Fréttablaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 11.06.2020, Blaðsíða 20
Krefjandi aðstæður eru enn til staðar og heilsugæslan hefur enn og aftur, með öflugu starfsfólki sínu, sýnt hvað í henni býr. SÍÐASTA VEIÐIFERÐIN Þorsteinn Bachmann Jóhann Sigurðarson Hilmir Snær Guðnason Halldór Gylfason Þröstur Leó Gunnarsson Hjálmar Hjálmarsson NÚ Í BÍÓ EKKI M ISSA A F SKEMM TILEGU STU GAMA NMYN D ÁRS INS! Fréttatíminn Helgi Snær, Morgunblaðið Máni, Harmageddon Mér líður eins og ég hafi verið rænd,“ er það fyrsta sem hún segir þegar við setjumst niður í samtalsherberginu. Þau höfðu verið einstaklega sam- rýmd, hún og ástin í lífi hennar til tuga ára, en nú var hann látinn. Henni leið eins og hún hefði verið rænd þessum litla tíma sem hún hefði getað átt með manninum sem í gegnum lífið varð smám saman helmingurinn af henni sjálfri. Hann hafði háð snarpa baráttu við krabbamein og hrakað hratt síðustu vikurnar. Undir venju- legum kringumstæðum hefðu hún og börnin hennar setið hjá honum öllum stundum. Verið með honum á spítalanum þessar síðustu tvær vikur sem hann átti eftir ólifaðar. Því miður urðu hins vegar þær aðgerðir sem grípa varð til vegna Covid-19 veirunnar til þess að svo gat ekki orðið. Þessi saga endurspeglar upp- lifun margra þeirra sem undanfarið hafa leitað til Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins í tengslum við ástvinamissi á Covid-19 tíma- bilinu. Það er þakkarvert hversu vel tókst til hér á landi við að ná stjórn á útbreiðslu faraldursins og í raun magnað að verða vitni að þeim samhug sem ríkti og átti þátt í að hefta hann með styrkri stjórn og handleiðslu frá sérfræðingum, heil- brigðisstarfsfólki og ráðamönnum. Enginn þarf að efast um hve erfið sú staða að þurfa að banna eða tak- marka heimsóknir hefur verið fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem alla jafna leggur mikla áherslu á að styðja og hvetja aðstandendur til að vera í nánd við mikið veika ástvini. Að því sögðu er þó mikilvægt að færa í orð þann fórnarkostnað og þær tilfinn- ingar sem margir þeir sem misstu ástvin í faraldrinum sitja eftir með. Það er vel þekkt að í sorgarferlinu getur það hjálpað og haft mikla þýð- ingu fyrir þann sem syrgir að hafa fengið tækifæri til að vera í nánd við ástvin sinn vikurnar fyrir andlátið, þegar á annað borð sá aðdragandi gefst. Fyrir marga er þetta dýrmæt- ur tími til samskipta þar sem hægt er að tjá ást, væntumþykju, þakk- læti og virðingu með eða án orða. Þú vilt vera til staðar og gera allt sem í þínu valdi stendur til að styðja við ástvin þinn í gegnum þennan tíma. Stundum gefst líka tækifæri til að ræða mikilvæg og praktísk mál. Þessu raskaði Covid-19 veiran. Einnig hefur faraldurinn í mörgum tilvikum breytt þeirri mikilvægu athöfn sem jarðarförin er, þar sem fjölskylda og vinir safnast saman til að votta hinum látna virðingu og sýna þeim sem honum voru nánastir samkennd og stuðning. Stuðningur og nánd við fjölskyldu og vini er yfirleitt afar mikilvægur þeim sem syrgir og má því búast við að margir sem misstu ástvin á þessum tíma hafi upplifað félags- lega einangrun og einmanaleika í meira mæli í takt við þær takmark- anir sem settar voru um samskipti og nánd. Í sorginni er eðlilegt að upplifa ólíkar og erfiðar tilfinningar. Þar á meðal geta verið tilfinningar á borð við reiði, sektarkennd og einmana- leika. Þessar tilfinningar saman eða einar og sér geta oft orðið til þess að þyngja sorgina og úrvinnslu á henni verulega. Það er hætt við að margir þeir sem misstu ástvin á meðan tak- markanir vegna faraldursins voru sem mestar séu útsettari fyrir því að upplifa slíkar tilfinningar í sorgar- ferlinu. Fyrir þig sem tekst á við sorg um þessar mundir er mikilvægt að þú munir að þú ert ekki ein/n um að takast á við erfiðar tilfinningar og hugsanir. Það er mikilvægt að þú sýnir tilfinningum þínum og hugs- unum umburðarlyndi og leitir leiða til að hlúa að þér eins og þú best getur. Að reyna eftir fremsta megni að halda rútínu í dögunum og reglu á svefni, hreyfingu og mataræði er f lestum gagnlegt. Þannig styrkirðu þá þætti í lífinu þínu sem þú getur haft stjórn á sem oft er mikilvægt þegar atburðir og breytingar verða í lífinu sem ekki er ráðið við. Að reyna að draga úr einangrun og halda tengslum við þá sem þér líður vel í kringum skiptir miklu máli. Þú gætir einnig viljað íhuga að leita þér utanaðkomandi stuðnings eða hitta aðra sem standa í svipuðum sporum. R áðg ja fa rþjónu st a K rabba- meinsfélagsins býður þeim sem hafa misst ástvin úr krabbameini upp á stuðningsviðtöl án endurgjalds og aðgang að öllum námskeiðum og föstum tímum sem boðið er upp á. Hægt er að panta tíma í