Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - nóv. 2009, Blaðsíða 16

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - nóv. 2009, Blaðsíða 16
16 Faldar skerðingar? - Reynsla Önnu Ljósmynd Bára Snæfeld. „ígrunninn snúast þessar greiðslur um það að hafa í sig og á. En þær nægja ekki eins og staðan er núna. “ Síðastliðið haust var innleidd ný reglugerð um sérstaka uppbót til framfærslu lífeyr- isþega, svokölluð framfærsluuppbót, sem er ætlað að tryggja lífeyrisþegum ákveðna lág- marksupphæð á mánuði. Upphæð bótaflokks- ins getur verið á bilinu kr. 0 til kr. 29.665 á mánuði en hún fer eftir því hversu háar tekjur fólk er með. Samkvæmt nýju reglugerðinni er miðað við að lífeyrisþegi sem býr einn og er einungis með bætur almannatrygginga fái greidda lágmarksupphæð 180 þúsund krónur á mánuði frá Tryggingastofnun ríkisins. Þá er miðað við að lífeyrisþegi sem býr með öðrum sem er 18 ára eða eldri fái lágmarksupphæð 153 þúsund krónur greiddar. Við gerð reglugerðarinnar virðist hafa yfirsést samspil á milli framfærsluuppbótarinnar ann- ars vegar og sérþarfagreiðslna svo sem upp- bótagreiðslna á lífeyri hins vegar. Með uppbót á lífeyri er átt við verulegan kostn- að lífeyrisþega eins og lyfja- og sjúkrakostn- að, umönnun í heimahúsi, dvöl á sambýli, heyrnartæki, rekstur bifreiðar og fleira. Það gefur auga leið að þessi kostnaður er mishár hjá lífeyrisþegum, sumir þurfa að greiða hærri lyfja- og sjúkrakostnað en aðrir. Til að fá slíka uppbót, hvort sem er lyfja- og sjúkrauppbót eða uppbót vegna reksturs bifreiðar, þarf líf- eyrisþeginn að sækja um það sérstaklega með tilheyrandi gögnum. Nokkrir lífeyrisþegar hafa bent á að endanleg upphæð þeirra sem þiggja lágmarks lífeyris- greiðslur haldist ávallt í 180 þúsundum, óháð uppbótagreiðslum. Þaraf leiðandi hefur Iffeyris- þegi með háa uppbót á lífeyri, þ.e. ef viðkom- andi þarf að greiða háan kostnað á móti, minni ráðstöfunartekjur en lífeyrisþegi með lága eða enga uppbót. í þessu felst óneitanlega mis- munun sem hefur komið hart niður á mörgum öryrkjum sem hafa þurft að reiða sig á slíkar uppbætur. Blaðamaður ræddi við lífeyrisþega, hér nefnd Anna, sem þiggur lágmarks lífeyrisgreiðslur frá Tryggingastofnun en hún segist hafa fund- ið fyrir verulegri tekjuskerðingu við breyting- arnar. Anna hefur þegið uppbót fyrir lyfja- og sjúkrakostnaði, auk kostnaðar vegna reksturs bifreiðar, en hún er algjörlega háð bíl sínum til að komast á milli staða þar sem hún getur ekki notast við strætisvagnakerfið sökum örorku sinnar. Eftir að nýja reglugerðin var sett á hefur Anna borið saman greiðslur til sín við greiðslur ann- ars lífeyrisþega, hér nefnd Eydís, sem hefur ekki þurft að styðjast við sömu uppbætur. Eydís er t.d. ekki hreyfihömluð og er því ekki háð bifreið líkt og Anna og lyfjakostnaðurinn hennar er sömuleiðis mun minni. Það hefði því verið eðlilegt að halda að Anna myndi njóta greiðsluuppbótar sem nemur þeim aukakostn- aði. Enguað síðurerendanlegupphæðgreiðslu sú sama hjá báðum aðilum, þ.e.a.s. 180 þús- und krónur á mánuði. Eini munurinn sem er sýnilegur á greiðsluseðlunum er sá að í stað- inn fyrir 18 þúsund króna uppbót sem Anna fær undir greiðslutegundum merktum „Uppbót v/sjúkra- eða lyfjakostnaðar“ og „Uppbót v/ reksturs bifreiðar" fær Eydís þessar 18 þúsund krónur aukalega undir greiðslutegund merkt „sérstök uppbót til framfærslu". Anna fær þar af leiðandi í þessu tilfelli 18 þúsund krón- ur minna í framfærslu en Eydís þar sem Anna þarf að verja þessum krónum í lyfja-, sjúkra- og bifreiðarkostnað. Það má segja að hver uppbótarkróna á einum stað greiðsluseðilsins taki í burt aðra krónu frá öðrum stað. Uppbót Önnu er því einungis uppbót að nafninu til en raunverulega er hún engin. „Það er í raun búið að svipta mig þessum auka- greiðslum sem ég var með áður en reglugerð- in var sett á, þ.e. greiðslum vegna bifreiðar og lyfja- og sjúkrakostnaðar," segir Anna. Hún seg- ir að það sé vissulega erfitt að fleyta sér áfram á þessum tekjum og ekkert megi bregða út af í útgjöldum hennar. „Þetta dugar ekki fyrir mat og öðrum nauðsynjum. Stöku sinnum hef ég þegið mat hjá Mæðrastyrksnefnd. Það er náttúrulega smá búbót en ég fer samt ekki oft þangað, mér finnst það bara svo erfitt." Anna er alls ekki sú eina sem hefur fundið fyrir þeirri tekjuskerðingu sem fylgir umræddri reglu- gerð þrátt fyrir að reglugerðin hafi verið sett á undir því yfirskyni að verið væri að hækka lág- markstekjur lífeyrisþega. Hækkunin er vissulega einhver en hún hefur ekki skilað sér nema til hluta lífeyrisþega eins og dæmið hér sýnir. Og þá hefur heldur ekki verið tekið mið af almenn- um verðhækkunum í landinu, hvort sem horft er til gjaldtöku heilbrigðisþjónustunnar, matvöru, lyfjakostnaðar, bensínkostnaðar, leiguhúsnæðis eða húsnæðislána og svo framvegis. „í grunninn snúast þessar greiðslur um það að hafa í sig og á. En þær nægja ekki eins og stað- an er núna,“ segir Anna. „Og ég finn sérstak- lega fyrir því að mig vantar þessa tvo uppbót- arliði sem ég hafði. Mín krafa er einfaldlega sú að halda í þær uppbætur sem var búið að sækja um fyrir mig. Ég vil ekki láta svipta mig því sem ég var þegar búin að fá. Uppbótin á að standa fyrir utan lágmarksupphæð heildartekna."

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.