Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2020, Side 6
6 28. febrúar 2020FRÉTTIR
Fann ástina í Kaupmannahöfn
Árið 1963 fannst Ragga kominn tími á til
breytingu. Ári fyrr hafði slitnað upp úr
hjónabandi hans og hann var kominn með
leiða á lífinu í Reykjavík. Hann flutti þá
til Kaupmannahafnar sem reyndist hon
um mikið gæfuspor því þar kynntist hann
stóru ástinni sinni, Helle Jensen, sem varð
hans stoð og stytta lífið á enda. Hann var þá
við það að skrifa undir tveggja ára samn
ing sem átti að færa hann á ferðalag víða
um Evrópu. En hann tók Helle fram yfir
samninginn. „Umboðsmaðurinn varð svo
reiður við mig að hann barði skrifborðið
sitt í sundur,“ sagði Raggi við DV árið 2014.
Svavar Gests hafði svo samband við Ragga
og vildi ljúka ferli sínum með Ragga og Elly
Vilhjálms, en Elly og Raggi voru miklir vin
ir og vöktu mikla gleði þegar þau sungu
saman. Þá sneri Raggi aftur til Íslands og
tók að sjálfsögðu Helle með sér. „Helle er
gæfan í mínu lífi. Hún hefur þessa þolin
mæði og hugmyndafræði til að styðja við
mig. Ég er þakklátur henni, samband okk
ar er kraftaverk.“
Síðar tók Raggi við hljómsveit Svavars
Gests, sem varð þá að sjálfsögðu hljóm
sveit Ragnars Bjarnasonar, og spilaði með
henni á Hótel Sögu í 19 ár. Samhliða spila
mennskunni keyrði Raggi leigubíl.
Árið 1972 stofnaði Raggi hina frægu
Sumargleði með Ómari Ragnarssyni sem
ferðaðist um landið á sumrin í 16 ár. Auk
Ragga og Ómars voru í Sumargleðinni
Bessi Bjarnason, Karl Guðmundsson,
Magnús Ólafsson, Þuríður Sigurðardóttir,
Sigrún Hjálmtýsdóttir, Halli og Laddi, Her
mann Gunnarsson og Þorgeir Ástvaldsson.
Um Sumargleðina sagði Raggi í viðtali við
DV árið 2014: „Við bulluðum og grínuðum
út í eitt og þessi tími var sá allra gleðilegasti
í mínu lífi. Það var mjög gefandi að ferðast
um landið og kynnast Íslendingum.“
Bílaleiga og sjoppa í Breiðholti
Bíladellan lék stórt hlutverk í lífi Ragga.
Hann keyrði lengi leigubíl, hann starf
aði sem bílasali hjá Sveini Egilssyni og
starfrækti um átta ár bílaleiguna R.B. bíl
ar. Síðan rak hann ásamt Helle sjoppu í
Breiðholti.
„Bílaleigan endaði með einhverjum
ósköpum. En ég hef húmor fyrir því. Ég
átti að vera með átta bíla en endaði með
30. Konan mín elti mig alla daga þegar ég
var að sækja bíla. Hún hefur tvisvar lent í
árekstri og í bæði skiptin keyrði hún aftan
á mig. Hún var alltaf á eftir mér úti um allar
trissur,“ sagði Raggi við DV 2014.
Raggi fylgdist vel með nýjungum í tón
list og hafði miklar mætur á ungu tónlistar
fólki á Íslandi. Fyrir fimm árum söng hann
með strákunum í XXX Rottweiler lagið
Allir eru að fá sér og óskalag þjóðarinn
ar, Þannig týnist tíminn, með Lay Low.
Tveimur árum síðar söng hann með Sölku
Sól lagið I’ve seen it all úr kvikmyndinni
Dancer in the Dark.
