verslun er lögð í rúst stendur eigandinn eftir. Hann er hugsanlega ekki vel stæður, búinn að missa lífsviðurværi sitt og fær tjónið ekki bætt. Kannski er hann svartur. Í mótmælum sem efnt er til vegna of beldis gegn svörtu fólki hefur hann verið beittur svívirðilegu of beldi. Það er nákvæmlega ekkert réttlæti í því. Það er réttur hvers og eins að fá að mótmæla, en það skiptir máli hvernig mótmæli fara fram. Grípi mótmælandi til of beldisverka er hann að skapa enn meiri óreiðu en fyrir var og skaða aðra. Böl verða ekki bætt með of beldisverkum. Mótmæli Garðabær hefur gert samning við Mína líðan um sálfræðiþjónustu í gegnum fjarþjónustu fyrir ungmenni á grunnskólaaldri. Fram­ sækin tillaga um þróunarverkefni sem ég lagði fram fyrir hönd Garðabæjarlistans og var samþykkt. En Garðabær er fyrsta sveitarfélagið sem gerir slíkan samning. Einhverjar mikilvægustu bjargirnar gegn van­ líðan ungmenna eru forvörn, fræðsla og fyrsta hjálp. Við lifum á tímum þar sem tækninni fleygir fram. Fjarþjónusta er einn angi þeirrar nýsköpunar sem á sér stað í stafrænni þróun. En fjarþjónusta gerir okkur kleift að færa þjónustu eins og sálfræði­ þjónustu nær einstaklingum, auðvelda aðgengi og fækka hindrunum. Við höfum því fengið svar við því hvernig við getum aðstoðað ungmenni með kvíða til að fá fyrstu hjálp með einföldum og aðgengilegum hætti. Við gerum okkur öll grein fyrir því hversu mikil­ vægt það er að geta brugðist hratt og örugglega við þegar kemur að líðan barna og ungmenna. Ekki síst til þess að fyrirbyggja frekari vanlíðan sem auðveld­ lega getur undið upp á sig og kallar á frekari aðgerðir og meiri þjónustu þegar til lengri tíma er litið. Fjarþjónusta er snjöll leið og góð viðbót við þá stoðþjónustu sem boðið er upp á í dag. Það sem gerir hana eftirsóknarverða eru meðal annars þeir þættir sem hún hefur bein áhrif á, það er tímasparnaður, minni kostnaður og auðveldara aðgengi. Við eigum að nýta fjarþjónustu í forvarnaskyni í meiri mæli. Fyrir ungt fólk einfaldar slík leið svo margt. Að geta sótt faglega og örugga fræðslu í gegnum net án mik­ illar fyrirhafnar gæti verið frábær leið til þess að ná til ungmenna sem finna fyrir kvíðaeinkennum og/ eða þunglyndi. Námskeiðið má byggja þannig upp að notandi geti sótt sér fræðslu á hvaða tíma sem er þegar hverjum og einum hentar. Slík þjónusta tekur í burtu kerfisvilluna „bið eftir þjónustu“ sem flestir þekkja og getur reynst dýrkeypt. Aukin sálfræðiþjónusta fyrir ungmenni í höfn Sara Dögg Svanhildardóttir, oddviti Viðreisnar í Garðabæ Við gerum okkur öll grein fyrir því hversu mikilvægt það er að geta brugðist hratt og örugglega við þegar kemur að líðan barna og ung- menna. Krister og Christer Augu umheimsins beindust öll að einni uppljóstrun í gær. Nei, það var ekki að því hvaða nafnlausu jakkaföt í fjármála- ráðuneytinu voru að hrella Þorvald Gylfason. Það var að blaðamannafundi sem haldinn var í Stokkhólmi og fjallaði um áratugalanga lögreglu- rannsókn. Þar uppljóstraði Krister Petersson að Christer Pettersson hefði ekki skotið Olof Palme árið 1986. Nú eru gömul morðmál að upplýsast á færibandi, vantar nú aðeins að upplýsa að Tumi hafi skotið Tupac, Kolbeinn hafi verið Kobbi kviðrista og svo má Geirmundur gjarnan finna Geirfinn. Fleiri blaðamannafundir Lítið er að frétta í heilbrigðis- ráðuneytinu um hvað á að gera við alla þá sjúklinga sem bíða eftir liðskiptaað- gerðum. Ekki er hægt að blæða almannafé í að senda þá til Svíþjóðar. Og af einhverjum ástæðum er ekki hægt að fá sjálfstætt starfandi lækna á Íslandi til verksins, en betra að láta þá bora í nefið. Það er kannski ráð að halda færri blaðamannafundi og leysa í staðinn f leiri vandamál. Til dæmis með því að sýna starfs- fólki ráðuneytisins launaseðil hjúkrunarfræðings og spyrja það hvernig í ósköpunum væri hægt að leysa kjaradeiluna. arib@frettabladid.is 1 1 . J Ú N Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.