Fréttablaðið - 29.07.2020, Blaðsíða 14
2 9 . J Ú L Í 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
ENSKI BOLTINN Þegar glugginn
lokar hefur verið spilað í deildinni í
nokkrar vikur, en keppni hefst þar
12. september næstkomandi.
Félögin eru nú þegar farin að gera
sig gildandi á félagaskiptamarkaðn
um, en búist er við því að glugginn
verði hófstilltur vegna fjárhagslegra
áhrifa sem kórónaveirufaraldurinn
hefur haft á félögin. Fréttablaðið
spáir og spekúlerar hvað sex efstu
félögin í deildinni sem lauk um síð
ustu helgi, muni gera á markaðnum.
Liverpool
Ríkjandi meistarar hafa misst tvo
leikmenn í upphafi gluggans, en
Dejan Lovren er farinn til Zenit frá
Pétursborg og Adam Lallana skellti
sér til Brighton. Bent White, sem var
á láni hjá Leeds United frá Brigh
ton síðasta vetur, er talinn líklegur
til þess að leysa Lovren af hólmi.
Brasilíski miðvallarleikmaðurinn
Thiago Alcantara sem leikur með
Bayern München er sterklega orð
aður við Bítlaborgarliðið. Phil
ippe Coutinho ku vilja snúa aftur
á Anfield, en spurningin er hvort
Jürgen Klopp vilji taka við honum
aftur. Þá gæti Todd Cantwell verið
fenginn til þess að fylla skarð Adam
Lallana í leikmannahópnum.
Manchester City
Glugginn hjá Manchester City
breyttist þegar alþjóðaíþrótta
dómstóllinn sá til þess að þeir
fengju að leika í Meistaradeild Evr
ópu á næstu leiktíð. Pep Guardiola
er sagður vilja styrkja varnarlínu
sína og eru hans fyrrverandi læri
sveinar David Alaba, Nathan Aké
og Kalidou Koulibaly orðaðir við
liðið. Guardiola ætlar svo að fá
Ferr en Torres, leikmann Valencia,
en hann getur leikið á vængnum,
en þar missti Manchester City
Leroy Sané, og inni á miðsvæðinu,
í stað David Silva, sem er að öllum
líkindum á leið til Valencia.
Manchester United
Ole Gunnar Solskjær er kominn
með Manchester United í Meistara
deildina á nýjan leik og mun líklega
styrkja leikmannahópinn af kost
gæfni. James Maddison og Jack
Grealish hafa þráfaldlega verið
orðaðir við félagið síðustu vikurnar.
Svo er það talið nánast bókað að
Jadon Sancho, leikmaður Borussia
Dortmund, muni ákveða að semja
við Rauðu djöflana. Franski varnar
maðurinn Dayot Upamecano, sem
leikur með RB Leipzig, er svo orðað
ur við liðið. Ekki liggur fyrir hvort
dvöl nígeríska framherjans Odion
Ighalo verði framlengd á Old Traf
ford, en ef svo verður ekki mun liðið
leita sér að nýrri varaskeifu í fram
herjastöðuna. Joshua King gæti
komið til greina hvað það varðar.
Chelsea
Roman Abrahamovic hefur nú
þegar opnað veskið, en Hakim
Ziyech og Timo Werner koma
til Chelsea í sumar. Þar með er
framlína Chelsea orðin býsna
sterk, en svo eru Chelsea og Bayer
Leverkusen í viðræðum um kaup
Lundúna liðsins á framherjanum
Kai Havertz. Ben Chillwell, bak
vörður Leicester City, gæti fært sig
yfir til Chelsea og svo er Nathan Aké
mögulega á leið aftur til liðsins sem
hann lék með um skeið.
Hverjir fara
hvert í sumar?
Félagaskiptaglugginn í ensku úrvalsdeildinni opn-
aði á mánudaginn, en liðunum í deildinni verður
heimilt að kaupa leikmenn fram í byrjun október.
Philippe Coutinho er á leið frá Barcelona, en Bayern München vill ekki framlengja dvöl hans hjá félaginu. Ekki liggur fyrir hvar hann endar. MYND/GETTY
Tottenham Hotspur
José Mourinho fær nú sumarið til
þess að koma sínu handbragði á
liðið. Þýski varnarmaðurinn Matthi
as Ginter, sem hefur verið kletturinn
í vörn Borussia Mönchengladbach,
er nefndur til sögunnar til þess að
koma í stað Jan Vertonghen. Max
Aarons gæti mætt til þess að hressa
upp á bakvarðasveitina. Donny van
de Beek, miðvallarleikmaður Ajax,
er nefndur í slúðurpökkum tengdum
Tottenham Hotspur. Að lokum er
talið að Harry Kane fái félagsskap í
framherjaflórunni og þar er Kósó
vinn Vedat Muriqi, sem hefur raðað
inn mörkum fyrir Fenerbache í Tyrk
landi, líklegur kandídat.
