Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2020, Qupperneq 8
8 UMRÆÐA
Sandkorn
28. febrúar 2020
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru
hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis.
Aðalnúmer: 512 7000
Auglýsingar: 512 7050
Ritstjórn: 512 7010
Útgáfufélag: Frjáls fjölmiðlun ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson
Framkvæmdastjóri: Karl Garðarsson Ritstjóri: Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Prentun: Torg prentfélag Dreifing: Póstdreifing
Suðurlandsbraut 14
2. hæð
FRÉTTASKOT
512 7070
ABENDING@DV.IS
Fortíðarbölið kostar sitt
F
yrir ekki svo löngu skrifaði ég leiðara um
gleymdu börnin. Börn sem alast upp við
óöryggi, ofbeldi og foreldra í vímuefna-
móki. Hvernig við horfum í hina áttina
og skiptum okkur ekki af þessum börnum. Svo
alast þessi börn upp, týnd í þessum heimi, án
grunnlærdóms sem foreldrar í uppeldinu eiga
að veita okkur.
Þessi leiðari vakti nokkur viðbrögð og fékk
ég orðsendingar frá ýmsum af þessum börn-
um sem höfðu fetað misjafnar leiðir í lífinu.
Saga eins barnsins, sem fyrir löngu er orðið
fullorðið, stakk mig.
Það barn nálgast nú miðjan aldur og hefur
þurft að eyða ævinni allri í að berjast við djöfla
fortíðar. Um langa hríð lokaði barnið dyrunum
að því helvíti sem æskan var og vonaði heitt og
innilega að dyrnar yrðu læstar um aldir alda.
Svo fór ekki. Því hefur barnið nú þurft að gera
upp æskuna með ýmiss konar sérfræðingum.
Þetta barn er nú fullorðið og með alls konar
greiningar sem rekja má til áfalla í æsku.
Alvarlegar greiningar og sjúkdóma sem þarfn-
ast meðhöndlunar ævina á enda. Svo alvarlegt
er það að óvíst er hvort þetta barn geti áfram
stundað hefðbundna vinnu. Hugsanlega tek-
ur við langt endurhæfingartímabil með til-
heyrandi vinnutapi og minnkandi tekjum.
Þetta uppgjör þessa barns er síðan langt
því frá að vera ókeypis. Þetta barn er ekki á
flæðiskeri statt en syndir heldur ekki í seðlum.
Ræður við ákveðin útgjöld um hver mánaða-
mót en hins vegar má ekki mikið út af bera til
að endalok mánaðarins verði erfið. Síðustu
mánuði hefur þetta barn eytt mörg hundruð
þúsund krónum í lækniskostnað. Hátt í hálfa
milljón yfir fjögurra mánaða tímabil. Þessir
aurar hafa farið í greiningarferli, sálfræði-
kostnað, geðlæknakostnað og lyf. Þetta barn
hefur leitað þeirra leiða sem mögulegt er til að
fá kostnað endurgreiddan eða lækkaðan, en
það er aðeins brotabrot af heildarmyndinni.
Þetta barn hafði samband við mig, af því
að því fannst það skjóta skökku við að for-
tíðarbölið kostaði framtíðina svona mikið.
Þessi fullorðni einstaklingur átti jú enga sök
á þeim áföllum sem hann þurfti að horfa upp
á sem barn. Þessi manneskja hafði oft borgað
fyrir syndir foreldra sinna, þó ekki með pen-
ingum, í gegnum tíðina. Þurft að líða fyrir það
í fjölskyldunni að vera barn alkóhólista. Alkó-
hólista sem oft sviku loforð eða gerðu hluti
sem særðu fólkið í kringum þá. Skuldin lenti
á barninu, enda foreldrarnir ekki með rænu
til að greiða hana upp. Svo loks þegar tilfinn-
ingalega skuldin er uppgreidd kemur annar
stór og feitur tékki fyrir restinni.
Í minningum þessa barns fengu foreldrar
þess ávallt þá hjálp sem þeir þurftu. Þau fóru
inn og út úr meðferð og fengu ríkan stuðn-
ing í hvert sinn sem þau gerðu sig líkleg til að
þurrka sig upp. Fóru á alls kyns fundi og voru
hvött til að hugsa vel um sig sjálf. Barnið hins
vegar gleymdist. Það fékk engan stuðning,
enga fundi eða meðferð. Það var skilið eftir
einhvers staðar og einhvers staðar og átti síð-
an að vera boðið og búið að taka afsökunar-
beiðnir foreldranna gildar þegar vímuefna-
mókið rann af þeim.
