Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2020, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2020, Blaðsíða 20
Veislur framundan 28. febrúar 2020KYNNINGARBLAÐ LUX VEITINGAR: Svo miklu meira en bara veisluþjónusta! Veislu og veitingaþjónustan Lux veitingar var stofnuð af þeim Hinriki Lárussyni og Viktori Erni árið 2018. Lux veisluþjónusta sérhæfir sig í fyrsta flokks veitingum og veisluhaldi fyrir hin ýmsu mannamót svo sem brúðkaup, einkaveislur, árshátíðir, fermingar, útskriftir og margt fleira. „Góð veisluþjónusta þarf að gera ýmislegt fleira en að framreiða góðan mat og okkar aðalsmerki eru lúxus, gæði og góð þjónusta. Við hjá Lux veitingum erum þekktir fyrir að stíga út fyrir kassann til þess að uppfylla nær alla villtustu drauma viðskiptavina okkar. Þú getur treyst því að við hugsum fyrir hverju einasta smáatriði. Saman getum við töfrað fram draumaveisluna þína, því hver veisla er einstök og sérsniðin að hverjum viðskiptavini fyrir sig,“ segir Viktor. Hjá Lux Veitingum starfar úrvalslið kokka og matreiðslumeistara og þess má geta að tveir meðlimir í kokkalandsliðinu starfa hjá veitingaþjónustunni. Það eru þeir Ísak Aron Jóhannsson og Ísak Darri Þorsteinsson. Ekkert er ómögulegt! Senn rennur tími ferminga og útskrifta í garð. Sama hvert tilefnið er þá vitum við að þín veisla á skilið það besta. Á vefsíðu Lux veitinga er hægt að panta ýmist tilbúnar veislur, samsetta matseðla eða velja saman ýmsa smárétti. Þá eru meðal annars tilbúnir fermingarmatseðlar sem og fyrir útskriftir. Einnig er tekið á móti séróskum í síma 852-6757 eða í tölvupósti veitingar@luxveitingar.is. „Við eldum matinn á staðnum sem tryggir ferskleika matarins. Þá getum við sett upp fullbúið eldhús hvar sem er og reitt fram ógleymanlega veislu, sama hvort þemað er látlaus steikarveisla í óbyggðum eða smáréttahlaðborð í borðstofunni þinni – ekkert er ómögulegt!“ Sælkerabúðin Sælkeraverslun á vegum Lux Veitinga verður opnuð í lok apríl næstkomandi. „Verslunin mun bera nafnið Sælkerabúðin og er ætlunin að selja þar ýmiss konar „gúrmei“ sælkeravörur. Á staðnum verður kjötborð þar sem hægt verður að velja ýmislegt gómsætt í matinn. Þá munum við leggja áherslu á gott úrval af girnilegu meðlæti. Ýmislegt ljúffengt verður á boðstólum eins og grillað brokkolini, saltbökuð seljurót og fleira. Einnig munum við bjóða upp á úrval osta sem og ýmislegt annað góðgæti.“ Sælkerapakkar fyrir matarboðið Sælkerabúðin mun bjóða upp á spennandi nýjung þar sem hægt verður að panta sérstaka sælkerapakka. „Viðskiptavinurinn pantar þá hjá okkur matarpakka með öllu sem þarf til þess að halda dýrindis matarboð fyrir fyrirfram ákveðinn fjölda gesta. Hægt verður að fá matarpakka t.d. fyrir tvo í rómantískan kvöldverð eða fleiri ef um er að ræða matarveislu.“ Við hvetjum alla til að fara inn á saelkerabudin.is og skrá sig á póstlistann hjá okkur til þess að fá 2.000 kr. inneign á fyrstu pöntuninni á sælkerapakka frá Lux Veitingum. Spennandi námskeið á vegum Lux Inn af Sælkerabúðinni verður svo fullbúið heimiliseldhús með nýlegum eldhústækjum. „Þar er ætlunin að halda ýmis skemmtileg og fræðandi matreiðslunámskeið fyrir allt að 10–12 manna hópa. Þetta er t.d. stórsniðugt fyrir fyrirtæki til að halda starfsdaga eða samhristinga. Ef fólk hefur áhuga á að panta námskeið eða sælkerapakka hjá okkur er um að gera að fylgjast með Lux Veitingum á Facebook. Þar munum við auglýsa nánar hvers kyns námskeið verða í boði.“ Lux Veitingar, Bitruhálsi 2, 110 Reykjavík. Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðunni luxveitingar.is eða á Facebook-síðunni: Lux Veitingar Sími: 852-6757 Tölvupóstur: viktor@luxveitingar.is Instagram: @luxveitingar Viktor til vinstri og Hinrik til hægri.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.