Fréttablaðið - 29.07.2020, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 29.07.2020, Blaðsíða 32
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Davíðs Þorlákssonar BAKÞANKAR Það vakti athygli á dög-unum þegar fólk á Akur-eyri vildi skera upp herör gegn lausagöngu katta vegna ætlaðs óþrifnaðar og hættu fyrir fuglalíf. Staðreyndin er að þrátt fyrir mörg þúsund ára tilraunir þá hefur mannkyn- inu ekki tekist að gera ketti algerlega að húsdýrum. Sumir þeirra una hag sínum vel inni, aðrir munu aldrei sætta sig við það og verða viðþolslausir fyrir lífstíð ef þeir komast ekki út og enn aðrir lifa villtir. Það er því tómt mál að bera ketti saman við t.d. hunda, eða önnur dýr sem eru alger- lega háð manninum. Sumpart líkjast þeir meira villtum spendýrum. Takmörkun á lausagöngu katta er því ekki raunhæf. Ef fólk hefur áhyggjur af því að þeir komi inn til þess, þá þarf að tryggja að þeir geti það ekki, rétt eins og fólk kemur í veg fyrir að mannfólk, mýs og önnur dýr komi óboðin inn. Kattaskítur á lóðum er þeim kostum gæddur að vera 100% lífrænn og er því ekki verri en annað sem býr í moldinni. Fuglalífi stafar ekki ógn af því þótt einn og einn falli fyrir ketti. Ekki frekar en að ógn sé að því þótt sumir fuglar verði fyrir bíl eða ref. Ef áhyggjufullt fólk kemur með lausn til þess að temja ketti, sem síðustu tugir kyn- slóða mannsins höfðu ekki, þá má láta á það reyna. Þangað til skulum við njóta þess að vera þess heiðurs aðnjótandi að fá að búa í sömu borg eða bæ og kettir. Aðförin að kisunni siminn.is Partí heima í stofu um versló! Um helgina munu Helgi Björns og Reiðmenn vindanna, auk góðra gesta, trylla söngþyrstan lýðinn í tveimur þáttum í anda Heima með Helga. Syngdu með þegar talið verður í slagara eftir slagara. Fylgstu með í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans, á Mbl.is og K100. Verslunarmanna- Helgi í beinni Laugardag og sunnudag klukkan 20.00 PRINCE POLO 35 G 99 KR/STK 2929 KR/KG Fyrir svanga ferðalanga

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.