Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2020, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2020, Qupperneq 10
10 28. febrúar 2020FRÉTTIR OnePortal er vefgátt sem gerir fyrirtækjum og sveitar- félögum kleift að veita íbúum þjónustu allan sólahringinn, allt árið um kring. Rafrænir innri ferlar eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa eða viðskiptavini, þar sem þeir Gæða- stjórnun á stóran þátt í góðum árangri fyrirtækja. OneQuality er lausn sem OneSystems bjóða heildarlausn í skjalamálum fyrirtækja og sveitarfélaga og þjónustu við viðskiptavini og íbúa þeirra Hagkvæmar lausnir með áherslu á rekjanleika, auðveldan aðgang og gagnsæi. OneRecords er öug lausn sem auðveldar fyrirtækjum og sveitarfélögum halda utan um mál sem eru í gangi á hverjum tíma. Stjórnendur hafa yrsýn yr gang mála innan fyrirtækisins og notendur geta á einfaldan máta sótt lista yr þau mál sem þeir bera ábyrgð á. Vilt þú koma skjalamálunum í lag? VELJUM ÍSLENST - VELJUM ÍS LE NS KT -V EL JUM ÍSLENSKT - Records Mála- og skjalakerfi Self-Service www.one.is OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is www.one.is . one@one.is sími: 660 8551 . fax: 588 1057 UNGLINGAR SEM FREMJA ALVARLEGA GLÆPI n Hópárás á 14 ára pilt í Kópavogi hefur vakið mikinn óhug Takmörkuð úrræði í boði fyrir unglinga sem fremja alvarleg ofbeldisbrot F jórtán ára piltur í Kópa­ vogi varð fyrir fólskulegri líkamsárás af hálfu ung­ lingspilta á aldrinum 15 til 17 ára fyrr í þessum mánuði. Myndskeið af atvikinu sýnir pilt­ ana ráðast á fórnarlambið með höggum og spörkum. Fram hef­ ur komið í fjölmiðlum að fórn­ arlambið sé af erlendum upp­ runa og telur telur faðir hans ekki útilokað að ástæða árásarinnar sé útlendingaandúð. Myndskeið af árásinni hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum undanfarið og vakið mikinn óhug. Einn af þeim ráðamönnum sem hafa tjáð sig um málið er Sig­ urbjörg Erla Egilsdóttir, bæjar­ fulltrúi Pírata í Kópavogi, en hún gerði árásina að umræðuefni á fundi bæjarstjórnar í Kópavogi á dögunum og kallaði eftir við­ brögðum bæjaryfirvalda. Sagðist hún hafa sent erindi til bæjarráðs með tillögu þess efnis að Kópa­ vogsbær hefji átak gegn einelti og ofbeldi meðal ungmenna. Þá sagðist hún vilja kalla til fulltrúa frá lögreglunni til þess að ræða verklag þeirra þegar upp koma mál sem varða ofbeldi og mis­ munun meðal ungmenna. Meðferðarúrræði fyrir af­ brotaunglinga eru af skorn­ um skammti hérlendis. Barn er einstaklingur undir átján ára aldri, bæði samkvæmt íslenskum lögum og barnasáttmála Sam­ einuðu þjóðanna. Sakhæfisaldur á Íslandi er 15 ár og lúta börn á aldrinum 15 til 18 ára sömu lög­ um og fullorðnir sakborningar. Ýmis ákvæði í lögum kveða þó á um sérstaka meðferð í þeim mál­ um þar sem um unga sakborn­ inga er að ræða, en flest af þeim ungmennum sem hafa verið dæmd fyrir alvarlega glæpi á Ís­ landi hafa hlotið skilorðsbundinn fangelsisdóm. Í mörgum tilfellum hafa ungmenni verið send á með­ ferðarheimili. Lítið er þó um eftir­ fylgni og stuðning í kjölfarið. Seinustu áratugi hafa komið upp nokkur alvarleg hópárásar­ mál hér á landi þar sem gerend­ urnir og fórnarlömb eru ung­ menni undir 18 ára aldri. Dæmi eru um að fórnarlömb sitji upp með varanlegan skaða og jafnvel örkuml. „Kom um, þetta er nóg“ Árið 2016 átti sér stað hættuleg og alvarleg líkamsárás á bílapl­ ani Langholtsskóla í Reykjavík. Fórnarlambið var unglingsstúlka, nemandi í Austurbæjarskóla, en hún hafði lengi mátt þola mikið einelti. Gerendurnir voru þrjár aðrar unglingsstúlkur en sú fjórða tók árásina upp á myndband sem síðar fór í umferð á samfélags­ miðlum. Árás in var með þeim hætti að stúlk an fékk skila boð þar sem hún var spurð hvar hún væri stödd. Stuttu síðar mættu stúlk­ urnar fjórar og réðust á hana. Á myndskeiðinu má sjá stúlk­ urnar lemja og niðurlægja fórnar­ lambið með hrottalegum hætti á meðan það liggur á gangstéttinni. Undir lokin heyr ist ein úr hópn­ um segja: „Kom um, þetta er nóg.