Það er fátt ósanngjarnara en að greiða
skuldir sem maður stofnaði ekki til. Vera
beittur óréttlæti. Þetta er bara ein saga af
mörgum. Raunverulegt dæmi um hvaða áhrif
afskiptaleysi hefur. Hvers konar manneskjur
það elur af sér. Er það svona framtíð sem við
viljum skapa börnum? n
Auglýst eftir ríkisstjórn
Íslands
Á Alþingi í vikunni stigu
nokkrir þingmenn upp í pontu
og auglýstu eftir ríkisstjórn
landsins. „Er hún hætt?“ spurði
Oddný G. Harðardóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar. Tilefni
auglýsingarnar var skortur
á málum frá ríkisstjórninni,
sérstaklega málum sem stjórnin
hafi boðað og fjöldi mála frá
þingmönnum sem séu send
í nefndir að því er virðist til
að daga uppi. Oddný Harðar
nefndi að einnig væru dæmi
um að nefndarformenn felli
frekar niður fundi heldur en að
taka þessi mál fyrir, þótt þau séu
um 2/3 þeirra mála sem fjallað
hafi verið um á þessu þingi.
Líklega er eðilegt að þingmenn
spyrji sig hvar ríkisstjórnin
sé, enda gífurleg sóun á
skattpeningum að eyða tíma í
þras og mas til einskis.
1.852 dagar
Í svari dóms-
mála–ráðherra
við fyrirspurn frá Birni Leví
Gunnarssyni, þingmanni Pírata,
kemur fram að lengsti tími frá
því að beiðni um breytingu á
umgengni barns berst embætti
sýslumannsins á höfuðborgar-
svæðinu þar til máli er lokið
er 1.852 dagar, eða rúmlega
fimm ár. Á fimm árum getur
maður; klárað alla mennta-
skólagönguna og tvö ár af há-
skóla.Fimm ár er hálfur ára-
tugur. Á fimm ára tímabili gæti
manneskja kosið til Alþing-
is tvisvar. Þessi staða hlýtur
að þurfa að vera í forgangi hjá
stjórnvöldum. Mál foreldra eru
bráð og mega vart bíða því tím-
inn eldir manninn og börnin
líka. Eða eiga foreldrar kannski
bara að bíða aðeins lengur eft-
ir að börnin verði fullorðin og
engin þörf á breytingu á um-
gengni?
Spurning vikunnar Hvert er vanmetnasta Eurovision-lagið?
Lífið er lag með Model er klárlega van-
metnasta lagið.
Stefán Jakobsson
Að mínu mati er vanmetnasta Eurovision-
lagið Taken by a stranger sem fór út fyrir
hönd Þýskalands 2011.
Iva Marín Adrichem
Ég held að ég verði að segja lagið Karen
með Bjarna Arasyni, það var í öðru sæti
í undankeppninni árið 1992, sama ár og
ég fæddist. Það er klárlega eitt af mínum
allra uppáhalds íslensku Eurovision-lög-
um og það eldist líka svo vel. Ég elska
allt við þetta lag og fæ gæsahúð í hvert
einasta skipti sem ég hlusta á það.
Ísold Wilberg
Eurovision 2015 – Lettland, Aminata með
lagið Love Injected. Það er mitt „all time
favorite“ og náði langt en er strax gleymt.
Nína Dagbjört Helgadóttir
Þ
að styttist óðum
í úrslitakvöld
Söngvakeppninnar
2020 og fyrir harð-
kjarna Eurovision-aðdá-
endur er nú runninn upp
dásamlegasti tími ársins.
Næstu mánuði skýrist
hvaða lög og flytjend-
ur verða fulltrúar sinna
landa í sjálfri Eurovision-
-keppninni í Rottedam og
stendur þessi veisla yfir
allt fram yfir miðjan maí.
Flestir eiga sín uppáhalds
Eurovision-lög, en blaða-
manni lék þó forvitni á að
vita hvað keppendur í úr-
slitunum hér heima, telja
vanmetnasta Eurovison-
lagið.
MYND: EYÞÓR ÁRNASON
Allt í rusli Brátt verður bikar þolin-
mæðinnar líka barmafullur – má ætla.
Leiðari
Lilja Katrín Gunnarsdóttir
lilja@dv.is