Fréttablaðið - 18.08.2020, Side 15

Fréttablaðið - 18.08.2020, Side 15
Síminn hjá mér hefur ekki stoppað í allt sumar og um allt land hafa risið ný hús og reynst einstaklega vel,“ segir Sveinn Enok Jóhannsson, vöru- stjóri hjá Húsasmiðjunni, um ný og vönduð einingahús sem afhendast fullkláruð, bæði að utan og innan, ásamt 20 fermetra sólpalli. „Nýju sumarhús Húsasmiðjunn- ar eru frábær kostur fyrir þá sem vilja eignast kot í íslenskri sveit. Það er meira að segja hægt að sofa fyrstu nóttina í nýja húsinu því þegar undirstöður undir húsið eru komnar er húsið einfaldlega híft ofan á þær og tilbúið til notkunar,“ útskýrir Sveinn Enok. Hægt er að velja lit á hús og glugga að eigin vali og allir gluggar eru með tvöföldu einangr- unargleri. „Allar innréttingar og gólfefni er vandað og fallegt. Í húsunum er eldhúsinnrétting með ísskáp, örbylgjuofni, eldavél, bökunarofni, vaski og blöndunar- tækjum. Þá er baðinnrétting með vaski og blöndunartækjum ásamt salerni og sturtuklefa,“ upplýsir Sveinn Enok. Húsin uppfylla allar kröfur íslenskrar byggingarreglugerðar og fást í mismunandi stærðum og gerðum en hægt er að aðlaga húsin þörfum hvers og eins. „Við seljum sumarhúsin í fjórum stærðum, 31,5 fermetra, 35 fer- metra og 40 fermetra og líka sem 64 fermetra hús en þá eru tvær einingar settar saman í L-laga hús. Húsunum fylgir 20 fermetra sól- pallur sem er f luttur ofan á þaki hússins. Þetta er því eins einfalt og þægilegt og hugsast getur,“ segir Sveinn Enok. Í húsunum eru einnig rafmagns- ofnar, vatnshitari fyrir neysluvatn, innfelld ljós, yfirfelldar fulninga- hurðir og fleira. „Auðvelt er að skipta rafmagns- ofnum út fyrir miðstöðvarofna þar sem það á við og sömuleiðis er ein- falt að tengja þriggja fasa rafmagn inn í húsið. Ef rotþróin er tilbúin er líka hægt að tengja hana strax við húsið,“ útskýrir Sveinn Enok. „Það er enginn falinn kostnaður í þessum húsum og engin áhætta tekin því húsið kemur tilbúið með öllu. Við getum líka hjálpað við flutning á húsunum og aðstoðað með undirstöður og fleira. Þetta eru því einstök sumarhús og á frábæru verði,“ segir Sveinn Enok, en afhendingartími er átta til tólf vikur. 40 fermetra sýningarhús er stað- sett í Húsasmiðjunni í Skútuvogi. Nánari upplýsingar veitir Sveinn Enok, vörustjóri, í síma 848 3103 eða á netfanginu sveinnj@husa.is Rómantísk kot - eitt með öllu Fullbúin heilsárs- og orlofshús hafa slegið í gegn í Húsasmiðjunni í sumar. Þau eru einfaldlega hífð ofan á undirstöðurnar og því strax hægt að byrja að njóta sveitasælunnar í einstökum húsum. Orlofshús Húsasmiðjunnar eru vönduð og afhendast fullkláruð með innréttingum, baði og eldhúsi. Sveinn Enok vörustjóri við sýningarhúsið í Húsasmiðjunni. Sjón er sögu ríkari. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Það er enginn falinn kostnaður í húsunum og engin áhætta tekin því húsið kemur tilbúið með öllu. Húsin afhendast fullkláruð að innan og utan ásamt palli Lóðrétt tvímáluð furuklæðning í lit að eigin vali - PVC gluggar og útihurðir í dökkgráum lit, tvöfalt einangrunargler. Vönduð gólfefni - Eldhúsinnrétting með ísskáp, örbylgjuofni, bökunarofni, vaski og blöndunartækjum. Baðinnrétting með vaski og blöndunartæki, ásamt salerni og sturtuklefa. Rafmagnsofnar, vatnshitari fyrir neysluvatn, innfelld ljós, yfirfelldar fulningahurðar fylgja ásamt fleiru. Húsin eru tilbúin til notkunar frá framleiðanda. Fullbúin og vönduð heilsárshús/orlofshús sem uppfylla kröfur íslenskrar byggingareglugerðar. Húsin koma fullkláruð að innan sem að utan ásamt fullbúnu eldhúsi og baðherbergi. Húsin fást í mismunandi stærðum og gerðum en hægt er að aðlaga húsin að þörfum hvers og eins. Nýtt í Húsasmiðjunni Fullbúin orlofs- eða íbúðarhús Vönduð gólfefniHúsið fer beint á undirstöður Baðinnrétting með vaski PVC gluggar og hurðir Auðvelt í flutningum Eldhúsinnrétting með ísskápVönduð viðarklæðning Fullbúið að innan Afhendingartími 8-12 vikur Hús 35 m2 með 20 m2 palli Sjá nánar á husa.is Hús 40 m2 með 20 m2 palli Sjá nánar á husa.is Kynningarverð (m.v. EUR = 152 kr.) 8.900.000kr Kynningarverð (m.v. EUR = 152 kr.) Kynningarverð (m.v. EUR = 152 kr.) 7.900.000kr 8.390.000kr Hús 31,5 m2 með 20 m2 palli Sjá nánar á husa.is B irt m eð fy ri rv ar a um p re nt vi llu r og m yn da ví xl . 40 m2 húsið er til sýnis í Skútuvogi KYNNINGARBLAÐ 3 Þ R I ÐJ U DAG U R 1 8 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 EININGAHÚS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.