Fréttablaðið - 24.07.2020, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.07.2020, Blaðsíða 10
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Forystufólk verkalýðs- hreyfingar- innar, sem er hvað öðru vanstilltara í ofstæki sínu, hefur lagt sitt af mörkum í að leggja stein í götu björgunar- tilrauna flugfélags- ins. Ísland þarf heildstæða mennta- stefnu sem byggir á fram- tíðarsýn með tilliti til þessara umbyltinga. Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Huawei-t ég um það? Sigurður Ingi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað starfshóp með embættismönnum Stjórnar- ráðsins. Tilgangurinn er að tryggja „örugga uppbyggingu 5G-kerfisins“, eins og það er orðað á vef Stjórnarráðsins. Þetta lesist líklega þannig að hið ægilega kínverska Huawei komist ekki í lykilstöðu. Þann- ig hefur paranojan frá Banda- ríkjunum og Bretlandi náð inn í uppbyggingu næstu kynslóðar fjarskipta hér á landi. Enda liggur fyrir frumvarp til nýrra fjarskiptalaga þar sem ráðherra eru veittar heimildir til beinnar íhlutunar um af hverjum skal kaupa búnað af þessu tagi. Ekki er þó búist við að vinna hópsins verði á ógnarhraða því hann situr til ársloka 2021. Engan asa Héraðsdómur heimilar mennta- og menningarmála- ráðherra ekki f lýtimeðferð á máli gegn kvartanda til kærunefndar jafnréttismála. Það mál þarf því að hafa sinn gang á venjulegum hraða fyrir dómstólnum. En venjulegur hraði er svo sem afstæður. Það væri nú óskandi samt að ráðherrann setti önnur mál í f lýtimeðferð í ráðuneyti sínu. Þjónustusamninginn við RÚV svo dæmi sé tekið, sem kynntur var í ríkisstjórn fyrir meira en hálfu ári. Allt okkar umhverfi er að taka stórum tækni-breytingum. Því skiptir máli sem aldrei fyrr að stjórnvöld styðji við og hvetji til nýsköpunar og tækniframþróunar til þess að efla samkeppnishæfni Íslands á heimsvísu. Fyrir litla þjóð mun sú verðmætasköpun sem fylgir stórum stökkum í tækniþróun skipta öllu máli í efnahags- legu tilliti. Kyrrstaða þýðir að við komum til með að standa höllum fæti til framtíðar þegar kemur að sam- keppnishæfni á vinnumarkaði. Tæknin mun leiða til umbreytinga í öllum atvinnugreinum með einum eða öðrum hætti auk nýrra starfa sem hún mun leiða af sér og enginn veit enn hver verða. Því skiptir mjög miklu máli að tæknimenntun verði efld á öllum stigum skólakerfisins, allt frá leik- og grunnskóla upp í háskóla. Tæknilæsi er færni sem íslenskt menntakerfi verður að innleiða þannig að við öll öðlumst jöfn tækifæri til þátttöku í sam- félagi örra breytinga. Skólakerfið tekur breytingum eins og hvað annað í samfélagi manna. Oftar en ekki þykir okkur kerfið silast áfram og breytingar utan veggja skólastofn- ana hreyfast mun hraðar en skólakerfið sjálft. Tímar örra tæknibreytinga og viðbragða við heimsfaraldri COVID-19 kalla á aukna kröfu um tæknilæsi og færni til að takast á við það óþekkta. Geta til að sýna frumkvæði og sjálfstæði en umfram allt til að geta unnið á árangursríkan hátt í sam- vinnu eru þættir sem vitað er að skipta gríðarlega miklu máli fyrir það umhverfi sem við sem þjóð erum þegar farin að lifa og starfa í. Ísland þarf heildstæða menntastefnu sem byggir á framtíðarsýn með tilliti til þessara umbyltinga. Einnig þarf að fylgja fjármagn og markviss aðgerðaáætlun svo Ísland verði samkeppnishæft á alþjóðavísu og efli sig sem þjóð á sama tíma og við stuðlum að dýrmætri verðmætasköpun fyrir þjóðarbúið. Skólakerfið, umbreyting ar og samkeppnishæfnin Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi Viðreisnar í GarðabæALLT fyrir