Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2020, Síða 4
4 28. febrúar 2020FRÉTTIR
R
agnar Bjarnason – betur þekktur
sem Raggi Bjarna – var einn ástsæl-
asti söngvari íslensku þjóðarinn-
ar. Hann lést á þriðjudag á líknar-
deild eftir skammvinn veikindi, 85 ára að
aldri. Þrátt fyrir aldurinn var það aðeins fyr-
ir örfáum mánuðum sem Raggi kvaddi stóra
sviðið með stórtónleikum í Hörpu, enda var
það draumur hans að geta sungið á með-
an heilsan leyfði og meðan einhver hefði
áhuga á að hlusta. Síðustu daga hafa margir
kvatt þennan merka mann og rifjað upp ljúfar
minningar. Raggi var þekktur fyrir glaðværð,
jákvæðni og óbilandi ást á söng og tónlist.
Hann lætur eftir sig eiginkonu, Helle Birthe
Bjarnason, þrjú börn og ellefu barnabörn.
Vorkvöld í Reykjavík
„Við vorum hópur af krökkum að leika okk-
ur úti um kvöld. Sól og sumar. Kvöldsólin
sindraði á gluggum blokkanna í Gnoðarvogi.
Einn gluggi var opinn og út um hann barst lag
og ein lína í textanum var endurtekin: Ekkert
er fegurra en vorkvöld í Reykjavík. Röddin var
svöl, mjúk og karlmannleg. Þarna heyrði ég í
Ragga Bjarna í fyrsta skipti, og árið var 1963,“
skrifaði Bubbi Morthens í minningarorð-
um sem hann birti á Facebook þar sem hann
kveður sinn gamla vin. Reykjavík var stór hluti
af lífi Ragga Bjarna. Þar fæddist hann þann 22.
september 1934 og ólst í kjölfarið upp í lítilli
risíbúð við Lækjargötu. Tónlistin var honum
í blóð borin. Foreldrar hans, Bjarni Böðvars-
son og Lára Magnúsdóttir, voru bæði haldin
lífstíðardóm tónlistarbakteríunnar. Lára er
oft nefnd sem ein fyrsta dægurlagasöngkona
landsins og faðir hans, Bjarni, gerði garðinn
frægan með hljómsveit sinni.
Byrjaði á trommunum
Ragnar vissi snemma að hann vildi fátt ann-
að gera en að syngja. Áhuginn hafi byrj-
að að kvikna er hann fylgdist með föð-
ur sínum spila á tónleikum. Í viðtali
við Fréttablaðið árið 2005 sagði
Raggi: „Pabbi, sem var með Hljóm-
sveit Bjarna Böðvarssonar, fór með
mig ungan að Minni-Borg í Gríms-
nesi til að hlusta á Hauk Morthens.
Hafi ekki verið búið að kveikja í mér
þá, var ekki aftur snúið eftir að hafa
hlustað á Hauk. Nú var ég
ákveðinn hvað ég vildi
verða þegar ég
yrði stór og tók
stefnuna á söng-
frama, svona leynt
og ljóst. Lærði á
trommur hjá Svav-
ari Gests, lauk prófi
frá FÍH og tromm-
aði fyrir hina
og þessa fyrstu
árin, eða allt
þar til ég söng
fyrir slysni á
Akureyri þegar vantaði vanan trommuleik-
ara sem gat líka sungið.“ Raggi var þá kom-
inn ungur til Akureyrar með félögum sínum
þar sem þeir höfðu verið ráðnir til að spila
á Hótel KEA. Þá vantaði söngvara og hótel-
stjórinn hlustaði á þá alla syngja og fannst
Raggi vera skásti kosturinn. Og eftir þetta
varð ekki aftur snúið. Ragnar hafði þar tek-
ið sín fyrstu skref til að verða hinn ódauð-
legi Raggi Bjarna og átti eftir að deila söng
sínum með þjóðinni næstu 70 árin. Raggi og
söngurinn voru í eldheitu ástarsambandi og
má í raun segja að þeir hafi náð að halda upp
á platínumbrúðkaup.
