Fréttablaðið - 18.08.2020, Side 14

Fréttablaðið - 18.08.2020, Side 14
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652 Element ehf. f lytur inn kross-límt timbur frá austurríska framleiðandanum KLH Massivholz GmbH og býður upp á heildstæða þjónustu við ráðgjöf, hönnun, teikningagerð, efnisöflun og uppsetningu burðarvirkja úr krosslímdu timbri. Fyrirtækið hefur aflað sér mikillar sérþekk- ingar og reynslu sem nýtist við- skiptavinum, en forsvarsmenn þess hafa marga ára reynslu úr byggingargeiranum og leggja áherslu á að skapa traust og skila góðum verkum. „KLH opnaði verksmiðju sína árið 1999 og er brautryðjandi í framleiðslu á krosslímdu timbri á heimsvísu og einn stærsti fram- leiðandi þeirra í Evrópu. Fyrir- tækið hefur framleitt krosslímt timbur í tugi þúsunda verkefna, en það er gríðarlegur vöxtur í þessum geira um allan heim,“ segir Sverrir Steinn Ingimundarson, iðnaðar- tæknifræðingur og framkvæmda- stjóri Element. „KLH er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem leggur gríðarlegan metnað í að framleiða gæðavöru til hagsbóta fyrir sína viðskiptavini og það er vistvænt að byggja úr krosslímdu timbri frá KLH, þar sem notast er við endur- nýjanlega skóga við framleiðsluna. Það er oft talað um krosslímt timbur sem byggingarefni 21. aldarinnar.“ Svansvottað byggingarefni „Krosslímt timbur opnar frábæra möguleika fyrir húsbyggjendur,“ segir Sverrir. „Það er framleitt í plötum sem eru byggðar upp af timburlögum sem eru límd saman þvert á hvert annað undir miklum þrýstingi og þannig fæst bygg- ingarefni með hátt burðarþol sem nýtist í burðarvirki bygginga í loft, þök, veggi og stiga. Krosslímt timbur frá KLH er Svansvottað og við erum eini aðilinn á Íslandi sem selur timbureiningar með þessari vottun. Við erum virkilega stoltir af því að geta boðið viðskipta- vinum okkar upp á þessa vottun, enda eiga strangar kröfur Svansins að tryggja að varan sé bæði betri fyrir umhverfið og heilsuna,“ segir Sverrir. „Það er líka verið að vinna LCA- vistferilsgreiningu fyrir okkur hjá Eflu til að meta umhverfisáhrif og reikna út vistspor og kolefnis- spor byggingar sem við erum að vinna að. Slík greining tekur til alls líftíma byggingarinnar, allt frá hönnun og þar til hún er tekin niður. Niðurstaðan liggur ekki endanlega fyrir, en þær upplýs- ingar sem við höfum fengið gefa til kynna að þetta efnisval sé umtals- vert umhverfisvænna en að gera hús úr steypu. Ég held það sé ekki nokkur vafi á því að notkun kross- límds timburs muni koma til með að eiga stóran þátt í því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá byggingariðnaðinum hér á landi á næstu árum.“ Styttri framkvæmdatími og meira frelsi í hönnun „Element var stofnað árið 2015 í kjölfar þess að forsvarsmenn fyrir- tækisins tóku að sér að byggja yfir 100 herbergja hótel á Hnappavöll- um í Öræfum, sem heitir Fosshótel Jökulsárlón, úr efni frá KLH,“ segir Sverrir. „Það var fyrsta svona stóra verkefnið á Íslandi þar sem kross- límt timbur var notað og hótelið er stærsta timburbygging sem reist hefur verið á Íslandi. Þessi bygg- ingaraðferð var valin þar vegna þess að þetta var hagkvæmasta leiðin til að byggja á þessum stað. Hún gerir hönnuðum líka kleift að hafa bygginguna örlítið frá- brugðna frá því sem hefðbundið er, en einn af kostum byggingar- efnisins er að það gefur ákveðið frelsi. Í þessu verkefni var til dæmis mikið af hallandi veggjum sem auðvelt var að leysa með krosslímdum timbureiningum. Krosslímt timbur hefur fleiri góða kosti. Það er til dæmis hægt að reisa burðarvirki úr krosslímdu timbri á um 20-25% af tímanum sem fer í að steypa það,“ segir Sverrir. „Svo þarf að einangra og klæða að utan með efni að eigin vali, en það er f ljótlegra og hljóð- legra að skrúfa í timbur en brjóta og bora í steypu. Öll