Fréttablaðið - 18.08.2020, Side 6

Fréttablaðið - 18.08.2020, Side 6
Við förum nú á fullt að greiða úr þessum mistökum og koma mal­ bikinu á réttan stað. Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar HVÍTA-RÚSSLAND Alexander Lúka­ sjenskó, forseti Hvíta­Rússlands, segist vera reiðubúinn til að gera breytingar á stjórnarskrá landsins sem myndu draga úr völdum hans. Staða hans fer versnandi en hann segist ekki ætla að gera breytingar undir þrýstingi frá mótmælendum. Mikil ólga hefur verið í landinu forsetakosningunum þann 9. ágúst, en forsetinn er sakaður um stórfelld kosningasvik. Mótmæli gegn forset­ anum undanfarna daga eru talin þau fjölmennustu frá því að lýðveldið var endurreist í byrjun 10. áratugarins. Lúkasjenkó heimsótti í gær ríkis­ rekna verksmiðju en hingað til hefur hann sótt mikinn stuðning til slíkra vinnustaða. Verkamenn gerðu hins vegar hróp að forsetanum og kröfð­ ust þess að hann segði af sér. Til marks um vaxandi óþol gagn­ vart forsetanum hafa um 300 starfs­ menn ríkisfjölmiðilsins farið í verk­ fall og segjast ekki lengur geta unnið fyrir áróðursvél hans. Reuters­fréttastofan segir að Lúkasjenkó hafi tvisvar rætt við Vladímír Pútín Rússlandsforseta um helgina. Rússar eiga hagsmuna að gæta þar sem olíu­ og gasleiðslur til Evrópu fara um Hvíta­Rússland. ESB hefur hótað Lúkasjenkó refsi­ aðgerðum vegna ofbeldis öryggis­ sveita gegn mótmælendum. Reu­ ters greinir frá að ESB hyggist senda skilaboð til Pútíns um að skipta sér ekki af framgangi mála en Rússar hafa sagst tilbúnir að veita hernað­ araðstoð ef Hvíta­Rússland yrði fyrir utanaðkomandi ógn. – sar Staða Alexanders Lúkasjenkó veikist ESB hefur hótað refsi­ aðgerðum vegna ofbeldis öryggissveita gegn mótmæl­ endum. Frá fjölmennum mótmælafundi í höfuðborginni Minsk. MYND/GETTY 1 8 . Á G Ú S T 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð Eftir áralanga þróun og prófanir höfum við náð markmiði okkar. Við höfum búið til eina þróuðustu dýnu heims Simba tvinndýnan er gerð úr einstakri samsetningu 2500 keilulaga gorma og móttækilegs minnissvamps. Fáðu betri svefn – sama hvert svefnmynstur þitt er. Komdu og kynntu þér Simba í næstu Dormaverslun eða á www.simba.is V A RA ÁRSINS 2018 B R E T L A N D HEILSUDÝNUR Kjörin heilsudýna ársins á meðal 10.637 þátttakenda í neytenda könnun KANTAR TNS í Bretlandi SIMBA STÆRÐIR VERÐ Dýna 80 x 200 cm 79.990 Dýna 90 x 200 cm 89.990 Dýna 90 x 210 cm 94.990 Dýna 100 x 200 cm 94.990 Dýna 120 x 200 cm 104.990 Dýna 140 x 200 cm 114.990 Dýna 160 x 200 cm 134.990 Dýna 180 x 200 cm 149.990 Dýna 180 x 210 cm 159.990 Dýna 200 x 200 cm 169.990 SIMBA DÝNURNAR HENTA BÆÐI Í HEFÐBUNDIN OG STILLANLEG RÚM Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl. 11–18 Laugardaga kl. 11–17 www.dorma.is Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði SUÐURLAND Íbúum á Stokkseyri brá í brún við að sjá að búið var að koma fyrir mörgum bílförmum af malbiksúrgangi frá Selfossi í gryfju nálægt hesthúsunum í bænum. Þangað fara íbúarnir gjarnan með garðaúrgang. Bæjarstjóri segir að um leið mistök sé að ræða og mal­ biksúrgangurinn verði fjarlægður. Malbik er spilliefni því í því er oft umtalsvert af tjöru og olíu. Vegagerðin mælist til þess að þessi úrgangur sé endurunninn að því leyti sem hægt er. Í skýrslu frá árinu 2019 segir: „Niðurstöður greiningarinnar eru þær að það er umhverfisvænast og efnahagslega besti kosturinn að endurnota mal­ biksúrgang í bundin slitlög. Ef ekki er hægt að endurnota malbiksúr­ gang í bundið slitlag skal íhuga möguleika þess sem burðarlag. Forðast skal að nota malbiksúr­ gang sem landfyllingu, þó er það vænlegri kostur en að urða hann.“ Björgvin Tómasson, orgelsmiður og íbúi á Stokkseyri, var í gönguferð á sunnudag, þegar hann sá malbikið og blöskraði aðkoman. Segir hann töluverða umræðu vera í þorpinu um þessi vinnubrögð og hann sjálfur óttist um vatnsbólið norðan við þorpið. „Okkur finnst stundum hérna niður í þorpunum að þeim á Selfossi finnist þeir hærra settir en við og allt í lagi að koma með ruslið og draslið hingað,“ segir Björgvin. Vísar hann þar á meðal í auglýs­ ingaherferðina „Selfoss, þar sem lífið á sér stað“ sem sveitarfélagið kemur að. Áherslan sé á Selfoss en ekki Árborg sem heild. Í hádeginu í gær þegar Björgvin kom aftur til þess að taka ljósmynd­ ir var maður á jarðýtu að grafa yfir bikið. Gísli H. Halldórsson bæjarstjóri segir engar heimildir hafa verið til staðar til að fara með úrganginn á þennan stað og því sé um mistök að ræða. Hafi Heilbrigðiseftirlitið þegar haft samband við sviðsstjóra umhverfis­ og mannvirkjasviðs vegna þessa. Hvorugur þeirra hafi hins vegar haft vitneskju um þetta fyrr. „Við förum nú á fullt að greiða úr þessum mistökum og koma mal­ bikinu á réttan stað,“ segir Gísli. Hin rétta leið sé til dæmis að af henda Gámafélaginu úrganginn sem síðan fer í endurvinnslu eða endur­ nýtingu eftir úrvinnslu. Spurður hvernig svona gerist segir Gísli að sennilega hafi þeir sem sáu um framkvæmdina vitað af þessari gryfju og ákveðið að fara með efnið þangað. „Það er þá sam­ bandsleysi og eitthvað sem þarf að leiðrétta til að það gerist ekki aftur,“ segir hann. Tryggt verði að menn þekki verkferlana í framtíðinni. kristinnhaukur@frettabladid.is Losuðu malbiksúrgang frá Árborg á Stokkseyri Starfsmenn sveitarfélagsins Árborgar losuðu marga bílfarma af malbiks­ úrgangi frá Selfossi í gryfju við Stokkseyri sem íbúar nota fyrir garðaúrgang. Bæjarstjóri segir að um leið mistök sé að ræða og verkferlar verði áréttaðir. Jarðýta var komin á staðinn við Stokkseyri þar sem malbiksúrgangurinn var losaður. MYND/BJÖRGVIN TÓMASSON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.