Íþróttablaðið - 01.12.1993, Síða 26

Íþróttablaðið - 01.12.1993, Síða 26
Texti: Þorgrímur Þráinsson Myndir: Gunnar Gunnarsson í litlum lyftingasal í íþróttamiðstöð- inni í Borgarnesi, innan um almenn- ing og metnaðargjarnt frjálsíþrótta- fólk, leynist einn efnilegasti íþrótta- maður þjóðarinnar. Það fer ekki mikið fyrir honum enda kappinn hógvær — jafnvel hlédrægur og lítið fyrir að blása upp afrek sín með lóð- in. Ingi Valur Þorgeirsson var kjör- inn Lyftingamaður ársins á síðasta ári þrátt fyrir ungan aldur en hann á sannarlega framtíðina fyrir sér. í síð- asta mánuði varð hann Norður- landameistari unglinga og eftir að hafa stungið gullpeningnum í vasann hélt hann heim á leið til þess að halda áfram að hamast með lóðin. „Hann er ótrúlegur," heyrðist hvíslað í íþróttamiðstöðinni þegar ÍÞRÓTTABLAÐIÐ lagði lóð sitt á vogarskálina til að kynna þennan metnaðargjarna en hógværa íþrótta- mann. Hann er aðeins tvítugur að aldri og hefur þar með lokið keppni í VINUR LÓÐANNA! Rætt við Borgnesinginn Inga Val Þorgeirsson Norðurlanda- meistara unglinga í ólympískum lyftingum unglingaflokki. Ætli það hafi komið honum á óvart að verða Norður- landameistari? „Neee, ekkert sérstaklega því ég vissi hvað helsti andstæðingur minn átti best," segir Ingi Valur. „Hann var nýbúinn að setja Norðurlandametog ég vissi að ég ætti að geta orðið meistari." — Hvaða þyngdum varstu að lyfta á Norðurlandamótinu? „Ég snaraði 127 kg og jafnhenti 157 kg í 83 kg flokki." — Var þetta þinn besti árangur? „Já, á móti en ég hef snarað 132 kg og jafnhent 160 á æfingu." — Hvað hefurðu þyngst mikið frá því þú byrjaðir að lyfta? „Þegarégbyrjaði 15 áragamall var ég 52 kg þannig að ég hef bætt á mig 31 kg. Éghefþvíþyngstum rúmlegaó kg á ári. Þegar ég var 15 ára var ég örugglega 20 sentímetrum lægri en ég er núna þannig að þú getur rétt ímyndað þér hvort ég hafi ekki verið lítill." — Hvað er framundan hjá þér? „Norðurlandamót karlaferfram 5. des. og ég reikna með að keppa á því. Möguleikarnir á að skáka þessum fullorðnu körlum er engir því tveir, sem keppaá mótinu, eiga um 315 kg í samanlögðu en ég á 285 kg. Ég verð afskaplega ánægðuref ég lyfti 300 kg í samanlögðu og það gæti dugað mér í 3. sæti. Annars er þetta kannski full mikil bjartsýni því tíminn fram að mótinu er skammur." — Hvað telurðu þig þurfa mörg ár 26

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.