Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1943, Blaðsíða 7

Íþróttablaðið - 01.02.1943, Blaðsíða 7
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ 3 Skíðaíþrótíin NOKKRAR LEIÐBEININGAR FYRIR BYRJENDUR eftlr Stelntiór Signrðsson 1. æfing. Beint rennsli niður brekku. Yeldu æfingabrekku, sem ekki ei mjög brött og þar sem slétta er neðan við brekkuna. Æfðu þig í þvi að renna beint niður breklc- una. Myndin sýnir bvernig þú átt að standa: Bogin hné og mjaðm- ir. Þú mátt ekki sitja á hækjum, heldur hallazt fram á við, þannig að þú standir jafnt í allan fótinn. Hnén eiga að koma svo langt fram, að maður sjái ekki sínar eigin tær. Skíðin eiga að vera nálægt hvort öðru, — uni ein vaxa og hefja samvinnu við fjallafélög annara þjóða. Af eig- in reynd get ég fullyrt, að í þeim hópi er gott að vera. 1938 sótti ég mót evrópiskra og amerískra f jallamanna í svissnesku Ölpunum. Aldrei hefi ég séð samankomið á einum stað jafn fagurt og frjáls- legt fólk og þar. Þá var jafnframt talað um að liafa mót fjalla- manna á íslandi 1943, skugga- myndir og fyrirlestrar lcennara 1. námskeiðs vor, Dr. R. Leutelt’s hjálpuðu mjög til að þátttakend- ur víðsvegar úr heiminum vildu sækja það mót. Við vonum, að öldur ófriðarins lægi, og við getum aflur tekið upp luð friðsæla menningarstarf — að íslenzkir jöklar og vort sérkennilega hálendi verði leik- vangur alþjóða æsku. En fyrst verðum við sjálf að nema þau lönd. Yið munum taka vel á móti íþróttafólki því, er heimsækir oss, og það mun verða tekið vel á móti okkur af gestvinum vorum. skíðabreidd á milli þeirra, og' annað skíðið er venjulega látið vera örlítið, um hálfri fótlengd á undan hinu. Bezt er að tveir eða fleiri séu saman að æfa sig, og eegi hvor öðrum til, hvort staðan er eins og myndin sýnir. Gættu þess að spenna enga vöðva að ó- þörfu, heldur stattu mjúkur og óþvingaður á skíðunum. Þér hættir án efa til þess að detta aft- ur á bak. Þú fylgist ekki með skíðunum, heldur verður eftir, þegar skíðin renna áfram. Reyndu að liafa liug á að vera sem fljót- astur niður. Kepptu við félaga þinn. Hafðu hugfast að reyna að komast sem fyrst niður brekk- una; þú getur ekki dregið úr hraðanum með því að halla þér aftur á bak. Ýttu þér áfram með stöfunum, ef kjarkurinn ætlar að bila. Ef þessi ráð duga ekki, hef- ur þú valið of bratta eða háa æfingabrekku. Farðu þá i minni brekku. Gerðu eftirfarandi æfingar á skíðunum til þess að mýkja þig: a) Beygðu lmén og réttu úr þér til skiptis. Aldrei má þó rétta hnén alveg. b) Renndu skíðunum til skiptis hvoru fram fyrir annað eins og þú værir að ganga niður brekkuna. c) Lyftu skíðunum upp til skiptis. d) Notaðu skíðin eins og þau væru skautar. Brekkan verður að vera mjög lítil, en helzt nokk- uð löng. Reyndu að spyrna vel frá og auka þannig hrað- ann. Þessi æfing eykur mjög jafnvægið. e) Veldu smáhólótta brekku, þar sem hryggir eru og lautir, með nokkurra skíðalengda milli- bili.Reyndu að renna þér nið- ur þessa brekku. Erfitt er að standa ef þú ert stífur. Þegar þú ferð yfir hrygg, eiga hnén að vera mikið bogin. Þú átt að láta hrygginn lyfta fótunum upp, en ekki öllum likaman- um. Þegar þú ferð niður í laut, áttu að rétta meira úr hnjánum. Fæturnir eiga að fara með skíðunum niður í lautina, en búkurinn á ekki að fylgja eftir nema að litlu leyti. Gættu þess að raska sem minnst réttri stöðu á skiðun- um, meðan þú gerir æfingar þessar, eða yfirleitt þegar þú rennir þér í brekkum. Reyndu síðan að renna þér niður nokkuð brattari brekku.

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.