Fréttablaðið - 29.07.2020, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 29.07.2020, Blaðsíða 24
Listamennirnir n Bjarki Bragason n Claudia Hausfeld n G. Erla n Hildur Hákonardóttir n Jóna Hlíf Halldórsdóttir n Kolbrún Ýr Einarsdóttir n Ragnheiður Ragnarsdóttir n Rúna Þorkelsdóttir NÝLEGA FENGUM VIÐ MIKIÐ AF GLÆSI- LEGUM VERKUM, ÞANNIG AÐ ÞAÐ LÁ BEINT VIÐ AÐ GERA SÝNINGU MEÐ NÝJUM AÐ- FÖNGUM. Ný aðföng er yfir-skrift sýningar í N ý l i s t a s a f n i n u . Þar má sjá úrval verka sem gef in hafa verið í safn- eign síðustu þrjú ár. Elstu verkin á sýningunni eru frá sjöunda áratug síðustu aldar og þau nýjustu eru aðeins nokkurra ára gömul. Verkin eru unnin í ýmsa miðla, þarna eru textílverk, skúlptúrar, ljósmyndir og innsetningar. Sýningin stendur til 9. ágúst. „Á hverju ári fær safnið milli 10-30 gjafir, f lest eru það bókverk. Nýlega fengum við mikið af glæsi- legum verkum, þannig að það lá beint við að gera sýningu með nýjum aðföngum,“ segir Birkir Karlsson, sem hefur umsjón með safneigninni. Mismæli dætra Ragnheiður Ragnarsdóttir sýnir verkið Fréttir og tilfinningar, sem er hluti af innsetningu sem hún sýndi árið 1994 í Nýlistasafninu á Vatns- stíg. „Yfirskrift þeirrar sýningar, Fréttir og tilfinningar, spratt upp úr mismælum ungra dætra minna sem voru í útvarpsleik,“ segir hún. „Verkið samanstendur af nokkrum einingum. Ég tók eldhúsborðið mitt og búsáhöld og vafði þetta allt inn í dagblaðapappír með mismunandi stóru letri og myndum. Þar með var hlutverki þessara hluta lokið í eldhúsinu. Ég vafði einnig einstaka eldhúsmuni með dagblaðapappír þar sem búið var að má út allt letrið. Hugmyndin á bak við verkið er hið daglega hversdagslega áreiti.“ Ragnheiður gaf safninu þessi verk fyrir tveimur árum. „Ég er mjög hrifin af því hvernig Nýlistasafnið Sýning með nýjum aðföngum Átta listamenn eiga verk á sýningu í Nýlistasafninu. Verkin eru öll úr safneigninni og unnin í alls kyns miðla. Elstu verkin eru frá sjöunda áratug síðustu aldar. Bjarki Bragason, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Birkir Karlsson við verk Ragnheiðar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ljósmyndir eftir Bjarka af teppum Gísla á Uppsölum. Eldhúsáhöld eftir Ragnheiði, vafin inn í dag- blaðapappír. stendur að þessu, í staðinn fyrir að verkunum sé hent inn í geymslu og enginn viti af þeim, þótt þau séu skráð, þá eru þau sett á sýningu. Mér finnst líka athyglisvert að það eru sjö konur sem hér eiga verk, en einungis einn karl.“ Teppi Gísla á Uppsölum Bjarki Bragason er eini karlmaður- inn sem á verk á sýningunni, en þau nefnast Ef til vill í því sem hann. „Þetta eru ljósmynda skúlptúrar, á myndinni birtist rúmteppi og tveimur ljósmyndanna er haldið uppi af stultum. Rúmteppið er úr safneign Minjasafnsins á Hnjóti í Patreksfirði. Þetta er teppi sem Gísli á Uppsölum prjónaði fyrir sjálfan sig og var í hans búi þegar heimili hans var tekið í sundur að honum látnum og hlutir þaðan dreifðust inn í ýmsar safneignir og inn á heimili einstaklinga,“ segir Bjarki. „Ég gerði verkið árið 2013 á Pat- reksfirði. Ég hef lengi verið áhuga- samur um sögur af lífshlaupi sem stendur að einhverju leyti utan við meginstrauma samfélagsins, og hvernig persónulegt líf einstaklinga er birtingarmynd fyrir stærri þróun í samfélögum og menningunni. Ég fór með þetta teppi Gísla til Reykjavíkur til að ljósmynda það báðum megin. Þegar við tókum teppið upp og brutum saman þá sáum við rykprent af teppinu á bakgrunninum. Þá tók ég aðra ljós- mynd, sem er hvít með ryki úr þessu teppi. Verkin eru þannig leið til þess að búa til ákveðin sjónarhorn á hverfulleika lífsins og allra hluta.“ Fimmtudaginn 30. júlí verður í Nýlistasafninu listamannaspjall við nokkra af listamönnunum. Spjallið hefst klukkan 19.00 en að því loknu verður útgáfuhóf í tilefni af nýju bókverki eftir Fritz Hendrik IV. Opið er til 22.00. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Svissneska stórblaðið Le Temps birti nýlega lista sinn yfir 30 bestu evrópsku glæpasögurnar sem komið hafa út á frönsku síðast- liðin 40 ár. Bækur tveggja íslenskra glæpasagnahöfunda eru á listan- um: Mýrin eftir Arnald Indriða- son, í þýðingu Eric Boury, og Búrið eftir Lilju Sigurðardóttur, í þýðingu Jean-Christophe Salaün. Meðal annarra höfunda eru Ruth Rendell, Colin Dexter, Fred Vargas, Jo Nesbø, Pierre Lemaitre, Henning Mankell og Stieg Larsson. Íslenskir glæpasagnahöfundar eru að gera það gott erlendis, en Dimma og Drungi eftir Ragnar Jónasson, voru fyrir skömmu önnur og fjórða mest selda kilja vikunnar í Þýskalandi, samkvæmt metsölu- lista Der Spiegel, en hann mælir sölu á yfir 4.200 útsölustöðum í Þýska- landi. Á dögunum náði Dimma einnig öðru sæti listans og hafði íslensk skáldsaga þá ekki setið í því sæti í fimmtán ár. Íslenskur höf- undur hefur aldrei átt tvær bækur á sama tíma svo ofarlega á lista Spiegel. Gott gengi glæpasagnahöfunda Lilja Sigurðardóttir. Ragnar Jónasson. Ásta Vilhelmína Guðmunds-dóttir og Soffía Sæmunds-dóttir sýna textílverk, mál- verk og teikningar á sýningunni Dreggjar II í Borgarbókasafninu Spönginni. Sýningin stendur til 28. ágúst. Sýningin er afrakstur mán- aðardvalar listakvennanna tveggja á gestavinnustofu í Düsseldorf í Þýskalandi í fyrra. Ásta Vilhelmína Guðmunds- dóttir er listakona og hönnuður. Verk hennar, jafnt í hönnun sem listsköpun, eru gjarnan undir áhrif- um frá veðráttu og náttúru. Soffía Sæmundsdóttir hefur verið virk á myndlistarvettvangi undanfarinn áratug. Soffía er einkum kunn af málverkum sínum, en vinnur einn- ig teikningar og grafík og sækir innblástur í náttúru og landslag og veltir fyrir sér sambandi mann- eskjunnar við það. Dreggjar í Spönginni Verk eftir Ástu á sýningunni. 2 9 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R20 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.