Íþróttablaðið - 01.02.1972, Page 18
Hafsteinn Þorvaldsson, formaður UMFÍ, sæmir Kristófer Þorgeirsson,
Varmalandi, þjónustumerki Ungmennafélags íslands
Kristófer hefur unnið mjög ötullega um áraraðir að eflingu
íþrótta- og ungmennafélagsstarfseminnar í Borgarfirði.
Hafsteinn Þorvaldsson flutti UMSB árnaðaróskir, kveðjur og
þakkir fyrir frábært starf og mjög góða samvinnu. — Hann greindi
frá ýmsum helztu verkefnum, sem UMFÍ ynni nú að og væri með
í undirbúningi. M. a. ræddi hann um starfsemi félagsmálaskóla
UMP'Í og áform um stórauknar framkvæmdir á landi félagsins í
Þrastaskógi, þar sem sífellt fleiri og fleiri leggðu leið sína um.
Þetta kallaði á framkvæmdir til að geta aukið á alla aðstöðu og
fyrirgxeiðslu við þá, sem kysu að njóta dvalar og hvíldar á þessurn
fallega og fjölsótta stað. —
Sigurður Guðmundsson, skólastjóri,
fyrsti forseti þingsins, og samstarfs-
fólk hans í Leirársveit, höfðu veg og
vanda af góðum móttökum og viður-
væri þingfulltrúa og gesta.
Óttar Geirsson gjaldkeri UMSB legg-
ur fram reikninga og gerir grein fyr-
ir fjárhag sambandsins. Sitjandi er
varaforseti þingsins, Jón F. Hjartar.
Framh. af bls. 48
þróun þessara mála í framtíð-
inni við þá staðreynd, að Reykja-
víkurborg gekk fram fyrir skjöldu
með borgarsjóð að bakhjarli og
jarðnæði og húsakost á Kjalar-
nesi, að „leysa vandann“ urn
Hvítasunnu með þeim hætti,
sem frægur er orðinn. Unga fólk-
ið fékk þar frjálsar hendur að
sögn, til að njóta sín.
Að mínum dómi er nú e. t. v.
um tvo kosti að ræða:
a) Gerð verði ákveðin sam-
ræming um aðstöðu og aðbún-
að og á kröfum, sem gerðar eru
og gera þarf við undirbúning og
framkvæmd á fjöldasamkomum.
b) Horfið verði til fyrri tíðar,
þar sem meira eða minna skipu-
lagslaus samsöfnuður fólks ákveð-
ur sjálfur geiðir sínar og ferðir
með ríkislögregluna e. t. v. á
hælunum.
Eitt er víst, að trauðla mun
UMSB að óbreyttum aðstæðum
leggja á ný í eins mikinn kostn-
að og fyrirhöfn við samkomu-
hald. Von mín er sú að ábvrg-
ir aðilar skilji. áður en það er um
seinan, hvers virði það er að
staðið sé að þessurn málum, ekki
aðeins á einum stað, heldur og
alls staðar á landinu með ábyrg-
um hætti.“
Mörg og stór verkefni bíða
úrlausnar UMSB í framtíðinni.
Þar ber hæst væntanlegt iands-
mót LIMFÍ á 1100 ára afmæli
íslandsbyggðar 1974.
50
[ÞROTTABLAÐIÐ