Fréttablaðið - 24.07.2020, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 24.07.2020, Blaðsíða 4
Alls fækkaði gistinótt­ um á hótelum og gistiheimil­ um um 47,5 prósent á fyrstu fimm mánuðum ársins, samkvæmt því sem fram kemur í gögnum Hagstof­ unnar. [...] Nýting gistirýma í apríl og maí var 3,6 og 8,9 prósent, en á sama tíma árið 2019 var um helmingsnýting rýma. HÓTEL Einkahlutafélagið Capital Hotels var tekið til gjaldþrotaskipta í byrjun mánaðar, en fyrirtækið hafði á tímabili þrjú hótel í Reykja- vík á sínum snærum. Þau hótel sem eru nú meðal eigna Capital Hotels eru City Park Hotel við Ármúla 5 og Capital Inn við Suðurhlíð 35 í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum frá Árna Vali Sólonssyni, sem var annar tveggja hluthafa í Capital Hotels, var City Center Hotel við Austurstræti 6, sem áður var rekið sem dóttur- félag Capital Hotels, selt fyrr á þessu ári til hóps fjárfesta. Árni segir í samtali við Fréttablað- ið að COVID-19 faraldurinn hafi verið meginástæða þess að rekstur Capital Hotels var tekinn til gjald- þrotaskipta, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málefni félagsins. Hvorki Capital Hotels né City Park Hotel hafa skilað ársreikningi fyrir árið 2019. Rekstrartekjur Capi- tal Hotels námu tæplega 294 millj- ónum króna á árinu 2018, en var þar um að ræða 92 prósenta aukningu frá árinu 2017. Hins vegar varð 67 milljóna króna rekstrartap á árinu 2018 þar sem rekstrarkostnaður þrefaldaðist milli ára og nam 361 milljón króna. Í ársreikningi Capital Hotels fyrir árið 2018 er hlutabréfaeign upp á 188 milljónir tilgreind, en þar er meðal annars um að ræða dóttur- félögin utan um rekstur á hótel- unum við Austurstræti og Ármúla. Samanlagðar rekstrartekjur hót- elanna þriggja á árinu 2018 námu um 787 milljónum króna, að því er kemur fram í gögnum frá ársreikn- ingaskrá. Til stóð að Capital Hotels yrðu rekstraraðili Marriot hótels við Kef lavíkurf lugvöll, en fyrirtækið hafði tryggt sér sérleyfi þar að lútandi frá erlendu keðjunni. Hins vegar var greint frá því í janúar að Aðaltorg, sem byggði húsbygg- inguna, hygðist leita að nýjum rekstraraðilum. Kröfulýsingarfrestur í þrotabúið er í byrjun september, en Steinunn Guðbjartsdóttir hefur verið skipuð skiptastjóri þrotabús Capital Hot- els. Alls fækkaði gistinóttum á hót- elum og gistiheimilum um 47,5 prósent á fyrstu fimm mánuðum ársins, samkvæmt því sem fram kemur í gögnum Hagstofunnar. Í janúar mældist þó  11 prósenta aukning milli ára þegar tæplega 345 þúsund gistinætur voru færðar til bókar hjá Hagstofunni. Hins vegar var þegar farið að halla undan fæti í febrúar þegar 5,9 prósenta samdráttur varð frá 2019. Í mars mældist svo 53 prósenta sam- dráttur. Nýting gistirýma í mars féll jafnframt úr 65 prósentum í 30 pró- sent.  Aðalskellurinn varð hins vegar í apríl þegar 96 prósenta samdráttur varð í gistinóttum og aðeins 13.502 gistinætur voru skráðar á öllum gististöðum og hótelum landsins. Nýting gistirýma í apríl og maí var 3,6 og 8,9 prósent, en á sama tíma árið 2019 var um helmingsnýting rýma. thg@frettabladid.is Capital Hotels er gjaldþrota Capital Hotels, sem á hótel við Suðurhlíð og Ármúla, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Fyrrum eig- andi segir COVID-19 meginástæðu þess að svo fór. Gistinóttum á landinu fækkaði um 96 prósent í apríl. Komur ferðamanna til landsins stöðvuðust í apríl og maí og hafa öll hótel fundið fyrir því.FRETTABLAÐIÐ/ERNIR Það sem þátttakendur uppskera: • Aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd og trú á eigin getu • Hugrekki til að rétta upp hönd og taka þátt í umræðum • Leiðir til að kynnast nýju fólki, bæta samskipti og styrkja sambönd • Þor til að koma hugmyndum sínum á framfæri og hafa áhrif • Betra skipulag og skýrari markmið • Jákvætt viðhorf og kvíða/streitustjórnun Næstu námskeið: 10-12 ára – 5. ágúst kl 9-13, 8 virka daga í röð - Uppselt 10-12 ára – 12. ágúst kl 10-14, 8 virka daga í röð 10-12 ára – 26. september kl 10-13, 8 laugardaga í röð 13-15 ára – 5. ágúst kl 13.00 til 16.30, 8 virka daga í röð 13-15 ára – 22. september kl 17-20.30, 1x í viku í 8 vikur 16-19 ára örnámskeið – Kickstartaðu haustinu! 