Íþróttablaðið - 01.02.1972, Síða 32
Atli Steinarsson:
Synti 200 metrana 6 ára
— Islandsmet 13 árum síðar
Rætt við Finn Garðarsson skriðsundsmann
Snemma sumars árið 1958 var haldið námskeið fyrir börn í
Bjarnarlaug á Akranesi. í þeim hópi bama sem námskeiðið sóttu
vom tveir af beztu sundmönnum íslands í dag. Þeir trítluðu til
námskeiðsins meðal annarra Finnur Garðarsson og Guðjón Guð-
mundsson. Finnur á nú íslandsmetin í skriðsundi á vegalengdun-
um frá 50—200 m bæði í stuttum (25 m) og löngum (50 m) braut-
um Guðjón vann það afrek á s. I. ári að tryggja íslandi sigur í
bringusundi í landskeppni við þrjár þjóðir.
Finnur Garðarsson, - 5. á lista beztu
íþróttamanna ársins 1971
— Við Gaui urðum fyrstir til
að læra sund af þeirn sem á
námskeiðinu voru. Og síðar um
sumarið syntum við báðir -— þá
6 ára — 200 metrana í norrænu
sundkeppninni.
Þannig tók Finnur Garðarsson
til orða er við ræddumst við á
dögunum í tilefni þess að Iþrótta-
blaðið vildi kynna þennan unga
sundkappa svolítið nánar fyrir
lesendum.
— Það var dálítill áhugi á
sundi á Akranesi þá. Bróðir
Gauja (þ. e. Guðjón Guðmunds-
son) var við æfingar og dró Gauja
með sér og Gaui dró mig. Þann-
ig atvikaðist það að ég hóf sund-
æfingar reglulega. Ég var þá á
áttunda ári og fyrstu þjálfurun-
um, sem voru Magnús Kristj-
ánsson og Jón Helgason til skipt-
is, tókst að viðhalda áhuganum
á sundi, sagði Finnur.
Nú, 13 árum eftir að Finnur
kom 6 ára til námskeiðsins á
Akranesi, er hann í hópi lands-
liðsmanna íslands í sundi og
einn af beztu sprett-skriðsunds-
mönnum Norðurlanda. Hann er
nú bckaður fyrir fimm fslands-
metum og hann varð í 5. sæti
á lista yfir beztu íþróttamenn
ársins í kjöri íþróttafréttaritara
um áramótin.
— Raunverulegur áhugi minn
á sundi vaknaði þá er ég tók að
ná árangri á sundmótum í
Reykjavík, sem við strákamir
á Akranesi vorum alltaf sendir
til. 1965 er ég var 14 ára setti
ég sveinamet í 100 m skriðsundi,
1 :o6.5 og á næstu tveimur árum.
þá er ég var í aldursflokki
drengja, tókst mér að bæta
drengjamet Guðmundar Gísla-
sonar í 50. 100 og 200 m skrið-
sundi.
Árið 1970 tókst mér síðan að
jafna íslandsmet Guðmundar í
100 m skriðsundi á 50 m braut,
58.0 sek. en það met virtist ætla
að verða erfitt að yfirstíga.
— En það hafa aðeins revnzt
tímabundnir erfiðleikar?
— Já, árið eftir eignaðist ég
mitt fyrsta íslandsmet. Það var
nú skemmtileg tilviljun, að það
64
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