Fréttablaðið - 29.07.2020, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 29.07.2020, Blaðsíða 25
HARMÓNÍKAN ER TILLTÖLULEGA NÝTT KLASSÍSKT FYRIRBÆRI, VIÐ GETUM TALAÐ UM 60 ÁR Á HEIMSVÍSU OG HÉR Á ÍSLANDI ERU ÁRIN ENN FÆRRI. Ha r m ó n í k u -leik a r inn Jónas Ásgeir Ásgeirsson mun f lytja fyrsta íslenska harmón-í k u k o n s e r t i n n sem saminn er fyrir Íslending á tón- leikum kammersveitarinnar Elju. Jónas er, ásamt Elju, að leggja upp í tónleikaferðalag um landið og loka- tónleikarnir verða í Háteigskirkju, 7. ágúst. Harmóníkukonsertinn sem frumfluttur verður á tónleikaferða- laginu er eftir Finn Karlsson. „Þetta er þriðji íslenski harmón- íkukonsertinn og sá fyrsti sem er saminn fyrir Íslending. Fyrsta harmóníkukonsertinn samdi Þur- íður Jónsdóttir fyrir Norðmanninn Geir Draugsvoll, sem flutti hann á Myrkum músíkdögum árið 2005. Núna í janúar var síðan frumfluttur, einnig á Myrkum músíkdögum, konsert eftir Huga Guðmundsson og Daninn Andreas Borregaard frumflutti hann,“ segir Jónas. Harmóníkan blómstrar Spurður af hverju svo lítið hafi verið samið af harmóníkukonsertum hér á landi segir Jónas: „Það hefur skort klassískt menntaða íslenska harmóníkuleikara til að fylla upp í þetta skarð í tónsmíðasögunni. Það sama gildir um krefjandi einleiks- verk. Það hefur þó ýmislegt annað verið samið fyrir harmóníku, minni kammerverk og því um líkt. Harmóníkan er tiltölulega nýtt klassískt fyrirbæri, við getum talað um 60 ár á heimsvísu og hér á Íslandi eru árin enn færri. Á síðustu tveimur áratugum hefur hún jafnt og þétt verið tekin í sátt og er farin að blómstra.“ Hljóðritar konsertinn Um harmóníkukonsert Finns segir Jónas: „Finnur er einstaklega laginn við að semja fyrir hljóðfæraleikara og skrifar mjög skýrt. Hann tekur efnivið alls staðar frá, eins og lag- línur sem kitla nostalgíutaugarnar í honum og setur þær í allt annað samhengi. Hann veit nákvæmlega hvað hann vill“. Jónas mun hljóðrita harmóníku- konsertinn í Reykjavík með Elju, fyrir geisladisk. Auk þess verða á disknum verk eftir Atla Ingólfsson og nýtt einleiksverk eftir Þuríði Jónsdóttur, ásamt áður óuppgötv- uðum verkum eftir Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigurbjörnsson. Um verk Atla og Þorkels segir Jónas: „Þetta eru verk sem engar heimildir finnast um í opinberum skjölum. Verk Þorkels eru tvö, annað fyrir tvær harmóníkur og slagverk og hitt fyrir rafmagnsgítar, harmóníku og slagverk. Engar heimildir eru til um að verkin hafi verið f lutt. Svo er eitt verk eftir Atla Heimi, samið fyrir harmóníku og sópran, sem engar heimildir finnast um. Ég upp- götvaði þessi verk þegar þau komu nýlega inn á Tónverkamiðstöðina. Það er spennandi fyrir mig að flytja þessi verk frá stólpum íslenskrar tónlistarsögu.“ Vildi gera eitthvað öðruvísi Jónas byrjaði ungur að læra á harm- óníku. „Það var vegna þess að ég vildi gera eitthvað aðeins öðruvísi en vinir mínir sem lærðu á til dæmis fiðlu og píanó. Þáverandi kennari minn, Guðmundur Samúelsson, var og er mjög áhugasamur um að koma harmóníkunni á framfæri sem klassísku hljóðfæri og smitaði mig af því,“ segir Jónas Jónas var að ljúka mastersnámi í Kaupmannahöfn og vinnur nú í framhaldsgráðu í samspili þar, ásamt tveimur öðrum Íslendingum, Jóni Þorsteini Reynissyni og Helgu Kristbjörgu Guðmundsdóttur, en öll spila þau á harmóníku.” Ég vildi gera eitthvað aðeins öðruvísi en vinir mínir Jónas Ásgeir Ásgeirsson flytur fyrsta íslenska harmóníkukon­ sertinn sem saminn er fyrir Íslending. Hljóðritar konsertinn. Fann óþekkt verk eftir Atla Heimi og Þorkel Sigurbjörnsson. Jónas er að leggja upp í tónleikaferð um landið með kammersveitinni Elju og mun svo hljóðrita nýja harmóníkukonsertinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Föstudaginn 31. júlí kl. 14.00 - 17.00 opnar Sigtryggur Bjarni Baldvinsson sýningu í Komp- unni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði, sem ber yfirskriftina „Eftir regnið – 14. ágúst 2019”. Sýningin er opin daglega frá kl. 14.00 - 17.00 þegar skilti er úti, og stendur til 16. ágúst. Sigtryggur Bjarni Baldvinsson er fæddur á Akureyri árið 1966. Hann stundaði nám í Myndlista- skólanum á Akureyri, Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk framhaldsnámi frá École des Arts Decoratifs í Strassborg í Frakklandi. Eftir regnið Mynd á sýningunni. FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 RUM ÚTSAL S A A VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN VIÐ SENDUM FRÍTT STILLANLEG RÚM | HEILSURÚM OG -DÝNUR | GAFLAR | SÆNGUR | KODDAR | SVEFNSÓFAR | STÓLAR | SÆNGURFÖT, O.FL. ALLT AÐ 60 % AFSLÁTTUR DAG HVERN LESA 93.000 ÍSLENDINGAR FRÉTTABLAÐIÐ AÐ MEÐALTALI HEIMILD: PRENTMIðLAMÆLING GALLUP OKT-DES 2019, 12-80 ÁRA, ALLT LANDIð HAGSTOFA ÍSLANDS, MANNFJÖLDATÖLUR, 2019 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21M I Ð V I K U D A G U R 2 9 . J Ú L Í 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.