Sancho er á leið til Englands og Man. Utd. er líklegasti áfangastaðurinn.
Aké er orðaður við Chelsea og City.
Leicester City
Brendan Rodgers gæti þurft að
bregðast við því að missa sína lykil
leikmenn og munu kaup hans vera
í takti við hvaða leikmenn yfir
gefa herbúðir félagsins. Leicester
City er eitt þeirra fjölmörgu liða
sem Coutinho er orðaður við, en
þau viðskipti munu líklega ekki
fara fram ef Maddison ákveður að
halda kyrru fyrir hjá félaginu. Jamal
Lewis mun mögulega bætast við í
bakvarðasveit liðsins, William Car
valho gæti komið til þess að bólstra
miðsvæðið og Emiliano Buendia,
sem lék vel með Norwich City,
gæti hresst upp á sóknarleikinn.
hjorvaro@frettabladid.is
Maddison gæti farið í annað lið.
ENSKI BOLTINN For ráðamenn Bour
n emouth munu í vikunni ræða
hvort félagið fari í skaðabóta mál á
hend ur HawkEye, en það er fyr ir
tæk ið sem sér um marklínu tækn
ina í ensku úr vals deild inni í knatt
spyrnu karla.
Bour nemouth féll úr úrvalsdeild
inni um síðustu helgi, en liðið end
aði einu stigi á eftir Ast on Villa, sem
hafnaði í sætinu fyrir ofan fallsvæði
deildarinnar. Rifjuðu menn þá fljót
lega upp leik Aston Villa og Sheff ield
United sem leikinn var fyrir tæpum
mánuði síðan.
Örjan Ny land, markvörður Ast on
Villa, náði þá að grípa boltann, en
datt með boltann í höndunum inn
í markið. Michael Oliver, dómari
leiksins, fékk hins vegar ekki meld
ingu frá marklínutækninni um að
boltinn hefði farið inn fyrir línuna.
Á meðan á leiknum stóð kom hins
vegar í ljós að boltinn var inni og for
ráðamenn HawkEye báðust form
lega af sök un ar á mis tök un um eftir
leikinn. Leiknum lauk með marka
lausu jafntefli, en það stig auk ann
arra varð til þess að Aston Villa hélt
sæti sínu í úrvalsdeildinni. – hó
Bournemouth
íhugar að leita
réttar síns
Boltinn fór allur yfir línuna.
KÖRFUBOLTI Karlalið Tinda stóls í
körfubolta hefur fengið liðsstyrk.
Stólarnir hafa samið við Lit há ann
Ant an as Udras um að leika með lið
inu. Það er staðarmiðillinn Feyk ir
sem greinir frá þessu.
Udras er reynd ur leikmaður
sem get ur bæði leikið sem mið
herji og fram herji. Hann er 28 ára
gam all og hef ur lengst af leikið í
Bdeild inni í heima land i sínu. Þar
varð hann meistari með liðinu
Sudu va árið 2017.
Und an far nar tvær leiktíðir hef
ur Udras spilað með Siauliai, liðinu
sem Elvar Már Friðriksson leikur
með næsta vetur, en það lið hafn
aði í átt unda sæti af tíu liðum í efstu
deild á síðustu leiktíð. – hó
Stólarnir bæta
við sig miðherja
FÓTBOLTI Evrópska knattspyrnu
sambandið, UEFA, ætlar ekki að
grípa til aðgerða varðandi seinni
leik Real Madrid og Manchester
City í 16 liða úrslitum Meistara
deildar Evrópu, þrátt fyrir að smit
haf i greinst í leikmannahópi
spænska liðsins.
Mariano Diaz greindist með
kórónaveiruna í gær, en leikmenn
Real Madrid fara í skimun í vikunni.
Eftir þá skimun verður ákvörðun
tekin um framhaldið. Manchester
City hafði betur í fyrri leiknum, 21,
á Santiago Bernabéu. Seinni leikur
inn er á dagskrá á Etihadleikvang
inum föstudaginn 7. ágúst. – hó
UEFA hefur
ekki áhyggjur af
smitinu ennþá