“ Málið var kært til lögreglu en aðeins einn af gerendunum hafði náð sakhæfisaldri. Annar gerandinn svipti sig lífi Eitt alvarlegasta tilfellið átti sér stað í október 1993. Þá varð 15 ára gömul stúlka, Guðrún Jóna Jóns­ dóttir, fyrir hrottalegri líkamsárás af hálfu þriggja stúlkna í mið­ borg Reykjavíkur. Stúlkurnar sátu fyrir Guðrúnu, réðust á hana með höggum og barsmíðum og mis­ þyrmdu henni hrottalega. Guð­ rún og móðir hennar ræddu við DV í nóvember 2002 og þar sagði meðal annars: Guðrún man allt sem gerðist þegar fólskuverkið var framið. Þær vinkonurnar voru að koma úr afmæli og ákváðu að kíkja aðeins í bæinn. Þar gerðist það. Bláókunnugar stelpur réðust á hana og héldu henni niðri á hár- inu meðan þær spörkuðu i höfuð hennar. „Ég v r ofboðslega hrædd og hrópaði í sífellu: „Hættið þið. Eruð þið óðar?“ En það var eins og þær væru ekki mennskar.“ Guðrún Jóna lá meðvitundar­ laus í öndunarvél í meira en mánuð eftir árásina. Þegar hún vaknaði kom í ljós að hún hafði hlotið varanlegan heilaskaða. Hún hefur verið bundin við hjóla­ stól síðan og er með afar takmark­ aða málgetu. Lögregla taldi ekki sannað að þrjár stúlkur hefðu tekið þátt í árásinni á Guðrúnu, heldur tvær. Þær voru 14 og 16 ára á þess­ um tíma. Báðar voru þær farnar að neyta áfengis og fíkniefna. Sú yngri var ekki ákærð, enda undir sakhæfisaldri, en var hins vegar send á upptökuheimili. Henni tókst síðar meir að koma lífi sínu á rétta braut. „Ég græt mig enn í svefn yfir því sem ég gerði. Ég hef þurft að lifa með þessu – og það hefur ekki verið auðvelt. Ég mun aldrei hætta að refsa mér fyrir þetta,“ sagði hún í samtali við Fréttatím­ ann árið 2012. Eldri stúlkan hlaut þriggja ára fangelsisdóm. Hún sat hins vegar aðeins inni í rúmt ár. Dómari við Hæstarétt skilaði sératkvæð og vildi skilorðsbinda dóm yfir stúl­ kunni. Tók hann fram að stúlk­ an hefði löngum búið við erfið­ ar heimilisaðstæður og „þurfi að horfast í augu við þá þungbæru staðreynd að hafa lagt framtíð 15 ára stúlku svo að segja í rúst í einu vetfangi.“ Sami dómari taldi það geta reynst henni skaðlegt og torveldað henni að takast á við vanda sinn í framtíðinni að sitja í fangelsi. Stúlkan sökk djúpt í neyslu áfengis og fíkniefna eftir að hún losnaði úr fangelsi. Hún svipti sig lífi árið 2012. Hótað lífláti ef hún kjaftaði frá Árið 2009 kom upp annað hópárásarmál þar sem fórn­ arlambið var fimmtán ára stúlka. Gerendurnir voru sjö stúlkur á aldrinum 16 til 17 ára. Aðdrag­ andi árásarinnar var sá að ein af stúlkunum taldi sig eiga óupp­ gerðar sakir við fórnarlambið og fékk það inn í bíl til að ræða mál­ in. Við Suðurver settust sex aðr­ ar stúlkur inn í bílinn og í fram­ haldinu var bílnum ekið upp í Heiðmörk en annar bíll ók á eftir þar sem unglingspiltur var und­ ir stýri. Í Heiðmörk var stúlkan dregin út og ráðist á hana. Þrjár úr hópnum gengu hvað harðast Grein um árásina á Guðrúnu Jónu birtist í DV árið 2002. Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.