vinna í kringum þetta veldur miklu minna raski en þegar unnið er með steypu og þetta er hreinleg og fyrirferðarlítil byggingaraðferð sem hentar mjög vel á þéttingar- reitum. Við vorum til dæmis að byggja fjögurra hæða hús á Hverf- isgötu og komum með fimm vagna af krosslímdu timbri og reistum úr því burðarvirki. Ef þetta hefði verið uppsteypt hefði þurft svona 60 steypubíla plús dælubíla. En þetta var í bakgarðinum hjá fólki, þannig að það munar mikið um að losna við allt þetta auka rask,“ útskýrir Sverrir. Þjónusta eftir þörfum „Við fáum arkitektateikningar frá viðskiptavinum og gerum tilboð út frá þeim. Við bjóðum ekki upp á staðlaðar lausnir, heldur eru timbureiningarnar sérframleiddar fyrir hvert verkefni með tíma- stilltri afhendingu, sem þýðir að efnið fer beint frá verksmiðju á byggingarstað,“ segir Sverrir. „Þar sem einingarnar koma tilsniðnar á byggingarstað er mikið lagt upp úr skipulagi, svo hægt sé að reisa burðarvirkið á f ljótlegan og skilvirkan máta. Búið er að skera út fyrir öllum gluggum, hurðum og lagnagötum í samræmi við hönnun og yfirleitt þarf ekkert að eiga við einingarnar eftir að þær koma á verkstað. Við veitum þjónustu við allt þetta skipulag og aðra ráðgjöf og verkefnastýringu eftir þörfum. Viðskiptavinir okkar eru ein- staklingar, verktakar og fyrirtæki og það er mismunandi hvað við tökum mikinn þátt í verkefnum,“ segir Sverrir. „Við sinnum alltaf burðarvirkishönnuninni og komum efni á byggingarstað en svo er misjafnt hver sér um upp- setninguna.“ Mikill og vaxandi áhugi „Við erum hluthafi í fyrirtæki sem er að byggja fyrstu Svansvottuðu raðhús landsins í Urriðaholti, en það eru um leið fyrstu Svans- vottuðu íbúðarhúsin á almennum Element býður heildstæða þjónustu við ráðgjöf, hönnun, teikningagerð, efnisöflun og uppsetningu burðarvirkja úr krosslímdu timbri og hefur aflað sér mikillar sérþekkingar og reynslu á því sviði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Krosslímt timbur gerir hönnuðum kleift að hafa byggingar örlítið frá- brugðnar frá því sem hefðbundið er og einn af kostum byggingarefnisins er að það gefur ákveðið frelsi. Í þessu verkefni var til dæmis mikið af hallandi veggjum sem auðvelt var að leysa með krosslímdum timbureiningum. Timbureiningarnar eru sérframleiddar fyrir hvert verkefni um sig og koma tilsniðnar á byggingarstað. Mikið er lagt upp úr nákvæmu skipulagi, svo að hægt sé að reisa burðarvirkið á fljótlegan og skilvirkan máta. Krosslímt timbur frá KLH er Svansvottað og Element er eini aðilinn á Ís- landi sem selur timbureiningar með þessari vottun. Fyrir- tækið er stolt af vottuninni, en strangar kröfur Svansins eiga að tryggja að varan sé bæði betri fyrir umhverfið og heilsuna. Framhald af forsíðu ➛ markaði. Við skynjum mikinn áhuga á krosslímdu timbri hjá almenningi. Margir hafa kynnt sér þetta og hafa áhuga á að byggja sér hús úr þessu efni,“ segir Sverrir. „Ósjaldan fáum við símtöl frá fólki sem hefur verið að skoða þetta byggingarefni og er forvitið og vill vita meira. Oft er það vegna þess að þetta er umhverfisvænt, en líka vegna þess að þetta er f ljótlegt og vegna þess að margir hafa heyrt góða hluti um verkefni sem við höfum unnið. Okkur hefur gengið mjög vel og fólk tekur eftir því og það spyrst út.“ Að lokum vill Sverrir hvetja fólk til að kíkja á vefinn element. is. „Ef fólk skoðar verkefnasíðuna okkar er hægt að sjá að það er búið að byggja allar mögulegar tegundir af byggingum úr kross- límdu timbri, meðal annars íbúðarhús, sumarhús, hótel, söfn og þjónustuhús, gagnaver og skólabyggingar. Enn fremur erum við alltaf tilbúnir til að hitta fólk, svara spurningum eða halda kynningar.“ 2 KYNNINGARBLAÐ 1 8 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U REININGAHÚS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.