Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - nóv. 2009, Blaðsíða 24

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands - nóv. 2009, Blaðsíða 24
24 Bæklingurinn Hvað er í boði? inniheldur upplýsingar fyrir almenning um frístundir og námskeið sem kosta lítið eða ekki neitt. Myndin er fengin frá starfsfólki Ylstrandar. Sjósund er ókeypis og holl tómstund. Það er margt í boði - ókeypis Samstarfsverkefni HÍ, SÍBS og Rauða kross íslands í kjölfarið kom fjöldi upplýsinga sem síðan var raðað í einn gagnabanka. Helga Þórunn segir það hafa komið sér á óvart hversu mikið er í boði sem kostar ekki neitt. Síð- an að verkefnið hófst hafa upplýsingarnar ver- ið uppfærðar reglulega enda verður að halda skjalinu lifandi til að það nýtist fólki sem best. „Það eru fordómar uppi gagnvart fátækt. Sum- ir vilja ekki einu sinni viðurkenna að hún sé til. Hópurinn sem er núna í vandræðum hefur breyst og stækkað, hópur sem er kannski ekki vanur miklu mótlæti og finnur það núna dynja á sér. Síðan er fólk mjög stolt, sérstaklega á ákveðnum aldri,“ segir Helga Þórunn. „Ég ræddi við eina konu sem hafði nýlega misst vinnuna eftir að hafa verið úti á vinnumarkaðin- um í 30 ár. Hún fann fyrir mikilli skömm og þurfti að manna sig upp í að leita hjálpar hjá Rauða krossinum. Þegar hún fór loksins og sá hversu margt var í boði þá varð hún fljótt bjartsýnni. Það var sömuleiðis mikilvægt fyrir hana að sjá að hún var alls ekki ein í þessari stöðu. Hún sagði mér að hún hefði auðveldlega getað vesl- ast upp ef hún hefði ekki tekið skrefið. Það er aftur á móti ómögulegt að vita hversu margir hafa ekki tekið þetta skref og búa í einangrun." Þeir sem misst hafa atvinnu upplifa oft mik- ið tómarúm og margir telja sig síður hafa efni á að sinna áhugamálum eða tómstundum. Hins vegar er ýmis afþreying og námskeið sem standa atvinnuleitendum til boða, en það getur reynst þrautin þyngri að leita eftir slíkum upp- lýsingum. Með þetta að leiðarljósi tóku sjálfboðaliðar Rauða krossins, í samstarfi við SÍBS og Háskóla íslands, höndum saman við að vinna eins konar handbók með upplýsingum sem koma sér vel fyrir þá sem misst hafa vinnuna. Allar tilfallandi upplýsingar um frístundir og námskeið sem kosta lítið eða ekkert voru kortlagðar og settar upp í sérstaka handbók sem hlaut heitið Hvað er íboði? Markmiðið var að safna upplýsingum í gagnabanka á einn stað til að auðvelda fólki að nýta þau tækifæri til afþreyingar og fræðslu sem standa landsmönnum til boða. Helga Þórunn Sigurðardóttir, nemi í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla íslands, er ein af þeim sem vann að verkefninu. Áður hafði Helgi Hróðmarsson, framkvæmdastjóri SÍBS, fengið hugmyndina að verkefninu og var það upphaflega samstarfsverkefni hennar og SÍBS. Þegar kom í Ijós að Rauði kross íslands var að vinna að svipuðu verkefni var ákveðið að sam- nýta kraftana og gengu þær Gunnhildur Sveins- dóttir, Silja Ingólfsdóttir, Erla Traustadóttir og Katrín Jónsdóttir hjá Rauða krossinum til liðs við Helgu Þórunni. Rauði krossinn opnaði um miðjan marsmán- uð Rauðakrosshúsið að Borgartúni 25, sem er miðstöð fyrir einstaklinga og fjölskyldur sem orðið hafa fyrir áföllum í kjölfar bankahrunsins. Vikulega sækja um 300 manns sálrænan stuðn- ing, ráðgjöf og ýmsa viðburði og námskeið sem þar eru í boði. Það þótti því kjörið að kynna af- rakstur verkefnisins þar þriðjudaginn 31. mars, og á sama tíma var aðgangur að gagnabank- anum opnaður. „Markmið verkefnisins er að fólk, sem t.d. hefur misst vinnuna og hefur ekki mikið á milli hand- anna, geti byggt sér upp dagskrá frá degi til dags. Það er bráðnauðsynlegt og við reynum með þessu að sporna gegn því að fólk einangri sig. Einangrunin er svo ofboðslega slæm og veldur svo mikilli óhamingju," segir Helga Þór- unn. Fjöldi fyrirspurna um ókeypis og ódýra þjónustu var send á staði sem þóttu líklegir. Og Handbókina Hvað er í boði? má nálgast á vef- síðu SÍBS, www.sibs.is, og vefsíðu Rauðakross- hússins, www.raudakrosshusid.is. Þeir sem vilja koma á framfæri upplýsingum um ódýr eða ókeypis tilboð af þessu tagi eru beðnir um að senda þær á raudakrosshusid@redcross.is. Sjóður Odds Ólafssonar Arið 1991 stofnuðu ÖBÍ, SÍBS og Brynja - Hússjóður ÖBÍ sjóð til minn- ingar um Odd Ólafsson, frumkvöðul að bættum hag fatlaðra. Sjóðnum er ætlað að styrkja rannsóknir á fötlun og fræðslu um hana, forvarnir í þágu fatlaðra og endur- hæfingu þeirra, rannsóknarverkefni á sviði öndunarfærasjúkdóma og fræðslu um þá, forvarnir og endurhæfingu vegna önd- unarfærasjúkdóma og fatlaða til framhalds- náms og rannsóknarstarfa. Úthlutað er árlega úr sjóðnum í maí en auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum í dagblöð- um í byrjun hvers árs. Nánari upplýsingar á www.brynjahus.is.

x

Tímarit Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1441

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.