Íþróttablaðið - 01.12.1993, Side 24
AHEIMAVELLI
ÖFUNDSÝKI?
Leikmenn bandaríska fótboltans skjóta
nú hverju skotinu á fætur öðru á félaga sína í
NBA boltanum. Og ástæðan? Þeir eru hund-
fúlir yfir því hve launin eru miklu betri í
körfunni en hjá þeim sjálfum. Yfirleitt munar
tvö- til þreföldum launum — NBAmönnum í
vil og þetta fer í skapið á fótboltaköppunum.
„Þeir gætu ekki einu sinni eytt öllum þessum
peningum þótt þeir reyndu það,“ sagði Jerry
Rice, ein helsta stjarna San Francisco 49’ers
á dögunum.
BOL UPPTEKINN VIÐ
HJÁLPARSTÖRF
MIAMIHEAT, sem státar nú af því að hafa
risann MANUT BOL í sínu liði, byrjaði á því
að sekta hann um litlar 700.000 krónur fyrir
að mæta ekki nógu snemma til æfingabúða
fyrir keppnistímabilið. Bol sagðist hafa verið
upptekinn við hjálparstörf fyrir þjáða í Afr-
íku.
OG MEIRA UM MIAMIHEAT. Harold Min-
er gengur nú undir gælunafninu „litli Jord-
an“ en sjálfur segist hann hvorki skilja upp
né niður í þessu. „Ég er ekki jafn góður og
Jordan," segir Miner „og er ekkert líkur hon-
um.“
KLÚÐUR!!
Indiana Pacers fékk þann vafasama heið-
ur í ár að hafa gert verstu leikmannaskipti
ársins, að mati íþróttafréttamanna í Banda-
ríkjunum, þegar þeir létu DETLEF
SCHREMPF í skiptum fyrir DERRICK MCKEY
frá Seattle. „Bara þetta klúður gerir það að
verkum að Pacers nær ekki í úrslitakeppn-
ina,“ skrifaði helsti NBA sérfræðingur San
Francisco Chronicle á dögunum. „Yfir-
stjórnin er full af hálfvitum sem virðast vilja
sitja eftir. Jæja þá, gott á ykkur.“ Samkvæmt
þessu þarf ekki búast við of miklu af Pacers í
vetur.
LEIÐINLEGASTA LIÐIÐ
Það er samdóma álit íþróttafréttamanna
um gjörvöll Bandaríkin að MILWAUKEE
BUCKS sé leiðinlegasta liðið í NBA deildinni.
„Leiðinlegasta lið deildarinnar leikur leiðin-
legasta boltann í leiðinlegustu höll deildar-
innar. Liðið verður alveg jafn leiðinlegt
þegar það situr eftir þegar önnur lið fara í
úrslitakeppnina." Þeir spara ekki stóru orð-
in þarna „westra“.
6.000 STOÐSENDINGAR
Þeir, sem hafa lengi fylgst með NBA bolt-
anum, kannast vafalaust við REGGIE THEUS
sem lék með Denver Nuggets. Theus hefur
lagt skóna á hiliuna en gleymist seint hjá
þeim sem hafa áhuga á körfubolta því hann
er einn sex leikmanna deildarinnar sem
skoruðu fleiri en 19.000 stig á ferlinum og
voru með fleiri en 6.000 stoðsendingar.
ÆVI MÍN
- Sjálfsævisaga
körfuboltasnillingsins
EARVIN „MAGIC“
JOHNSON
Á bókarkápunni segir „Magic“ John-
son: „Ævi mín hefur snúist um körfu-
bolta frá því ég man eftir mér. Það hefur
snúist um að vera einn úr hópnum, um
sigra og meistaratitla. En ég var samt
Magic Johnson.
aldrei fyllilega ánægður með leik
minn... Strax og ég uppgötvaði að ég
hafði fengið hæfileika til að spila körfu-
bolta var ég staðráðinn í því að komast á
toppinn. Og mér tókst það. Leiðin lá upp
á við þar til föstudag einn á haustdögum
1991 þegar ég sat á móti lækni liðsins í
Los Angeles. Bang! Um leið og hann
sagði mér fréttirnar vissi ég að ailt, sem
ég hafði afrekað í lífinu, var smáræði
við hiiðina á baráttunni sem ég átti í
vændum.“
Earvin „Magic“ Johnson segir í fullri ein-
lægni frá lífshlaupi sínu í þessari óvenjulegu
ævisögu. Hann talar um fjölskyldu sína og
vini, glæsilegan körfuboltaferil og hetjulega
baráttu við veiruna sem orsakar hinn skelfi-
lega sjúkdóm eyðni. Frásögnin leiftrar af
hreinskilni, þokka og tilfinningum. „Magic“
Johnson hefur alltaf verið annað og meira
en venjulegur körfuboltamaður. Allt frá ár-
inu 1979 hefur hann verið fremsti bakvörður
heims og hann vann fimm NBA meistaratitla
með Los Angeles Lakers og hefur þrívegis
verið útnefndur „dýrmætasti leikmaðurinn"
í NBA-deildinni. Utan vallar var hann hóg-
vær og brosmildur og fólk um allan heim
hreifst af framkomu hans.
Ævi mín varpar nýju ljósi á stórkostlegan
körfuboltaferil „Magic" Johnson. Hann segir
frá meistaratitli sínum með Michigan, gull-
aldarárunum með Lakers og síðustu afrek-
unum með úrvalsliðinu í All-Star keppninni
og með „draumaliðinu" á Ólympíuleikunum
í Barcelona. „Magic" segir hreinskilnislega
frá samherjum sínum, þjálfurum, vinum og
mótherjum, svo sem Kareem Abdul-Jabbar,
Pat Riley, Michael Jordan og Isiah Thomas.
Ævi mín er líka mjög persónuleg bók.
„Magic“ segir frá uppvaxtarárum sínum í
East Lansing í Michigan, einmanaleikanum
fyrstu árin í Los Angeles, kynnum sínum af
konum, ferðalögum, baráttunni við HIV-
veiruna og óttanum við hinn banvæna sjúk-
dóm eyðni. Hann talar um konuna sína,
Cookie, og sú frásögn lætur engan ósnort-
inn frekar en sagan öll. Þetta er kraftmikil og
leiftrandi saga.
24