Íþróttablaðið - 01.12.1993, Page 29
Erling Ásgeirsson ásamt Stjörnubörnunum sínum; Viðari (tv) sem leikur með 2. og mfl. í handbolta, Elvu Björk sem er
íslandsmeistari með 5. flokki Stjörnunnar í handbolta og Heimi, leikmanni meistaraflokks í knattspyrnu.
í góðum málum!
Texti: Þorgrímur Þráinsson
Myndir: Kristján Einarsson
Sú jákvæða ímynd, sem Garðabær
hefur í huga fólks, rak ÍÞRÓTTA-
BLAÐIÐ af stað til þess að forvitnast
um það hverju þetta sætti. Hvers
vegna er ávallt talað um Garðabæ
sem íþróttabæ? Er það rétt að svo vel
sé staðið að íþrótta- og æskulýðs-
málum í Garðabæ að hvergi sé betra
að ala upp börn en einmitt þar?
Skiptir það miklu máli fyrir börn og
unglinga að alast upp við það að
íþróttaiðkun sé hluti af þeirra lífs-
mynstri eins og virðist vera við lýði í
Garðabæ?
ERLING ÁSGEIRSSON, formaður
íþrótta- og tómstundaráðs Garða-
bæjar, leiðir lesendur ÍÞRÓTTA-
BLAÐSINS í sannleikann um það
hvað sé hæft í ofangreindum fullyrð-
ingum og svarar áleitnum spurning-
um en hann hefur verið einn af for-
kólfunum á íþróttasviðinu í Garðabæ
um árabil.
„íþrótta- og tómstundaráð, sem er
annar fjárfrekasti málaflokkurinn í
bæjarfélaginu á eftir menntamálum,
annast skipulag og uppbyggingu
íþrótta- og tómstundamála í víðustu
merkingu og því er stýrt af fimm
- Rætt við ERLING ÁSGEIRSSON,
formann íþrótta- og tómstundaráðs
Garðabæjar, urn íþróttabæinn Garðabæ og
þá fyrirmyndar uppbyggingu sem á sér stað
á því sviði í bænum
manna, pólitískt kjörnu ráði. Grund-
vallarstefna ráðsins hefur verið sú að
hafa íþróttaframboð fyrir alla aldurs-
hópa og liður í þvf var að koma á fót
íþróttaskóla sem hefur nú verið starf-
ræktur í nokkur ár. Við höfum beitt
okkur fyrir því að efla heilsurækt fyrir
almenning tiI þess að sá þáttur sé ekki
einhver afgangsstærð í íþróttahúsun-
um. Við hrindum góðum hugmynd-
um í framkvæmd og færum starfsem-
ina síðan í hendur íþróttafélagsins til
rekstrar. Um þessar mundir erum við
að fikra okkur af stað með fjölbreytta
starfsemi fyrir eldri borgara, t.d.
sundnámskeið. Fyrir nokkrum árum
hvöttum við konur til þátttöku í
íþróttum og félagsstörfum og árang-
urinn varð sá að við fengum fjölda
kvenna til að starfa í stjórnum deild-
anna. Angi af þessari hvatningu var
Kvennahlaup ÍSÍ í Garðabæ sem er
nú orðinn árviss viðburður í heimi
íþróttanna.
Til þess að koma okkar faglegu
sjónarmiðum á framfæri höfum við
annast útgáfu á bæklingum þar sem
íbúar Garðabæjar geta séð hvaða
möguleikar eru í boði í félags-,
íþrótta- og tómstundamálum. Síðan
erum við tengiliður hinna ýmsu fé-
laga í Garðabæ við bæjaryfirvöld.
Stefna bæjaryfirvalda í Garðabæ
gagnvart íþróttastarfsemi er skýr og
einföld; þau styrkja félög til sjálfs-
bjargar. Til dæmis leggjum við
Stjörnunni til aðstöðu þannig að fé-
f ^
f íwý >
i PIZZÁHÚSIÐ ,
v 679333 •
FRI HEIMSENDING
29