Íþróttablaðið - 01.12.1993, Side 35
legt breytast í starfi deildarinnar. Ég
veit ekki hversu lengi ég verð í Borg-
arnesi eða hvað tekur við á næsta
keppnistímabili. Ég gæti jafnvel
hugsað mér að hvfla mig frá þjálfun
og einbeita mér að því að spila. Mér
finnst ég eiga mikið eftir sem leik-
maður. Síðastliðinn vetur stundaði
ég nám við Samvinnuháskólann í
Bifröst og það kom til greina að hætta
sem þjálfari og einbeita mér að námi
í vetur en ég ákvað að fresta frekara
námi að sinni. Það er sem sagt margt
á huldu með mig."
— Hvaða breytingar myndirðu
vilja sjá hjá KR?
„Ég er nú ekki tilbúinn að ræða
það í smáatriðum en þeir, sem þar
stjórna, mættu setja sér langtíma
markmið — háleitari drauma, þvífé-
lagið hefur allt að bera til að vera
stórveldi."
— Kæmi til greina að spila fyrir
eitthvert annað lið en Skallagrím og
KR?
„Það kæmi vissulega til greina þótt
ég sé tengdastur þessum tveimur fé-
lögum. Sem metnaðargjarn þjálfari
er ég tilbúinn að takast á við næstum
hvað sem er sé það þess virði."
— Heldurðu að þú hefðir getað
bætt þig mikið sem leikmaður hefð-
irðu haldið áfram að spila með KR á
sínum tíma?
„Nei, ég held að ég hefði ekki get-
að bætt mig hjá KR eins og staðan var
þá hjá félaginu. Mér fannst metnað-
urinn hrapa dálítið hjá liðinu eftir að
Lazlo Nemeth hætti þjálfun þess. Ég
þurfti að breyta til og hefði líklega
getað bætt mig sem leikmaður með
öðru liði. Það vorutöluverðviðbrigði
að leika eitt ár í 1. deild með Skalla-
grími en tel mig hafa staðið fyrir mínu
sem leikmaður samhliða þjálfuninni.
Hins vegar finnst mér ég hafa liðið
fyrir það sem landsliðsmaður að
leika í Borgarnesi. Ég var búinn að
gefa svar um að taka þátt í öllum
undirbúningi með landsliðinu og
gerði það fyrsta veturinn sem við lék-
um í úrvalsdeildinni. Hins vegar var
ég ekki valinn í landsliðshópinn
þegar farið var í æfingaferð til Banda-
ríkjanna þrátt fyrir að margir topp-
menn hafi ekki gefið kost á sér."
— Varstu ekki ósáttur við það?
„Jú, auðvitað varég það. En seinna
um veturinn gat Torfi ekki gengið
fram hjá mér. Vissulega er leiðinlegt
að líða fyrir það að vera ekki á höfuð-
borgarsvæðinu því ég lagði virkilega
hart að mér við að mæta á æfingar
með landsliðinu. Síðastliðin tvö vor
mætti ég á æfingar í Reykjavík eða á
Suðurnesjum eftir vinnu eða skóla,
svaf í Reykjavík um kvöldið og lagði
svo af stað í Borgarnes kl ukkan sex að
morgni. Við Henning Henningsson
gerðum þetta báðir síðastliðið vor
þannig að það er ýmislegt lagt á sig til
þess að æfa með landsliðinu.
Þegar á heildina er litið finnst mér
Körfuknattleikssambandið ekki
„Gef ekki kost á mér í
landsliðið eftir síðustu
verkefni þess"
standa nógu vel að landsliðsmálun-
um miðað við þann uppgang sem er í
íþróttinni. Það er alveg makalaust að
enginn landsliðsþjálfari skuli vera
starfandi eins og er en að sjálfsögðu
er ástæðulaust að vera með mann á
launum ef engin eru verkefnin. Mér
finnst vanta verkefni fyrir leikmenn
sem eru 23 ára og yngri til þess að
halda utan um þann sterka kjarna
sem myndast strax í 16 ára lands-
liðinu en í honum eru framtíðarleik-
menn þjóðarinnar.
Mér fannst það hrein og klár mis-
tök landsliðsnefndar að ferðast um
landið með svokallað Nike lið síðast-
liðin jól sem var eingöngu skipað er-
lendum leikmönnum. Það hefði
verið mun heppilegra að láta lands-
liðið fara í þessa ferð því ekki veitir
þvíaf samæfingu. Að auki hefði kom-
ið peningur íkassann en mérskilst að
hann hafi runnið til útlendinganna
sem tóku þátt í þessu. Hafi Nike hins
vegar áhuga á því að búa til Nike lið
og ferðast á það að vera óviðkom-
andi landsliðsnefndinni.
KKÍ þarf að efla betur tengslin við
klúbbana og skólana til kynningar á
körfuboltanum og svo þarf að gera
átak í þjálfaranámskeiðum. Við þurf-
um betri þjálfara yfir heildina til þess
að ná lengra í íþróttinni. Til þess að
fylgja uppsveiflunni eftir þarf af efla
þjálfarastéttina. Sömuleiðis verður
að fjölga dómurunum og KKÍ þarf að
hafa meiri afskipti af þeim málum."
— Gefur þú enn kost á þér í lands-
liðið?
„Ekki eftir síðasta verkefni lands-
liðsins sem var þátttaka í Evrópu-
keppninni en mitt hlutskipti þá var að
verma bekkinn og var erfitt að sætta
sig við það eftir að hafa ekið mörg
þúsund kílómetra á undirbúnings-
tímabilinu til þess að geta tekið þátt í
æfingunum. Ég tel að ég hefði getað
komið að gagni í þessum landsleikj-
um. Ég hef setið á mér og haft hljótt
um mig en þegar ég er farinn að
verma bekkinn trekk í trekk veit ég
ekki hvert næsta skref verður. Ég
myndi endurskoða afstöðu mína yrði
skipt um landsliðsþjálfara."
Birgir sækir að Teiti Örlygssyni leikmanni Njarðvíkur.
35