Fréttablaðið - 24.07.2020, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.07.2020, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 6 2 . T Ö L U B L A Ð 2 0 . Á R G A N G U R F Ö S T U D A G U R 2 4 . J Ú L Í 2 0 2 0 Hvers manns straumur Volkswagen e-Golf HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000 · hekla.is/volkswagensalur Tilboðsverð e-Golf Comfort 4.490.000 kr. 100% rafmagns bíll VIÐSKIPTI Seðlabankinn mun beita sér fyrir því að sjálfstæði stjórnarmanna lífeyrissjóða verði tryggt til frambúðar og eyða öllum grunsemdum um skuggastjórnun. Þetta segir Ásgeir Jónsson seðla- bankastjóri í samtali við Frétta- blaðið. „Að mínu áliti þarf að stíga miklu fastar til jarðar í því að tryggja sjálf- stæði sjóðanna. Ég tel að regluum- hverfi þeirra sé alltof veikt og að Fjármálaeftirlitið þurfi öf lugri heimildir til inngripa,“ segir Ásgeir. Tilmæli stjórnar VR til stjórnar- manna í Lífeyrissjóði verzlunar- manna um sniðgöngu á væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair séu þörf áminning um mikilvægi þess að þétta varnir í kringum sjálfstæða ákvarðanatöku innan lífeyrissjóða. „Í gegnum tíðina hafa ýmsir utanaðkomandi aðilar reynt að hafa áhrif á fjárfestingar lífeyris- sjóðanna. Þetta er ekki nýtt vanda- mál og það mun dúkka upp aftur og aftur,“ segir Ásgeir. Því sé mikilvægt að tryggja sjálfstæði stjórnarmanna til frambúðar. Fulltrúaráð VR afturkallaði umboð stjórnarmanna VR í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sum- arið 2019 og setti nýja stjórnarmenn til bráðabirgða. Á þeim tíma beindi Fjármálaeftirlitið þeim tilmælum til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna að endurskoða samþykktir sjóðsins og voru öðrum lífeyrissjóðum send sömu tilmæli. Aðspurður segist Ásgeir vilja fylgja þessum tilmælum eftir með afdráttarlausum hætti og krefjast svara um það hvernig sjóðirnir ætli að koma í veg fyrir að umboð stjórnarmanna geti verið aftur- kallað fyrirvaralaust. „Hvernig getur stjórnarmaður verið sjálfstæður þegar hægt er að skipta honum út hvenær sem er – vegna þess að tilnefningaraðilanum líkar ekki við ákvarðanir hans?“ spyr Ásgeir. „Það er óþolandi ef sjóðsfélagar, sem eru að safna fyrir ævikvöldi sínu, geta ekki gengið að því vísu að fjárfestingarákvarðanir séu teknar í samræmi við hagsmuni þeirra.“ Auk þess mun Seðlabankinn ræða við fjármála- og efnahags- ráðuneytið og aðrar viðeigandi stofnanir um að fjármálaeftirlit bankans fái frekari heimildir til inngripa. – þfh / sjá síðu 6 Þétta varnir í kringum sjóðina Seðlabankastjóri segir að bankinn muni beita sér fyrir því að tryggja sjálfstæði stjórna lífeyrissjóðanna. Kallar eftir öflugra regluverki og frekari heimildum til inngripa. Reynslan af skuggastjórn sé mjög slæm. Ég tel að regluum- hverfi þeirra sé alltof veikt og að fjármála- eftirlitið þurfi öflugri heimildir til inngripa. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri VIÐSKIPTI Sala á neftóbaki hefur dregist verulega saman það sem af er ári en á tímabilinu janúar til júní seldust 13.991 kíló. Það er um 36 pró- senta samdráttur milli ára. Þetta kemur fram í svari ÁTVR við fyrir- spurn Fréttablaðsins. Þetta er mikil breyting en salan jókst um nokkur prósent milli áranna 2018 og 2019. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoð- arforstjóri ÁTVR, segir töluverðan hagnað vera af sölu tóbaks hjá ÁTVR á síðustu árum en neftóbakið sé hins vegar ekki stór hluti af heildinni. Spurð um hvað valdi þessum sam- drætti segir Sigrún að nikótínpúð- arnir sem nú eru í sölu hafi áhrif á sölu neftóbaks. „Við höfum líka selt í Fríhöfnina og hún hefur alveg dottið út núna. En það má alveg giska á að púðarnir hafi veruleg áhrif. Við sáum það þegar þeir komu á markað- inn að það var áberandi minnkun,“ segir Sigrún. – mhj Neftóbakssala hrynur milli ára Ýmislegt hefur farið fram á Laugavegi í gegnum tíðina en líklega var það í fyrsta sinn í gær sem leikið var á f lygil undir berum himni á miðri götunni. Högni Egilsson tónlistarmaður f lutti þar tónlist og gladdi geð tónleikagesta sem voru fjölmargir. Tónleikarnir eru hluti af svonefndum Uppsprettuviðburðum Vonarstrætis og Vínstúkunnar Tíu sopa. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.