Slysaðist í KK sextettinn
Raggi átti eftir að koma víða við á ferlinum.
Svavar Gests heyrði í Ragga syngja í kringum
1953 og bauð honum í kjölfarið plötusamn-
ing. Á þeim tíma var Raggi trommuleikari í
hljómsveit Árna Ísleifssonar og
kom þá út fyrsta plata hans. Þá
sneri Raggi sér frá trommun-
um og alfarið að söngnum,
eða allt þar til hann þurfti
að taka sér pásu þegar
faðir hans féll frá síðla árs
1955. Raggi átti þá eig-
inkonu og tvö ung börn
og þurfti að sjá fyrir þeim.
Pásan varð þó ekki löng og
árið 1956 slysaðist Raggi í
KK sextettinn. Hann sagði
DV árið 2014 frá þeirri
ótrúlegu tilviljun sem
leiddi hann saman
við
sextettinn.
Raggi, sem var alla tíð með ólæknandi
bíladellu, keyrði á þeim tíma leigubíl. Sextett-
inn bráðvantaði söngkonur og datt bassaleik-
ara hljómsveitarinnar, Jóni Sigurðssyni, í hug
að hringja eftir leigubíl og rúnta um bæinn
til að leita að söngkonum. Raggi Bjarna var
sendur í það útkall. „Ég mætti og keyrði hann.
Þegar við vorum búnir að keyra á nokkra staði
segi ég honum að hætta þessu veseni; ég gæti
bara gert þetta og væri með textann í skottinu.
Ég fór með sextettinum til að spila á vellinum
og var fyrsti karlsöngvarinn til að koma fram á
vellinum með íslenskri hljómsveit.“
Njóta hverrar mínútu
Árið 1960 kom út líklega frægasta og eftir-
minnilegasta lag Ragga á ferlinum, Vertu ekki
að horfa svona alltaf á mig, og varð Raggi
þá orðinn einn frægasti dægurlagasöngvari
þjóðarinnar. Skemmtanalífið var farið að rífa
í og Raggi ræddi um hvað hann hefði á þeim
tíma skemmt sér meira en góðu hófi gegndi.
Hann sagði í samtali við DV: „Það er mikil
blessun ef manni tekst að komast í burtu frá
áfenginu og sígarettunum. Ég er afskaplega
þakklátur að það tókst á endanum því lífið er
svo stutt. Það verðum við að vita þótt að við
séum kornung. Lífið líður hjá á örskotsstund,
þetta ættu allir að hugleiða og njóta hverrar
mínútu. Svona líður mér enn á áttræðisaldri,
ég vil nota hverja stund. Ég hef ekki mikinn
tíma. Enginn hefur mikinn tíma.“
Það er
staðreynd að…
Það þarf aðeins tvo vöðva í andlitinu til
að mynda bros.
Letidýr geta haldið niðri í sér andanum í
allt að 40 mínútur.
Þjóðsöngur Grikklands hefur 158
erindi.
Bandaríkjamenn borða daglega
pítsur sem þakið gætu 7,30
hektara.
Skammstöfun DNA stendur fyrir
„Deoxyribonucleic acid“.
Hver er
hún
n Hún er fædd í
október árið 1942.
n Hún starfaði sem
flugfreyja hjá Loftleið-
um í níu ár.
n Hún var starfs-
aldursforseti Alþingis árin
2006–2013.
n Árið 2013 lét hún af þing-
mennsku eftir 35 ára samfellda
þingsetu.
n Á þingferlinum beitti hún sér
einkum í þágu láglaunafólks,
öryrkja og aldraðra.
SVAR: JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR
Við bjóðum
góða nótt
n Einn ástælasti söngvari þjóðarinnar fallinn frá n Enginn
töffari bara singer n Kærði sig kollóttan um frægðina
Erla Dóra
erladora@dv.is