Raggi var mikils metinn meðal Ís
lendinga og hlaut margar viðurkenningar
fyrir störf sín í gegnum árið. Hann fékk
meðal annars viðurkenningu Stjörnu
messu DV og Vikunnar árið 1980 sem
söngvari ársins í 30 ár, fékk heiðursverð
laun Íslensku tónlistarverðlaunanna 1994,
gullmerki FÍH 2003, fálkaorðuna 2004, var
borgarlistamaður Reykjavíkur 2007, og
fékk heiðurslaun listamanna árið 2019.
Tónlistin var þó ekki það sem Raggi var
stoltastur af. Í samtali við DV 2014 sagði
hann: „Ég er stoltastur af börnunum mín
um og barnabörnum, vinum mínum og
fjölskyldu. Og Íslendingum. Ég er stoltur
af því að vera hluti af þessari þjóð. Ís
lendingar eru framtakssamir og þeir eru
duglegir, alveg óhræddir við að opna sig.“
Á meðan einhver nennir að hlusta
Í viðtali við helgarblað DV árið 2004 spurði
blaðamaður Ragga hvort hann væri að
hætta í bransanum.
„Ég hætti ekki neitt. Ég syng svo lengi
sem einhver nennir að hlusta á mig. Það
losnar enginn við mig strax, því get ég lof
að.“ Í sama viðtali sagði Raggi um aldur
inn og ferilinn: „Guði sé lof að ég hef feng
ið þá blessun að gera það sem mér finnst
skemmtilegast.
Haldið röddinni og
getað verið áfram í
tónlistinni, því sem
ég hef gaman af. Það eru náttúrulega ekki
allir sem eru svo heppnir að geta gert þetta
fram eftir öllum aldri.“ Hann ítrekaði þetta
svo aftur árið 2009 við DV: „Á meðan ég get
gert þetta sæmilega og glatt einhverja með
söngnum held ég áfram. Hvort það verði
eftir áttrætt veit ég samt ekki. Ég hef verið
heppinn, hef fengið að vinna við það sem
ég hef mesta ánægju af og það er ómetan
legt. Ég skil nú ekki hvaðan þessi töffara
stimpill kemur. Ég er enginn töffari, ég er
bara singer.“
Við bjóðum góða nótt
Mikill meistari er fallinn frá. Hann snerti
við mörgum en kærði sig þó kollóttan um
frægðina. Það sem skipti hann máli var að
gera það sem hann elskaði og deila því með
þeim sem vildu hlusta. Fræg er sagan af því
að þegar Ragga bauðst frægð í Bandaríkj
unum. Þá barst honum boð frá sjónvarps
manninum Johnny Carson um að koma
í áheyrnarprufu fyrir amerískt sjónvarp.
Raggi afþakkaði boðið þá pent, því hann
hafði hreinlega engan áhuga á því.
Þegar Raggi spilaði á dansleikjum hér
forðum þá endaði hann alltaf „showið“ á
laginu Við bjóðum góða nótt, rétt eins og
hljómsveit föður hans hafði gert á árum
áður. Þá vissi fólk að ballið var búið. Blaða
maður sýnir Ragga því þá virðingu að ljúka
hans balli með sama hætti:
„Við bjóðum góða nótt,
á meðan húmið sig hjúpar hljótt,
lát söngs ljúfa mál, strengja stál,
stilla sál.
Lát söngsins enduróm,
yrkja í hjartanu fögur blóm,
það skapar lífinu léttan dóm.
Nú hljóðnar harpan mín,
heim til þín,
kveðju ber.
En brátt með fjör á ný,
við fögnum því,
hittumst hér.
Á meðan húmið hljótt
breiðir sinn faðm yfir frjálsa drótt
við bjóðum öllum, öllum góða nótt. n
Rekstrarumsjón ehf. • Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði • S: 571 6770 • www.rekstrarumsjon.com • umsjon@rekstrarumsjon.com
LÁTIÐ OKKUR UM REKSTUR
HÚSFÉLAGSINS
Við sérhæfum okkur í umsjón með rekstri húsfélaga
og bjóðum trausta og faglega þjónustu á góðu verði
Hafðu samband og fáðu tilboð strax í dag!