Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1993, Side 30

Íþróttablaðið - 01.12.1993, Side 30
„Grundvallarstefna íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar hefur verið sú að hafa íþróttaframboð fyrir alla aldurshópa," segir Erling Ásgeirsson. lagið geti gengið og ætlumst til að sjálfboðaliðar og áhugafólk reki fé- lagið. Þetta gengur eftir í höfuðdrátt- um en þó er fjármögnun þessarar starfsemi verulegt áhyggjuefni því hún verður æ fjárfrekari og stöðugt verður erfiðara að afla fjár. Þetta er eilífur höfuðverkur íþróttaleiðtoga um allar jarðir. Síðastliðið sumar malbikuðum við körfuboltavelli á opnum svæðum og settum að auki upp handboltamörk svo að sem flestir gætu nýtt sér að- stöðuna. Viðerum nýbúnirað gera samning við hestamannafélagið Andvara um uppbyggingu á svæðinu sem nær yfir fimm ára tímabil og felur í sér lagn- ingu reiðvega og annað slíkt. Sömu- leiðis er búið að ganga frá samningi við Golfklúbb Garðabæjar um stækkun golfvallarins í 18 holu golf- völl en dalurinn er sannkölluð úti- vistarperla og býður upp á marga möguleika. Hvað Stjörnunni viðvíkur höfum við gert samning um uppbyggingu á grassvæði til æfinga og verður það tyrft næsta vor. Það er við nýja skól- ann, Hofstaðaskóla við Bæjarbraut, en þar mun skapast langþráð við- bótaraðstaða fyrir knattspyrnumenn. í Hofstaðaskóla verður lítill fjölnýti- salur sem mun eflaust koma til góða fyrir ýmsa íþróttaiðkun. Það er ánægjulegt til þess að hugsa hve knattspyrnuáhugi er mikill í Garða- bæ og er Stjarnan eitt fárra félaga sem rekur þróttmikið starf bæði fyrir stráka og stelpur. Það kallar að sjálf- sögðu á tvöfaldar kröfur til aðstöðu." — Hvers vegna hefur Garðabær fengið þá jákvæðu ímynd að vera sannkallaður íþróttabær? „Sú stefna, sem hefur verið rekin undanfarin ár, að leggja peninga í byggingu íþróttamannvirkja og að- stöðu, hefur mikið með þessa ímynd að gera. Þeir aðilar, sem hafa verið kosnir í bæjarstjórn, hafa verið mjög áh ugasam i r u m íþróttastarfsem i na og flestir tengst íþróttafélögunum á einn eða annan hátt. Árangur Stjörnunnar á íþróttasviðinu hefur vakið athygli þannig að það er margt sem ýtir undir þessa ímynd. Meistaraflokkar karla og kvenna í handbolta eru í fremstu röð og er skemmst að minnast þess að flokkarnir urðu báðir bikarmeist- arar1989en það vakti mikla athygli á landsvísu. Við höfum átt gott knatt- spyrnulið sem vann sig beinustu leið úr 3. deild í 1. deild en það afrek fékk mikla athygli í fjölmiðlum. „Garðabær hagnast á þessari jákvæði ímynd" Það er ekkert launungamál að ým- is önnur bæjarfélög hafa tekið upp sömu stefnu og við í þeim málum, sem lúta að íþróttauppbyggingu, og er það mjög ánægjulegt. Hvers konar tómstundaiðja á stöðugt meira upp á pallborðið hjá fólki og íþróttaiðkun skiptir það sífellt meira máli. Fólk er farið að gera miklar kröfur til þess að geta stundað íþróttir og að atvinnu- öryggi undanskildu veltir fólk þessu einn helst fyrir sér þegar það velur sér búsetu til framtíðar. Ég hef stundum spurt fólk, sem er nýflutt í Garðabæ með fjölskyldu sína, af hverju Garða- bær hafi orðið fyrir valinu. Oftar en ekki er ástæðan sú að fólk vill koma börnunum sínum í góða skóla og ör- ugga íþróttaiðkun. íbúar í Garðabæ hagnast á þessari jákvæðu ímynd, sem bærinn hefur, því íbúðarverð hér er aðeins hærra en gengur og gerist annars staðar og það er tiltölulega auðvelt að selja íbúðir hérna." Ungmennafélagið Stjarnan býður upp á fjölmargar íþróttagreinar þótt handknattleiks- og knattspyrnufólk hafi verið mest áberandi í Garðabæ undanfarin misseri. Að auki á Stjarn- an blaklið í 1. deild karla, sem er eitt efnilegasta blaklið landsins, fim- 30

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.