Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.12.1993, Page 42

Íþróttablaðið - 01.12.1993, Page 42
Eftirlætis- íþróttamaðurinn „Ég er búinn að vera í 5 ár hérna en égerfrá Akranesi. Égspilaði með ÍA í öllum yngri flokkunum og reyndi í eitt sumar að vera í 1. deild. Ég fékk lítið að spila og dreif mig í Borgarnes til að bæta úr því. Ég held að það hafi verið rétt ákvörðun, því ég hef spilað mun fleiri leiki hérna en ég hefði gert á Skaganum." — Freistar Skaginn ekkert í dag? „Jú, hann freistar svolítið núna. Það getur vel verið að ég reyni mig á Skaganum næsta sumar. Það er nátt- úrlega ekki eins mikil stemning í 3. deild, það er miklu skemmtilegra í 1. deild." ÚR ALBÚMINU Valdimar Sigurðsson markakóngur í vinnunni. — Hvað gerir þú þegar þú ert ekki að æfa eða spila knattspyrnu? „Á veturna starfa ég við úrbeiningu hjá Kaupfélagi Borgfirðinga en á sumrin er ég nokkurs konar fram- kvæmdastjóri knattspyrnudeildar Skallagríms og þjálfa þar að auki 6. og 7. flokk, þannig að ég er á vellin- um allt sumarið." — Er hægt að segja að æfingin úr knattspyrnunni nýtist þér við úr- beininguna? „Nei, það er ekki hægt að segja það, maður stirðnar við að standa og úrbeina frekar en hitt. Ég má ekki við því að verða stirðari en ég er. Þetta bjargast yf i r su marið því þá er ég m i k- ið úti við og er að gera það, sem ég hef gaman af." — Hvað gerir þú þegar þú ert ekki að æfa, þjálfa eða spila fótbolta og ekki í vinnunni? „Ég er mikill aðdáandi ensku knattspyrnunnar. Annars reyni ég að vera í faðmi fjölskyldunnar. Reyndar er ég einnig að þjálfa í knattspyrnu innanhúss á veturna, þannig að það fer mikill tími í þetta." — Verður þú aldrei leiður á knatt- spyrnu? „Nei, það er skemmtilegt að fá að vinna við það, sem maður hefur gam- an af." — Hvaðan kemur þú og hvað ertu búinn að vera lengi í Borgarnesi? Hver er eftirlætisíþróttamaður Emils Sigurðssonar í Borgarnesi? Emil Sigurðsson er 12 ára Borg- nesingur. Hann er m.a. tvöfaldur ís- landsmeistari í badminton og náði langt í knattþrautum KSÍ á síðasta sumri. Að margra mati er Emil geysi- Iega efnilegur íþróttamaður. Hver ætli sé eftirlætisíþróttamaðurinn hans? „Það er engin spurning. Eftirlætis- íþróttamaðurinn minn er Charles Barkley. Hann er einfaldlega besti körfuboltamaður í heimi," sagði Emil án nokkurrar umhugsunar. BJÖRN BJARTMARZ, knatt- spyrnumaður úr Víkingi og fram- kvæmdastjóri félagsins, hlaut gull- verðlaun í FORD-keppninni sem KSÍ stóðfyrirárið1972 en það var knatt- þrautakeppni. Björn þótti einstak- lega teknískur leikmaður (og þykir reyndar enn) og var einn af efnileg- ustu knattspyrnumönnum landsins (sem hann er reyndar ekki enn). Hinn heimsþekkti knattspyrnumað- ur BOBBY CHARLTON, sem kom til landsins í tilefni knattþrautakeppn- innar, er með Bjartmari á myndinni ásamt nokkrum öðrum. BJÖRN BJARTMARZ ífermingar- múnderingunni þegar slaufur og há- ir hælar voru ítísku. Hann hefur lítið breyst eins og sést á þessari mynd en drengurinn var greinilega stórmynd- arlegur (og er það reyndar enn). 42

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.