Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.02.1943, Síða 16

Íþróttablaðið - 01.02.1943, Síða 16
12 IÞRÓT’T ABL AÐIÐ i J’lfJJJxJfxá (&xýqLUi Valhöll á Þingvöllum skíðaheimili. Jón Guðmundsson veitingamaður, eigandi Valhallar á Þingvöllum, hefur boði'ð Í.S.Í. afnot af gistihúsinu fyrir skíðafólk. Formenn íþróttaráða. I.S.I. liefur endurskipað formenn þessara iþróttaráða: íþróttaráð Akraness Þorgeir Ibsen. Akureyrar Herinann Ste- fánsson. Borgarfjarðar Þorgils Guð- mundsson. Hafnarfjarðar Jón Matthíe- sen Suðurnesja Helgi S. Jóns- son. “ Suður-Þingeyinga Þorgeir Sveinbjarnarson. Vestm.eyja Friðrik Jesson. “ Vestfjarða Friðrik Jónass. Skíðaráð Reykjavíkur Steinþór Sig- urðsson. Sundráð Reykjavíkur Erlingur Páls- son. Sundknattleiksdómarar. Fyrsta flokks sundknattleiksdóm- arar hafa þessir menn verið viður- kenndir: Jón D. Jónsson, Jón I. Guð- mundsson og Þorsteinn Hjálmarsson. íþróttablaðið. Hr. skósmiður Þórarinn Magnússon ritari í stjórn Í.S.Í. hefur verið ráð- inn til þess að hafa afgreiðslu blaðs- ins á liendi. Eru allir kaupendur blaðs- ins og útsölumenn, sem fyrir vanskil- um verða, beðnir að snúa sér til hans. Ennfremur allir þeir er vilja gerast nýir áskrifendur. Vegna takmarkaðs upplags blaðsins eru væntanlegir kaupendur beðnir að senda áskrift- arbeiðnir sínar sem fyrst. Heiinilis- fang Þórarins er á Haðarstíg 10 og símanúmer 3614. Í.S.Í. 31 árs. 28. janúar síðastliðinn var Í.S.Í. 31 árs. Ný félög í Í.S.Í. Síðan á Ársþingi Í.S.Í. 1942 hafa þessi félög gengið í sambandið: 1. Badmintonfél. Hafnarfjarðar fé- lagar30. Form. Jón Magnússon. 2. Félagið Þingeyingur (sameining- arfélag ungmenna- og íþróttafél. S. Þing. myndað vegna ákvæðis 25. gr. íþróttalaganna). Félagar 500. Form. Þorgeir Sveinbjörns- son. 3. Umf. Fram Skagaströnd, A.-Hún. Félagar 71. Form. Ingvar Jóiisson. 4. Knattspyrnufél. Hafnarfjarðar (sameiningarfélag). Félagar 45 Form. Garðar Gíslason. 5. Umf. Æskan, Miðdalahr., Dalasýslu Félagar 40. Form. Hjörtur Einars- son. 6. Skátafél. Hólmverjar, Hólmavík, Strandas. Félagar 12. Form. Jón Kristgeirsson. 7. Umf. Stöðvarfjarðar S.-Múlas. Fé- lagar 76. Form. Guðni. Björnsson. 8. Umf. Ingólfur, Holtum, Rang. Fé- lagar 76. Form. Magnús Guð- mundsson. 9. íþróttafél. Bílddælinga, V.-Barða- str. Félagar 75. Form. Elías Jóns- son. 10. íþróttafél. Þróttur, Árskógarhr., Eyjafj. Félagar 39. Form. Valves Kárason. 11. Skólafélagið Reykhyltingur, hér- aðsskólanum í Ileykholti, Borg- arfj. Félagar 85. Form. Sigmar Kristbjartsson. 12. Umf. Ármann, Siðu, V.-Skaft. Form. Sigurgeir Björnsson. Þetta félag liafði verið strikað út af fé- lagsskrá sambandsins vegna skulda, en hefur nú greitt þær. 13. Skíðafél. Svanur Fáskrúðsfirði. Félagatala 32. Form. Ólafur Jóns- son. 14. Ungmenna- og íþróttasamband Austfjarða (skammstafað U.Í.A. Sambandssvæðið nær yfir Múla- sýslur, neina ef til vill nyrsta hrepp N.-Múlas.). Félagsmenn 700 en einstök félög 15. Form. Skúli Þorsteinsson. Sambandsfélögin eru nú alls 130 íþróttaskóli íslands. Hinn 28. jan. s.l. staðfesti hr. Einar Arnórsson, kennslumálaráð- herra að íþróttakennaraskóli sá, sem Björn Jakobsson hefur rekið s.l. 10 ár yrði ge^ður að íþróttakenn araskóla íslands frá 1. jan. 1943 að telja. 10 ára starfsemi Björns Jakobs- sonar verður nánar getið síðar og eins fyrirætlana skólanefndar I- þróttakennaraskólans. Skíðaskóli á Isafirði. Skíðafél. ísfirðinga hefir ákveð- ið að stofna til skíðaskóla að Skíðaheimum í Seljalandsdal. Kennari er ráðinn Guðmundur Hallgrímsson frá Grafargili í Val- þjófsdal í Önundarfirði. Guðm. er hinn ágætasti kennari og hefur auk skíðareynslu sinnar frá blautu barnsbeini, dvalið í Svíþjóð i sex vikur og nú undanfarin ár annazt skíðakennslu með góðum árangri. Skólinn á að standa frá 22. febr. til 22. apríl. Þeir, sem dvelja þar í 1 mán. öðlast rétt til þess að kenna á skíðum. „Skíðlieimar“ er einn hinna beztu skiðaskála landsins. Kennslan er ókeypis og nemend- ur hafa sameiginlegt mötuneyti og dvelja meðan á náminu stendur frammi í dalnum. Kjörorðið í skíðamálunum þarf að vcra: „Skíðakennarar i hverja byggð landsins". Stjórnir ung,- og íþróttafél., sendið unga menn til skíðanáms og snúið yður því ann- aðhvort til Helga Guðmundssonar bakarameistara ísafirði eða Krist- jáns Ó. Skagfjörðs, Reykjavík. ÍÞRÓTT ABL AÐIÐ. Útgefandi: íþróttablaðið h/f. Ritstjóri: Þorsteinn Jósepsson. Ritnefnd: Benedikt Jakobsson, Þorsteinn Einarsson. Auglýsingastjóri: Kristján L. Gestss. Afgreiðslum.: Þórarinn Magnússon, Haðarstíg 10. Utanáskrift: íþróttablaðið, Póst- hólf 367, Reykjavík. Verð: Kr. 20.00 pr. árg. Kr. 2.50 pr. tbl.

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.