Íþróttablaðið - 01.12.1993, Page 53
Allir til í slaginn á Highbury.
Af þeim fimm heppnu fóru fjórir í
þessa ferð auk þess sem þrír makar
voru með í för. Alls var því um níu
manna hóp að ræða að meðtöldum
fulltrúum VISA ISLAND og
ÍÞRÓTTABLAÐSINS. Farið var
snemma á föstudegi og komið til
baka seint á sunnudegi. Þrír stuðn-
ingsaðilar KR voru meðal þeirra sem
duttu í lukkupottinn og einn stuðn-
ingsmaður Þórs frá Akureyri.
Gert var ráð fyrir því að fólk hefði
nokkuð frjálsar hendur íferðinni utan
þess að fara saman á leikinn en sam-
heldnin í hópnum var strax svo mikil
að allir fóru saman út að borða, í
skoðunarferð um London, í heim-
sókn í Convent Garden fyrir utan
snarpa verslunarleiðangra. Ferðin
var sem sagt vel heppnuð og
skemmtileg í alla staði og hinir
heppnu vinningshafar sannreyndu
það að það er eftir töluverðu að
slægjast í Sportpotti VISA ISLAND.
Tony Daley og Lee Dixon berjast um
boltann. Daley hafði verið orðaður
við ítalskt félag og þótti því ólíklegt
að hann tæki þátt í leiknum. Hans
var til að mynda ekki getið í leik-
skránni.
Hermann, Ólöf, Heimir og Einar snæða í Lundúnum.
Arseanl aðdáendur voru farnir að fagna marki þegar
Bognic, markvörður Villa, varði vítaspyrnu.