Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - nóv. 2009, Blaðsíða 9

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - nóv. 2009, Blaðsíða 9
Heimasíða ÖBÍ í endurskoðun Aðgengisvottun að uppfærslu lokinni Heimasíða ÖBÍ er nú í endurskoðun en komið er á fjórða ár frá því hún var endur- hönnuð af Hugsmiðjunni. Þá var skipt yfir í vefumsjónarkerfið Eplicu 1 en nú hefur verið leita tilboða frá þeim um uppfærslu á því kerfi í Eplicu 2. Sjá ehf. hefur komið að þarfagreiningu fyr- ir heimasíðuna og fundir verið haldnir með fulltrúum frá aðildarfélögum og starfsfólki. Gert er ráð fyrir að heimasíðan fái aðgengisvottun 1 og 2 þegar uppfærslu lýkur. Eftirfarandi atríði þarf til að standast þá vottun: Aðgengisvottun 1 Það er lágmarkskrafa sem gerð er um aðgengi á vef en þá þarf ALT texti að vera á öllum myndum, myndatenglum og myndahnöppum (ALT-texti birtist þegar bendill er lagður yfir ofangreind svæði og skjálesarar fyrir blinda skynja líka þann texta). Bjóða þarf upp á að minnsta kosti tvær stillingar í leturstærðum og eina litastillingu (Ijóst letur á dökkum bak- grunni). Margmiðlunarefni þarf að hafa efni í boði fyrir heyrnarlausa. Leiðbeiningar þurfa að fylgja allri virkni eins og útfyllingu á eyðublöð- um, reiknivélum og þess háttar efni. Aðgengisvottun 2 Öll atriðin í aðgengisvottun 1 og að auki þurfa tenglaheiti að vera skýr, ekki er nægilegt að tenglaheiti sé orðið „hér“ eða orðin „smella hér“ eða „rneira" heldur þarf að tilgreina nánar hvert tengillinn leiðir notendur til dæmis: Lán: „Upplýsingar um bílalán." Reitir í formum þurfa að vera rétt skilgreindir fyrir skjálesara, (nota þarf LABEL for). Útskýra þarf skammstafanir eða merkja þær sérstaklega. Nota þarf stílsíð- ur (CSS, e. Cascading Style Sheets) í upp- byggingu vefjarins. Ekki ætti að nota töflur né myndirtil að sníða útlit. Nánari upplýsingar um aðgengisvottun má finna á heimasíðu Sjá ehf., www.sja.is. Bára Snæfeld upplýsingafulltrúi ÖBÍ Ýmis þjónusta ÖBÍ Ráðgjafaþjónusta ÖBÍ Skrifstofa ÖBÍ hefur á að skipa ráðgjöfum sem sinna almennri ráðgjöf og upplýsinga- gjöf til öryrkja, fatlaðra og aðstandenda um réttindi þeirra og skyldur, og aðstoða í sam- skiptum þeirra við ýmsar stofnanir er varða réttinda- og hagsmunamál þeirra. Hægt er að hringja í símatíma ráðgjafanna eða panta viðtal á skrifstofu ÖBÍ í síma 530-6700. Nánari upplýsingar er að finna á slóðinni: www.obi.is Lögfræðiráðgjöf ÖBÍ Markmið lögfræðiráðgjafar ÖBÍ er að auð- velda öryrkjum, fötluðum og aðstandendum að leita réttar síns. Um er að ræða lögfræði- ráðgjöf þar sem lögmaður tekur ekki að sér einstök mál nema með samþykki ÖBÍ og er þá haft í huga að málið hafi fordæmisgildi fyrir aðra öryrkja og fatlaða. Panta þarf viðtal hjá lögfræðingi á skrifstofu ÖBÍ. Viðtalstímar eru aðra hverja viku og oftar ef þess gerist þörf. Nánari upplýsingar: www.obi.is/um-obi/logfraedithjonusta Þjónusta ráðgjafa- og lögfræðiþjónustu ÖBÍ erfólki að kostnaðarlausu. Brynja - Hússjóður ÖBÍ Brynja - Hússjóður Öryrkjabandalagsins leig- ir út íbúðir fyrir öryrkja. íbúðirnar eru um 700 talsins víðs vegar um landið. Þeir sem geta sótt um íbúð hjá Brynju eru öryrkjar sem eru með 75% örorkumat. Við úthlutun íbúða er tekið mið af tekjum, eignum og félagslegum aðstæðum viðkomandi. Hægt er að panta viðtal hjá húsnæðisfulltrúa ÖBÍ í síma 570- 7800 til að fá nánari upplýsingar. Skrifstofa Brynju er í Hátúni 10, 105 Reykja- vík. Sími: 570-7800. Nánari upplýsingar: www.brynjahus.is Námssjóður Sigríðar Jónsdóttur Styrkir úr námssjóði Sigríðar Jónsdóttur eru veittir til öryrkja til hagnýts náms, verklegs eða bóklegs, svo og til náms í hvers konar listgreinum. Einnig er heimilt að styrkja þá sem vilja sérhæfa sig til starfa í þágu þroska- heftra. Fyrirspurnir má senda til Guðríðar Ólafsdótt- ur í tölvupósti (gudridur@obi.is) eða hafa samband í síma 530-6700. Nánari upplýsingar: www.obi.is/um-obi/styrkir/namssjodursj

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.