Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2020, Page 38

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2020, Page 38
38 28. febrúar 2020STJÖRNUSPÁ stjörnurnar Spáð í Naut - 20. apríl–20. maí Fiskur - 19. febrúar–20. mars Vatnsberi - 20. janúar–18. febrúar Steingeit - 22. desember–19. janúar Bogmaður - 22. nóvember–21. desember Sporðdreki - 23. október–21. nóvember Vog - 23. sept.–22. október Meyja - 23. ágúst–22 .sept. Ljón - 23. júlí–22. ágúst Krabbi - 22. júní–22. júlí Tvíburi - 21. maí–21. júní Stjörnuspá vikunnar Gildir 1.–7. mars Þú hefur borið með þér mikla gremju og eftirsjá undanfarnar vikur og gerir þér loksins fyllilega grein fyrir því. Þú tekur sjálfa/n þig í gegn og ferð vel yfir farinn veg. Það mun gera þér mjög gott. En mundu, þú þarft líka að skoða það sem býr undir yfirborðinu og horfast í augu við sjálfa/n þig. Félagslífið er aðalmálið hjá þér þessa dagana. Þú ert nýbúin/n að vera í svaka- legum gleðskap og annar á döfinni, jafn- vel nokkrir. Einn af þessum viðburðum tengist vinnunni en í þessum gleðskap áttu eftir að kynnast hóp af fólki í tækni- geiranum sem mun opna augu þín fyrir ýmsum möguleikum. Það hefur mikið verið að gerjast í höfðinu á þér og fátt af því gott. Þú verður að skilja við það neikvæða og taka á móti því jákvæða. Hefja nýjan kafla. Nýi kaflinn, hvenær sem þú opnar hann, mun fela í sér mikla sköpun og jafnvel að þú skiptir um starfsvettvang. Þú veist ekki alveg hvernig þú átt að haga þér þessa dagana og ert í ákveðinni tilvistarkreppu. Ekki hafa áhyggjur – það kemur fyrir alla að efast um eigin tilvist og sinn stað í veröldinni. Það gerir þig stressaða/n að hugsa um framtíðina en þú þarft að gera það. Þú þarft að spyrja hvað þú viljir gera í framhaldinu. Þú þarft ekki að burðast með allar heimsins byrðar á herðum þínum og leysa öll vandamálin þín ein. Leitaðu til vina þinna með stórt vandamál sem hefur valdið þér miklu hugarangri en lausnin á því mun breyta lífi þínu til frambúðar. Leyfðu þér að gráta á öxlum vina þinna og hlustaðu á þá. Alls konar sambönd eru í brennidepli núna hjá meyjunni. Varðandi sum þeirra þá veltir þú fyrir þér hvort ákveðnir aðilar séu góðir fyrir þig og bæti líf þitt. Varð- andi aðrar manneskjur í lífi þínu þarft þú kannski að gefa þér meiri tíma til að yrkja þau sambönd sem veita þér mikla lífsfyllingu. Þú elskar rútínu en þér finnst erfiðara þessa dagana að halda þig við hana. Það veldur þér smá kvíða en ekki gera úlfalda úr mýflugu. Einbeittu þér að því að halda þessum rútínum og settu allan þinn fókus á það. Áður en þú veist af verður þú komin/n í sama farið, full/ur af gleði. Þig vantar innblástur og finnur hann ekki neins staðar. Hins vegar er skemmtileg ferð í vændum sem mun gefa þér ofboðs- lega góða innspýtingu í lífið og tilveruna. Þú verður samt að vera þolinmóð/ur varðandi þessa ferð því hún er ekki beint á næsta leiti. En hún er biðarinnar virði. Fjölskyldan og þinn innri hringur er aðalmálið einmitt núna. Ef það hefur verið einhver misskilningur eða átök innan fjölskyldunnar þá leggur þú mikið á þig að laga það og bregða þér í hlutverk sáttasemjara. Þetta verður góð vika fyrir bogmenn, vika sem þú munt muna að eilífu. Eitthvað hefur gerst innan fjölskyldu þinnar sem veldur þér miklum ama. Þú gerir þitt besta til að greiða úr þessum vanda, sem virðist á yfirborðinu vera einfaldur úrlausnar, jafnvel hlægilegur, en allt kemur fyrir ekki. Þú þarft að taka smá fjarlægð frá vandamálinu og hugsa um þig sjálfa/n í smá stund. Þú verður að passa fjárhaginn elsku vatnsberinn minn. Þú hefur verið að eyða umfram efni og ert búin/n að missa sjónar á bókhaldinu. Þér finnst þú þurfa að eyða peningum í ýmsa hluti en er það virkilega svo? Svaraðu nú þessari spurn- ingu af hreinskilni. Þú ert ekki mikill blaðrari heldur frekar þögull hugsuður. Sá eiginleiki mun koma sér vel í vikunni þar sem manneskja