Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1993, Page 36

Íþróttablaðið - 01.12.1993, Page 36
— Hverjir eru hæfir sem lands- liðsþjálfarar? „Ég gæti séð Lazlo Nemeth fyrir mér sem landsliðsþjálfara að nýju. Hann er mjög hæfur og hefur góð sambönd. Auk þess hef ég miklatrú á Peter Jelic, þjálfara Tindastóls. Ann- ars koma margir íslenskir til greina í framtíðinni án þess að ég sé að nefna nokkurn sérstakan." — Ertu sáttur við gengi Skalla- gríms það sem af er keppnistímabil- inu? „Við höfum verið í lægð að undan- förnu en veturinn leggst engu að síð- ur vel í mig. Undirbúningstímabilið var þaðerfiðasta frá þvíég kom hing- að vegna tíðra meiðsla leikmanna. Alexander var frá í rúma tvo mánuði og höfum við verið mjög þolinmóðir hvað það varðar. Á tímabili vorum við komnir á fremsta hlunn með að leita að öðrum útlendingi. Elvar Þór- ólfs og Gunnar Þorsteins eiga báðir mikið inni en yngri leikmennirnir í liðinu er að sækja í sig veðrið og þeirra þáttur kemur til með að ráða úrslitum varðandi það hvort við ná- um betri árangri en í fyrra." — Er mikill rígur milli liðanna á Vesturlandi? „Já, það er mikið kappsmál að sigra annaðhvort IA eða Snæfell en rígurinn fer samt ekki út í öfgar. Inn- byrðis leikir liðanna eru ávallt skemmtilegir og ætlum við að reyna að vera fyrir ofan Snæfell í riðla- keppninni að keppnistímabilinu loknu eins og tvö undanfarin ár." — Hverjir eru mest spennandi leikmenn deildarinnar í dag? „Frank Booker og Rondey Robin- son eru frábærir leikmenn. Af inn- lendum körfuboltamönnum eru Gummi Braga, Bárður Eyþórs og Guðjón Skúla spennandi leikmenn. Þá er alltaf gaman að leika á móti Lárusi Árnasyni f KR því ég þekki hann bæði sem samherja og and- Úrvalsdeildarlið SHlllagrro velur ÍÍiMÉilð L. A JSiyskórnir fást hjá okkur Vöruhús Vesturlands fk Borgarnesi Sími: 71200

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.