Fréttablaðið - 29.07.2020, Qupperneq 25
HARMÓNÍKAN ER
TILLTÖLULEGA NÝTT
KLASSÍSKT FYRIRBÆRI, VIÐ
GETUM TALAÐ UM 60 ÁR Á
HEIMSVÍSU OG HÉR Á ÍSLANDI
ERU ÁRIN ENN FÆRRI.
Ha r m ó n í k u -leik a r inn Jónas Ásgeir Ásgeirsson mun f lytja fyrsta íslenska harmón-í k u k o n s e r t i n n
sem saminn er fyrir Íslending á tón-
leikum kammersveitarinnar Elju.
Jónas er, ásamt Elju, að leggja upp í
tónleikaferðalag um landið og loka-
tónleikarnir verða í Háteigskirkju,
7. ágúst. Harmóníkukonsertinn sem
frumfluttur verður á tónleikaferða-
laginu er eftir Finn Karlsson.
„Þetta er þriðji íslenski harmón-
íkukonsertinn og sá fyrsti sem
er saminn fyrir Íslending. Fyrsta
harmóníkukonsertinn samdi Þur-
íður Jónsdóttir fyrir Norðmanninn
Geir Draugsvoll, sem flutti hann á
Myrkum músíkdögum árið 2005.
Núna í janúar var síðan frumfluttur,
einnig á Myrkum músíkdögum,
konsert eftir Huga Guðmundsson
og Daninn Andreas Borregaard
frumflutti hann,“ segir Jónas.
Harmóníkan blómstrar
Spurður af hverju svo lítið hafi verið
samið af harmóníkukonsertum
hér á landi segir Jónas: „Það hefur
skort klassískt menntaða íslenska
harmóníkuleikara til að fylla upp í
þetta skarð í tónsmíðasögunni. Það
sama gildir um krefjandi einleiks-
verk. Það hefur þó ýmislegt annað
verið samið fyrir harmóníku, minni
kammerverk og því um líkt.
Harmóníkan er tiltölulega nýtt
klassískt fyrirbæri, við getum
talað um 60 ár á heimsvísu og hér á
Íslandi eru árin enn færri. Á síðustu
tveimur áratugum hefur hún jafnt
og þétt verið tekin í sátt og er farin
að blómstra.“
Hljóðritar konsertinn
Um harmóníkukonsert Finns segir
Jónas: „Finnur er einstaklega laginn
við að semja fyrir hljóðfæraleikara
og skrifar mjög skýrt. Hann tekur
efnivið alls staðar frá, eins og lag-
línur sem kitla nostalgíutaugarnar
í honum og setur þær í allt annað
samhengi. Hann veit nákvæmlega
hvað hann vill“.
Jónas mun hljóðrita harmóníku-
konsertinn í Reykjavík með Elju,
fyrir geisladisk. Auk þess verða á
disknum verk eftir Atla Ingólfsson
og nýtt einleiksverk eftir Þuríði
Jónsdóttur, ásamt áður óuppgötv-
uðum verkum eftir Atla Heimi
Sveinsson og Þorkel Sigurbjörnsson.
Um verk Atla og Þorkels segir Jónas:
„Þetta eru verk sem engar heimildir
finnast um í opinberum skjölum.
Verk Þorkels eru tvö, annað fyrir
tvær harmóníkur og slagverk og
hitt fyrir rafmagnsgítar, harmóníku
og slagverk. Engar heimildir eru til
um að verkin hafi verið f lutt. Svo
er eitt verk eftir Atla Heimi, samið
fyrir harmóníku og sópran, sem
engar heimildir finnast um. Ég upp-
götvaði þessi verk þegar þau komu
nýlega inn á Tónverkamiðstöðina.
Það er spennandi fyrir mig að flytja
þessi verk frá stólpum íslenskrar
tónlistarsögu.“
Vildi gera eitthvað öðruvísi
Jónas byrjaði ungur að læra á harm-
óníku. „Það var vegna þess að ég
vildi gera eitthvað aðeins öðruvísi
en vinir mínir sem lærðu á til dæmis
fiðlu og píanó. Þáverandi kennari
minn, Guðmundur Samúelsson,
var og er mjög áhugasamur um að
koma harmóníkunni á framfæri
sem klassísku hljóðfæri og smitaði
mig af því,“ segir Jónas
Jónas var að ljúka mastersnámi
í Kaupmannahöfn og vinnur nú
í framhaldsgráðu í samspili þar,
ásamt tveimur öðrum Íslendingum,
Jóni Þorsteini Reynissyni og Helgu
Kristbjörgu Guðmundsdóttur, en
öll spila þau á harmóníku.”
Ég vildi gera eitthvað aðeins
öðruvísi en vinir mínir
Jónas Ásgeir Ásgeirsson flytur fyrsta íslenska harmóníkukon
sertinn sem saminn er fyrir Íslending. Hljóðritar konsertinn.
Fann óþekkt verk eftir Atla Heimi og Þorkel Sigurbjörnsson.
Jónas er að leggja upp í tónleikaferð um landið með kammersveitinni Elju
og mun svo hljóðrita nýja harmóníkukonsertinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Föstudaginn 31. júlí kl. 14.00 - 17.00 opnar Sigtryggur Bjarni Baldvinsson sýningu í Komp-
unni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði,
sem ber yfirskriftina „Eftir regnið
– 14. ágúst 2019”. Sýningin er opin
daglega frá kl. 14.00 - 17.00 þegar
skilti er úti, og stendur til 16. ágúst.
Sigtryggur Bjarni Baldvinsson
er fæddur á Akureyri árið 1966.
Hann stundaði nám í Myndlista-
skólanum á Akureyri, Myndlista-
og handíðaskóla Íslands og lauk
framhaldsnámi frá École des Arts
Decoratifs í Strassborg í Frakklandi.
Eftir regnið
Mynd á
sýningunni.
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
RUM
ÚTSAL
S A
A
VEFVERSLUN
www.betrabak.is
OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN
VIÐ SENDUM FRÍTT
STILLANLEG RÚM | HEILSURÚM OG -DÝNUR | GAFLAR | SÆNGUR | KODDAR | SVEFNSÓFAR | STÓLAR | SÆNGURFÖT, O.FL.
ALLT AÐ 60
%
AFSLÁTTUR
DAG HVERN LESA
93.000
ÍSLENDINGAR
FRÉTTABLAÐIÐ
AÐ MEÐALTALI HEIMILD: PRENTMIðLAMÆLING GALLUP OKT-DES 2019, 12-80 ÁRA,
ALLT LANDIð HAGSTOFA ÍSLANDS, MANNFJÖLDATÖLUR, 2019
M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21M I Ð V I K U D A G U R 2 9 . J Ú L Í 2 0 2 0