síma 800 4040 eða á radgjof@krabb.is. Einnig er hægt að koma við án þess að gera boð á undan sér. Sorgarmiðstöð eru samtök sem sinna fræðslu og ráðgjöf til syrgj- enda og bjóða reglulega upp á stuðningshópa. Hægt er að kynna sér starf Sorgarmiðstöðvar á heima- síðu þeirra www. sorgarmidstod.is Mundu að eins óhugsandi og það kann að hljóma núna segja f lestir sem hafa farið í gegnum sorg í kjöl- far ástvinamissis að með tímanum verði góðu dagarnir f leiri en þeir erfiðu. Hugsanir og tilfinningar sem sækja á þig geta verið mis- munandi frá einum tíma til annars. Stundum geta tilfinningarnar orðið mjög yfirþyrmandi og lamandi en á öðrum tímum taka þær minna pláss. Mikilvægast er að þú leyfir þér að vera þar sem þú ert stödd eða staddur á hverjum tíma fyrir sig, á hverjum degi fyrir sig. Sorgin á tímum COVID-19 Í sorginni er eðlilegt að upp- lifa ólíkar og erfiðar tilfinn- ingar. Þar á meðal geta verið tilfinningar á borð við reiði, sektarkennd og einmana- leika. Í COVID-19 faraldrinum breytti Hei l sug æ sla höf uðbor g a r-svæðisins skipulagi sínu nán- ast á einni nóttu. Í hnotskun var verkefni okkar að taka sýni úr ein- staklingum með grun um COVID- 19 smit, fylgja eftir niðurstöðum en halda samt áfram með allt sem við gerum venjulega. Nýjar áskoranir á hverjum degi hafa tekið á hjá heilsugæslunni eins og öðrum stofnunum og fyrir- tækjum þessa lands. Áhugi og vilji til að gera vel og hafa jákvæð áhrif á heilsu, hefur drifið fólk áfram til góðra verka. Jafnhliða þessu þurfti að koma í veg fyrir smit, bæði hjá skjól- stæðingum okkar, sem margir eru í áhættuhópum, og starfsmönnum. Ákveðið var að skjólstæðingar kæmu í bílum sínum að stöðv- unum og starfsmenn kæmu út í hlífðarfatnaði til að taka sýnin, til að koma í veg fyrir smit. Einnig skiptust stöðvar á um að taka sýni í bílakjallara Hörpu um helgar og á frídögum. Í Hörpu var því þétt dag- skrá í kjallaranum þó engir væru viðburðir í sölum. Undanfarin ár hef ur mark- visst verið unnið að því að opna stöðvarnar og auka aðgengi að þjónustunni. Núna þurftu þó allir að hringja á undan sér svo hægt væri að skipuleggja þjónustuna og lágmarka fjölda á stöðinni. Flest erindi voru leyst í gegnum síma eða á mínum síðum Heilsuveru. Ef skjólstæðingur þurfti að fá skoðun heilbrigðisstarfsfólks voru gerðar sérstakar ráðstafanir vegna ein- staklinga sem gætu hugsanlega verið smitaðir. Hjúkrunarmót- takan var opin fyrir bráð erindi og einnig var hægt að fá viðtal við lækni ef ekki var hægt að leysa vandann með öðrum hætti. Bráða- þjónustan féll því aldrei niður þó áherslurnar væru aðrar og aðgengi að þjónustunni breytt. Mæðravernd og ung- og smá- ba r naver nd hélt á f ra m með breyttu sniði, en heilsuvernd skóla- barna lá að mestu leyti niðri. Snemma í faraldrinum veiktist starfsmaður á heilsugæslustöð og annað starfsfólk þurfti að fara í sóttkví í tvær vikur. Stöðinni var lokað á meðan þó hluta af þjón- ustunni væri sinnt í fjarþjónustu s.s. í síma eða með rafrænum sam- skiptum. Í kjölfarið var starfsfólki á öllum starfstöðvum skipt í tvo hópa sem voru til skiptis á stöðinni og í heimavinnu. Þeir sem voru heima sinntu fjarþjónustu, í stað þess að vera með móttöku. Þetta var til þess að einungis helmingur starfsmanna myndi fara í sóttkví, ef upp kæmi smit innan þess hóps og stöðin gæti haldist áfram opin. Tæknifólk stofnunarinnar þurfti fyrirvaralaust að gera hundruðum starfsmanna kleift að vinna heima með aðgang að öllum kerfum. Fyrsta vikan var gríðarlega stremb- in, en skjólstæðingar og starfsfólk sýndu aðdáunarverða þolinmæði og aðlögunarhæfni, þó margir hafi meðvitað þurft að draga andann djúpt meðan mestu byrjunarörð- ugleikarnir gengu yfir. Ástandið var eldskírn fyrir raf- ræna þjónustu heilsugæslunnar sem hefur verið í vexti undan- farið og mínar síður Heilsuveru voru nýttar til hins ýtrasta til þess að hafa samskipti við skjól- stæðingana. Netspjall Heilsuveru jókst stjarnfræðilega og var bætt við fjölda hjúkrunarfræðinga til að sinna því, ásamt því að auka við opnunartímann alla daga vik- unnar. Í dag er ársfundur Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins þar sem við förum yfir viðburðaríkt ár og tökum stöðuna á því sem fram undan er. Krefjandi aðstæður eru enn til staðar og heilsugæslan hefur enn og aftur, með öflugu starfsfólki sínu, sýnt hvað í henni býr. Heilsugæsluþjónusta á tímum COVID-19 Óskar Reykdalsson forstjóri Heilsugæslu höfuðborgar- svæðisins Lóa Björk Ólafs- dóttir hjúkrunarfræð- ingur hjá Ráð- gjafarþjónustu Krabbameinsfé- lagsins 1 1 . J Ú N Í 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R20 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.