listamanninn Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17 Verkfæralagerinn Eitt mikilvægasta fyrirtæki landsins rær líf-róður þessa dagana. Eftir undirritun nýrra kjarasamninga við Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) stefnir Icelandair að því að klára samn-inga við fimmtán lánardrottna, íslenska ríkið og Boeing fyrir lok næstu viku svo hægt verði að efna í kjölfarið til hlutafjárútboðs. Verði af útboðinu, þar sem Icelandair hyggst sækja sér allt að 30 milljarða, er ljóst að þátttaka allra helstu lífeyrissjóða landsins verður nauðsynleg eigi að takast að endurfjármagna félagið. Ákvörðun lífeyrissjóðanna, sem komu síðast að endur- reisn Icelandair fyrir hartnær áratug, að leggja félaginu til aukið fjármagn, getur aðeins verið tekin á viðskipta- legum forsendum með arðsemismarkmið að leiðar- ljósi. Hagsmunir sjóðsfélaga, sem treysta stjórnendum sjóðanna fyrir því ábyrgðarmikla hlutverki að ávaxta skyldusparnað sinn, eru þar undir. Sumir eiga erfitt með að gera sér grein fyrir þessu sam- hengi hlutanna. Forystufólk verkalýðshreyfingarinnar, sem er hvað öðru vanstilltara í ofstæki sínu, hefur lagt sitt af mörkum í að leggja stein í götu björgunartilrauna flugfélagsins. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur þar farið fremstur í flokki með því að beina því til fulltrúa stéttarfélagsins í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna að sniðganga eða greiða atkvæði gegn fjárfestingu í útboði Icelandair vegna óánægju með hvernig staðið var að kjaraviðræðum við FFÍ. Færu fulltrúar VR ekki að þeim til- mælum yrði þeim skipt út. Engu breytir þótt formaður VR hafi síðar dregið í land eftir að samningar náðust við flug- liða. Skaðinn er skeður og vegið hefur verið að sjálfstæði stjórnar lífeyrissjóðsins. Það má ekki standa án eftirmála. Augljósir tilburðir formanns VR til skuggastjórnunar með því að reyna að taka beina stjórn á sjóðnum eru ekki nýmæli. Aðeins rúmt ár er síðan Fjármálaeftirlitið beindi því til Lífeyrissjóðs verslunarmanna að endurskoða sam- þykktir sjóðsins sérstaklega með það í huga hvort og við hvaða aðstæður hægt væri að skipta út stjórnarmönnum. Var það gert eftir að fulltrúaráð VR hafði afturkallað umboð stjórnarmanna stéttarfélagsins í stjórn og sett inn nýja stjórnarmenn til bráðabirgða vegna ákvörðunar um vexti verðtryggðra sjóðfélagalána sem stjórn og fulltrúa- ráð VR voru ósammála um. Með því að ætla enn á ný að hafa áhrif á ákvörðunartöku sjóðsins, sem er ekki í eigu eða undir stjórn VR, hefur Ragnar Þór sýnt Fjármálaeftir- liti Seðlabankans lítilsvirðingu og skeytt ekkert um þau tilmæli sem stofnunin hefur sent frá sér. Við svo búið má ekki standa. Ásgeir Jónsson seðla- bankastjóri segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að það þurfi að „stíga miklu fastar til jarðar í því að tryggja sjálf- stæði lífeyrissjóðanna“. Bankinn muni beita sér fyrir því að sjálfstæði stjórnarmanna verði tryggt til frambúðar og eyða öllum grunsemdum um skuggastjórnun. Því ber að fagna. Eftir sem áður, eins og seðlabankastjóri nefnir sjálfur, eru yfirlýsingar formanns VR afar óheppilegar og draga úr trúverðugleika stjórnarmanna Lífeyrissjóðs verslunarmanna. Ef þeir hafna því að taka þátt í útboði Icelandair munu eðlilega vakna strax grunsemdir um að þeir lúti skuggastjórn. Seðlabankanum er ekki stætt á öðru, vilji hann vernda trúverðugleika sinn, en að grípa umsvifalaust til aðgerða og jafnframt taka til athugunar hvort ástæða sé til að vísa málinu til ákæruvaldsins. Skaðinn skeður 2 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.