verður á vegi þínum sem kann að meta þennan eiginleika í þínu fari. Þessi mann- eskja mun ná að virkja þig til góðra verka í framtíðinni og er þetta upphaf að góðu og gjöfulu samstarfi. Hrútur - 21. mars–19. apríl Afmælisbörn vikunnar n 1. mars Árni Johnsen stjórnmálamaður, 76 ára n 2. mars Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari, 33 ára n 3. mars Ólafur Darri Ólafsson leikari, 47 ára n 4. mars Otto Tynes þúsundþjalasmiður, 50 ára n 5. mars Gunnar Örn Tynes tónlistarmaður, 41 árs n 6. mars Bára Magnúsdóttir dansari, 73 ára n 7. mars Hlín Einarsdóttir fjölmiðlakona, 43 ára Lesið í tarot Gylfa 26 ára aldursmunur – Svona eiga þau saman E yþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni og myndlistarkonan Ástríður Jósefína Ólafsdóttir eru byrjuð að stinga saman nefj­ um. Þá sannast hið fornkveðna, að ástin spyr ekki um aldur, því hátt í þrír áratugir skilja þau Ey­ þór og Ástríði að. DV ákvað að lesa í stjörnumerkin og athuga hvernig þessi tvö eiga saman. Ástríður er krabbi en Eyþór er bogmaður og því eru þau mjög ólík þar sem krabbi er vatnsmerki en bogmaðurinn eldmerki. Ef að Ástríður og Eyþór vilja virkilega að þetta samband gangi þá verða þau að vera þolinmóð og gefa sambandinu rými til að þróast. Í fyrstu virðist bogmaðurinn aðeins vera að leita sér að smá stuði en krabbinn þarfnast tilfinningalegs öryggis. Í byrjun sambandsins mun krabbinn hugs­ anlega vilja meiri bindingu en bogmaðurinn. Bog­ maðurinn hræðist það en lærir með tímanum að meta þann tilfinningalega stuðning sem krabbinn veitir. Krabbinn og bogmaðurinn hafa mismunandi sýn á lífið. Sundum getur verið erfitt fyrir bogmann­ inn að læra á hinn tilfinningasama krabba og krabb­ inn á oft á tíðum í vanda með að skilja óróann innra með bogmanninum. Þau hafa hins vegar mikið að færa hvort öðru þar sem krabbinn getur gefið bogmanninum ró og frið og bogmaðurinn getur opnað augu krabbans fyrir lystisemdum lífs­ ins. n Eyþór Fæddur: 24. nóvember 1964 Bogmaður n örlátur n hugsjónamaður n húmoristi n óheflaður n óþolinmóður n ósamvinnuþýður Ástríður Jósefína Fædd: 17. júlí 1990 Krabbi n þrjósk n hugmyndarík n traust n tilfinningarík n svartsýn n óörugg M ikið hefur verið skrafað um slæma stöðu knattspyrnukappans Gylfa Þórs Sigurðs­ sonar hjá Everton og jafnvel velt upp að hann verði seldur í sumar. DV ákvað því að lesa í tarotspil Gylfa og athuga hvað framtíðin ber í skauti sér. Lesendum er bent á að þeir geta sjálfir dregið tarot á vef DV. Ekkert vonleysi, takk Fyrsta spilið sem kemur upp er Tunglið. Gylfi hefur það á til­ finningunni að hann ráði ekki við það erfiði sem framund­ an er og einkennist tilf­ inningalíf hans af ringul­ reið, jafnvel einmanaleika og ístöðuleysi. Gylfi ræður hins vegar við hvaða hindr­ un sem er og þarf að rífa sig upp úr vonleysinu og tak­ ast á við framtíðina – ekki láta bölmóð villa sér sýn. Hann þarf að horfa betur í kringum sig og læra að meta það sem hann hefur því framtíðin er afar björt. Jafnvægi í fjölskyldu Næst er það 6 mynt. Gylfi hefur þénað vel í atvinnu­ mennsku en er langt frá því að vera nískur. Hann er örlátur á auðæfi sín og deilir eigin velgengni með sínum nánustu. Þegar kemur að fjölskyldunni ríkir mikið jafnvægi í lífi Gylfa og hann er ávallt hreinskil­ inn í samskiptum sínum. Innan skamms hlotnast honum aukinn sálarfriður og hagur hans vænkast enn frekar. Kjarkur og ástríða Loks er það 7 stafir. Gylfi er afar áræðinn og metnaðarfullur. Hann býr yfir kjarki og ástríðu sem gæti nánast flutt fjöll og dást margir að hæfileikum hans til að takast á við erfiðleika. Það virðist rétt sem spek­ ingarnir segja – Gylfi er á leið frá Everton en verður boðaður í viðtal hjá öðru liði sem er stærra. Þar mun hann ná að nýta alla sína kosti til fram­ fara og skína enn skærar. n Skín skærar hjá stærra liði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.