Íþróttablaðið - 01.12.1993, Side 3
Rtetióraspjal I
Flestum ber saman um að íþróttaiðkun barna og unglinga sé ein besta
forvörnin gegn reykingum, vímuefnaneyslu og hvers konar bölvaldi.
Þegar grannt er skoðað eru íþróttafélögin ómetanlegur en reyndar oft
vanmetinn þáttur í uppeldi barna og unglinga. Hvað er heilbrigðara en að
iðka fjölbreyttar íþróttir, virða samherja jafnt sem andstæðing, stæla
líkamann á margvíslegan hátt og vera í félagsskap sem hefur heilbrigði,
aga og metnað að leiðarljósi?
Agi eða agaleysi í íþróttum ber oft á góma og ofter minnstá unglinga í því
sambandi. Það er engum blöðum um það að fletta að þeir unglingar, sem
stunda íþróttir, þurfa að lúta ákveðnum aga til þess að ná góðum árangri
en vissulega er misjafn sauður í mörgu fé. Fáir einstaklingar, sem fara ekki
að settum reglum, eyðileggja fyrir heildinni og oft verður það meira
áberandi sem fer úrskeiðis en það sem vel er gert. Á dögunum var fjallað
um það ídagblaði að vandamál hefðu skapastá keppnisstað þegar nokkur
lið í 3. flokki karla í handbolta áttust við. Nokkrir strákar létu víst illa að
stjórn, börðu illþyrmilega frá sér í leikjum, reyktu á milli leikja og riðu
húsum þegarþeirvoru aðvaraðir. Þessi hópurersem beturferekki lýsandi
dæmi um unglinga í íþróttum en eins og áður sagði er það oft fréttnæmt
sem miður fer. Ekki var sagt frá öllum hinum liðunum sem léku prúð-
mannlega og sýndu af sér góðan þokka innan vallar sem utan.
Eins og allir vita, sem hafa komið nálægt íþróttastarfsemi, dansa limirnir
yfirleitt eftir höfðinu og sé þjálfari, eða sá sem er í forsvari fyrir hóp,
agalaus má fastlega reikna með að liðsmenn verði það líka. Reyki þjálfari
og hvetji hann menn til þess að berja á andstæðingnum er meira við
þjálfarann að sakast en leikmennina. Hann er slæm fyrirmynd sem ungl-
ingarnar stæla.
Meistaraflokksmenn eða íþróttastjörnur eru þó yfirleitt fyrirmyndir barna
og unglinga og getur hegðunarmynstur þeirra haft mikil áhrif á yngri
iðkendur. Reyki virtur íþróttamaður í viðurvist ungdómsins og „taki í
vörina" eins og tíðkast hjá virtu félagi á höfuðborgarsvæðinu má fastlega
búast við að yngri iðkendur api eftir stjörnunum og telji tóbak hinn vænsta
kost. Foreldri ungs drengs, sem er einn efnilegasti knattspyrnumaður
landsins, hefur töluverðar áhyggjar af slæmum sið hans að taka í vörina,
sem hann gerir oft á dag. Kannski til þess að ganga í augun á fyrirmyndun-
um en honum finnst þetta alveg sjálfsagt því fyrirmyndirnar í meistara-
flokki taka í vörina.
Við erum komin út í hálin ís í þessum efnum ogforráðamenn íþróttafélaga
verða hreinlega að grípa í taumana þegar svo illt er í efni. Það á ekki að
líðastaðfyrirmyndirnar mæti á íþróttasvæði með úttroðna vör aftóbaki og
brosi tóbaksbrosi framan í ungviðið. Við eigum öll að halda óhollustunni
utan íþróttafélaganna og gera meistaraflokksmönnum það Ijóst, hafi þeir
ekki áttað sig á því, að þeir eru fyrirmyndir hinna ungu og upprennandi
íþróttastjarna.
Þorgrímur Hafsteinn Viðar
Þráinsson ritstjóri auglýsingastjóri
Ritstjóri og
ábyrgðarmaður:
Þorgrímur Þráinsson
Beinn sími ritstjóra: 678938
Ljósmyndarar: Gunnar
Gunnarsson, Hreinn
Hreinsson og Kristján
Einarsson
Skrifstofa ritstjórnar:
Bíldshöfða 18. Sími 685380
Aðalritstjóri:
Steinar J. Lúðvíksson
Framkvæmdastjóri:
Halldóra Viktorsdóttir
Stjórnarformaður:
Magnús Hreggviðsson
Áskriftargjald kr. 1.347,00
(4.-6.tbl) Kr.1.212,00 ef
greitt er með greiðslukorti.
Hvert eintak í áskrift kr.
449,00 en 404,00 ef greitt
er með greiðslukorti.
Hvert eintak í lausasölu kr.
539,00
Áskriftarsími: 812300
Útgefandi: Fróði hf.
Skrifstofa og afgreiðsla:
Ármúla 18, sími 812300
Öll réttindi áskilin varðandi
efni og myndir.
G. Ben. prentstofa hf.
3