Íþróttablaðið - 01.02.1943, Blaðsíða 14
10
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ
Ólafur K. Þorvarðsson
forstjóri Sundhallar Reykjavikur
3. Sigurður Bachmann Á. á 1 mín.
38,5 sek.
Þetta er í fyrsta sinn sem Einar
keppir í bringusundi og sýndi hann
þar meS að þar er gott bringusunds-
mannsefni á feröinni.
500 m. bringusund, karla.
1. GuSm. Jónsson Æ. á 8. m. 00,8 sek.
2. Pétur Eiríkss. K.R. á 8. m. 47,6 sek.
50 m. skriðsund, karla.
1. Stefán Jónsson Á. á 28,6 sek.
í úrslitasundi 28,3 sek.
2. Edvard Færseth Æ. á 28,6 sek.
í úrslitasundi 28,4 sek.
3. Óskar Jensen Á. á 29,6 sek.
í þessu sundi varð mjög hörð
keppni og' góður árangur, enda var
þetta aðalsund mótsins.
50 m. bringusund, stúlkur innan 16 ára.
t. Unnur Ágústsdóttir K.R. á 44,8 sek.
2. Halldóra Einarsdóttir Æ. á 47,3 sek.
3. Svava Jónsdóttir Æ. á 48,8 sek.
Undanfarin ár hafa svo að segja
öll kvennsund fallið niður vegna ó-
nógrar þátttöku. Þátttaka og árangur
þessara stúlkna er vonandi upphaf að
vaxandi þátttöku kvenna í þessari
fögru og hollu íþrótt.
100 m. baksund, karla.
1. Guðmundur Þórarinsson Á. á 1 m.
28,3 sek.
2. Pétur Jónsson K.R. á 1. m. 28,7 sek.
3. Guðmundur Ingólfsson Í.R. á 1 m.
29,1 sek.
Guðm. Ingólfsson er yngstur kepp-
enda, hefur góðan sundstíl og getur,
ef hann æfir vel, orðið ágætur bak-
sundsmaður.
50 m. skriðsund, drengir innan 16 ára.
1. Halldór Bachmann Æ. á 31,4 sek.
2. Ari Guðmundsson Æ. á 32,5 sek.
3. Einar Sigurvinsson KR. 33,4 sek.
Þessir piltar eru allir efnilegir og
eiga væntanlega eftir að verða sund-
meistarar á þessari og lengri vega-
lengdum.
4x50 m. boðsund (bringusund).
1. Sveit K.R. á 2 m. 29,6 sek.
2. Sveit Æ. á 2 m. 30,2 sek.
Sveit frá Ármann keppti einnig og
varð fyrst á tíma 2 m. 28,2 sek., en
sund hennar var dæmt ógilt, vegna
þess að einn sundmannana stal við-
bragði.
Eins og að venju fór sundið vel
fram.sundfólkið sýndi yfirleitt góðan
sundstíl og náði góðum árangri, sér
og kennurum sínum til sóma og á-
nægju.
Þami 10. des. s.l. lést einn af
ágætustu forvígismönnum íþrólta-
mála vorra, þótt ungnr væri, en
það var Ólafur Kalstað Þorvarð-
^rson, forstjóri Sundliállar
Reykjavikur.
Ólafur er fæddur í Reykjavík
15. jan. 1911 og ólst hann upp
hjá foreldrum sinum, Gróu
Bjarnadóttur og Þorvarði Þor-
varðarsyni prentsmiðjustjóra.
Arið 1934 var Ólafur kjörinn
til þess af Reykj avíkurbæ, að
veita liinni, þá nýstofnuðu Sund-
höll, forstöðu. Tókst hann það
starf á hendur eftir að hafa siglt
til Þýskalands og Danmerkur og
kynnt sér þar sundhallarrekstur
með fullkomnu nýtízku sniði.
Það var mikið verk og vanda-
samt fyrir rúmlega tvítugan
mann, að færast jafn viðamikið
og ábyrgðarmikið starf í fang, sem
forstöðu hinnar fyrstu íslensku
Sundhallar. En Ólafi tókst það
með þvílíkri prýði, að vart varð
betur á kosið og sýndi það hvort-
tveggja í senn, að maðurinn
hafði ekki aðeins brennandi á-
huga á starfi sínu, lieldur bar
hann og ágætt skyn á öll þau
margháttuðu vandamál, er að
höndum bar.
Það segir sig sjálft, að það er
margfalt vandasamara að vera
brautryðjandi en að taka við starfi
af öðrum, þar sem fengin er
reynsla um rekstur og störf í
fleiri eða færri ár. Hér varð ekki
leitað til neinnar áður fenginnar
ieynslu, heldur ekki til starfs-
bræðra um úrlausn vandamála,
því að aðrar sundliallir voru —
og eru ekki til í landinu. Ólafur
varð einn og óstuddur að ráða
fram úr öllum vandamálum og
horfast í augu við erfiðleikana.
En honum varð ekki nein skota-
skuld úr því, liann var vandan-
um og starfi sínu vaxinn. Þegar
hann féll að velli, í blóma lífs
sins, alltof ungur, og raunveru-
lega i upphafi starfs síns, var
hann búinn að ávinna sér traust
og' virðingu allra liinna mörgu
samstarfsmanna sinna. Og það
má með sanni segja, að það sé
þrekvirki af þrítugum brautryðj-
anda.
Ólafur K. Þorvarðarson var
íþróttamaður og íþróttaunnandi
af lífi og sál. í bernsku tók hann
þátt í félagsskap skáta, og fyrir
knattspyrnu liafði hann alla ævi
brennandi áhuga. Sjálfur var
hann knattspyrnumaður með á-
gætum og lék um f jölda ára í liði
knattspyrnufélagsins Fram. Hann
var ennfremur þjálfari þess fé-
lags og formaður um margra ára
skeið. í Knattspyrnuráði Reykja-