17.-18. ágúst kl 13-16 16-19 ára – 10. ágúst kl 18-22, 8 skipti á 4 vikum 16-19 ára – 23. sept kl 18-22, 1x í viku í 8 vikur 20-25 ára – 4. ágúst kl. 18-22, tvisvar í viku – Örfá sæti laus 20-25 ára – 24. september kl. 18-22, einu sinni í viku 18-25 ára – 9.-11. október kl 8.30-17, 3 dagar í röð Kynntu þér málið á dale.is eða í síma 5557080 98% þátttakenda segjast þora meira að vera þau sjálf EFNAHAGSMÁL Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands telur íslenska bankakerfið standa styrkum fótum. Það sé vel í stakk búið til að mæta áföllum, einkum vegna sterkrar lausa- og eiginfjárstöðu. Fram kemur í fundargerð nefnd- arinnar að 10. júní hafi lausafjár- eignir bankanna umfram lausa- fjárkröfur numið 270 milljörðum króna. Hafði lausafjárstaðan styrkst um 20 milljarða, eða átta prósent frá síðasta fundi nefndarinnar. „Álagspróf á lausafjárstöðu bank- anna benda til að þeir þoli mikið útf læði“, segir í fundargerðinni og að eiginfjárhlutfall þeirra sé að meðaltali 24,5 prósent og því sé gott svigrúm til að takast á við útlána- tap. Um 380 milljarðar af útlánum stóru bankanna þriggja  eru í greiðsluhléi vegna COVID-19. Um 16 prósent af öllum útlánum til fyrirtækja og nær helmingur allra útlána til ferðaþjónustunnar, segir í fundargerðinni. – thg Bankakerfið sé vel í stakk búið Ég held að atvinnu­ málin muni skýrast betur í haust þegar upp­ sagnarfrestir og hlutabóta­ úrræði hafa runnið sitt skeið Konráð S Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri ATVINNUMÁL Minnkandi atvinnu- þátttaka, brotthvarf erlends vinnu- afls til síns heima, tímabundin sum- arstörf og mælingaskekkjur eru allt þættir sem kunna að skýra mikinn mun á atvinnuleysistölum vinnu- markaðsrannsóknar Hagstofunnar og hefðbundnum atvinnuleysis- mælingum. Samkvæmt vinnumarkaðsrann- sókn Hagstofunnar var atvinnuleysi 3,5 prósent í júní. Almennt atvinnu- leysi samkvæmt mælingum Vinnu- málastofnunar var hins vegar meira en tvöfalt hærra, eða 7,5 prósent. Samkvæmt vinnumarkaðsrann- sókninni var atvinnuþátttaka örlítið minni í júní samanborið við árið 2019. Hins vegar hefur verið fólksfjölgun síðastliðið ár, svo að fjöldi starfandi einstaklinga í júní á þessu ári er hærri en fyrir einu og tveimur árum. Hagstofan bendir á hættu á svo- kallaðri brottfallsskekkju í rann- sókninni þar sem þeir sem þáðu atvinnuleysisbætur í júní voru ólík- legri til að taka þátt. Vinnumark- aðsrannsóknin er unnin með 4.000 manna slembiúrtaki sem valið er úr Þjóðskrá á ári hverju. Þegar var farið að halla undan fæti í íslenska hagkerfinu áður en COVID-19 hóf innreið sína. Bent hefur verið á að erlent vinnuaf l hafi þegar hafið að streyma aftur til síns heima, sem hugsanlega hefur mildað höggið á vinnumarkaðinn, segja viðmælendur Fréttablaðsins. Konráð S. Guðjónsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, bendir á að hluti þeirra sé enn að vinna uppsagnarfrest og teljist því í vinnu í skilningi rannsóknarinnar. „Ég held að atvinnumálin skýrist betur í haust þegar uppsagnarfrestir og hlutabótaúrræði hafa runnið sitt skeið,“ segir Konráð. – thg Sumarstörf og mæliskekkjur útskýra lágar atvinnuleysistölur LÖ G R E G L A Dóms mála ráð herra hefur lagt til við Ólaf Helga Kjartans son að hann láti af embætti lögreglustjóra á Suðurnesjum. Hún hefur kvartanir frá tveimur starfs- mönnum hans á borði sínu. Þetta hefur RÚV eftir heimildar mönnum. Ólafur Helgi hefur ekki orðið við til- lögu ráð herrans. Embættið logar í illdeilum og klögumál ganga á víxl milli stríð- andi fylkinga eins og Fréttablaðið greindi frá fyrr í vikunni. – ókp Ólafur Helgi neitar að hætta Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráð- herra. 2 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.