Íþróttablaðið - 01.02.1943, Side 12
8
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
ÍPRÓTTIR OG
FRÆÐSIA
Veistu ?
1. Hvað þýðir orðið glíma?
2. Hvert er bezta afrek í frjálsum iþróttum hér á lundi
samkv. alþjóða afrekstöflum?
3. Þrjár 5 manna sveitir taka þátt í sveitahlaupi. Hlaup-
arar hverrar sveitar koma að marki í þeirri röð, sem
hér segir:
A-sveit: 1, 5, (i, 12 og 14
B-sveit: 2, 4, 8, 11 og 18
C-sveit: 3, 7, 9, 10 og 15
Hver sveitanna 'vinnur?
4. Hver sýndi hér á landi fyrstur skriðsund?
5. Hvenær var fyrsta íslandsmótið í knattspyrnu háð?
.(>. Hver tók saman fyrstu kennslubókina í íþróttum á ís-
lenzku?
7. Hvað hét fyrsti leikfimikennarinn við isl. skóla?
8. Á hve mörgum Olympíuleikum tiafa íslendingar kom-
ið fram?
9. Hvaða félag er Norðurlandsmeistarar i handknatt-
leik kvenna?
10. Hverjir eru í ár umferðakennarar Í.S.Í.?
Upphaf skautaíþróttarinnar.
í „Viðari“, arsriti ísl. héraðsskóla V.—VI. ár er grein eftir
Þori Þorgeirsson íþróttakennara á Laugarvatni, er hann
nefnir: Þátt um vetraríþróttir. Eftirfarandi kafli inn sögu
skautaíþróttarinnar er tekinn úr nefndri grein:
„I fornöld þekktu menn raunar ekki skauta. En snemma
fóru Norðurlandabúar að iðka þá íþrótt að renna sér á
dýrsleggjum, sem þeir bundu undir fætur sina. Völdu menn
helzt afturfótaleggi af hestum, nautum eða lijörtum. Voru
þeir klofnir að endilöngu og lagaðir sem bezt, gerðir
beinir svo að þeir yrðu sem hálastir og rennilegastir.
Oftast voru tvö göt boruð gegnum legginn og þvengir
dregnir í, svo að binda mátti þá við fótinn bæði að aftan
og framan. Til þess að auka liraða sinn höfðu menn brodd-
staf sér til hjálpar. Skriðfæri þessi tíðkuðust um öll Norð-
urlönd, þar til snemma á öldinni sem leið, og hér á ís-
landi jafnvel langt fram yfir miðbik aldarinnar og í sum-
um byggðarlögum lengur. Það er alveg óvíst hvenær
v skautar úr járni eða stáli koma.
Hér á Islandi gætir þeirra lítið, fyrr en eftir aldamótin
1800. En þeirra er getið i Svijjjóð um miðbik 16. aldar, af
Olausi Magnúsi. En hann þekkir ]>á ekki nema af afspurn
annarra þjóða. Hann álítur hjartarleggi og nautsleggi
heppilegri vegna eðlishálku sinnar, og megi auka hana
jneð því að bera á þá feiti. Svíar notuðu mikið þessa ís-
leggi sér til skemmtunar og hressingar i vetrarstillum. —
Unglingarnir þustu út á ísana og sýndu hverir öðrunt
íþróttir sínar og kepptu. Þeim, sem beztir voru, var heitið
verðlaunum, oft silfurpeningum eða einhverju þess háttar.
Þessara ísleggja er getið í Englandi á 12. öld og er sagt,
að ungir menn iðki þessa íþrótt og nái þeir feikna hraða,
svo að þeim rnegi líkja við fuglinn fljúgandi. Það var álitið,
og við álítum það enn, að nauðsynlegt sé að vera mjúkur í
öllum hreyfingum, til þess að fara fagurlega á ísleggjum
eða skautum. T. d. er það haft eftir Eysteini konungi, þeg-
ar hann var að tala við Sigurð Jórsalafara bróður sinn, þá
er þeir vöktu máls á æskuíþróttum sínum, að hann kunni
svo vel á ísleggjum, að engin mátti við liann keppa. ,,En
þú kunnir það ekki heldur en naut“. Af orðum konung's má
ráða, að hann hefir lagt mikið upp úr mýktinni. Það er
mjög þýðingarmikið, að menn séu í þessari íþrótt sem öðr-
um,liðugir, mjúkir, áræðnir og þolinmóðir, eigi að nást
árangur.
Það má sjá það á sögunni, að þessi íþrótt hefur verið
mjög vinsæl og í hávegum liöfð. Er það eflaust þvi að
þakka, að þetta var íþrótt, sem margt hafði til síns ágætis.
Má þar til nefna, að hún var æfinlega háð undir beru lofti,
i heiðríkju og stillum. Svo geta flestir tekið ]>átt í henni
bæði ungir og fullorðnir, lyft sér upp, teygað að sér heil-
næint loft o. s. frv. Svo má ekki gleyma því, hversu geysi-
lega mikla þýðingu það hefur haft fyrir unglingana að
geta stundað slíka iþrótt. Hún hefur gert þá glaðari, hress-
ari og stæltari“.
Skíðavísur.
Undir léttum öndrum
álfaborgír skjálfa.
Rakkir njóta rekkar
rennidrifs um enni;
fjalla feta sillur
fótum svifaskjótum;
fljúga af hengiflugi
fram og brekkur þramma.
Fara um efstu frera
fljóð með vanga rjóða.
(Skíðadísin Skaði
skreið svo forðum heiðar).
Duna dvergasteinar.
Drósir frelsi hrósa.
Muna firrir meinum
mjöll á reginfjöllum
Pétur Benteinsson
Siðfágaður maður
Er ekki hávaðamaður.
Ekki orðljótur.
Skellir ekki hurðum, en lætur þær aftur.
Blístrar ekki í húsum inni eða á götum úti.
Sýgur ekki upp í nefið, en notar klútinn.
Snýtir sér ekki í lófa sina, borar ekki fingrunum upp
í nefið.
Hrækir ekki á gólf eða ganga, og ekki heldur á gang-
stéttir.
Hann gengur hægt og varleg'a um hús, þá aðrir sofa.
Hann reykir ekki við matborð eða annarsstaðar þar,
sem það kann að valda mönnum óþæginda, nema
að biðja fyrst um leyfi.
Hann minnist þess, að öl og vín getur stundum breytt
mönnum i svin.
Hann temur sér prúðmannlega framkomu hvar sem
er, og' forðast jafnan að gera nokkuð það, er sært
getur aðra, eða verið til óþæginda.