Vísbending


Vísbending - 25.05.2017, Qupperneq 1

Vísbending - 25.05.2017, Qupperneq 1
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V Í S B E N D I N G • 1 9 . T B L . 2 0 1 7 1 25. maí 2017 19. tölublað 35. árgangur ISSN 1021-8483 1 32 4 framh. á bls. 2 Viðar Ingason Hagfræðingur VR Eftir efnahagshrun virðist hafa verið nær algjör stöðn- un í þróun framleiðni á Ís- landi. Helsta skýringin á hægari framleiðniþróun eftir hrun hefur verið vöxtur ferða- mannaiðnaðarins. Ísland telst vera meðal þeirra landa sem mesta raf- orku framleiða, sé miðað við höfðatölu. Minnkun tollverndar á land- búnaðarafurðir myndi leiða til aukinnar samkeppni og mik- illa kjarabóta. Aukin framleiðni er ein af forsend-um bættra lífskjara. Framleiðni er mat á þeim verðmætum sem sköpuð eru á hverjum klukkutíma1. Eftir hrun virðist hafa verið nær algjör stöðnun í þróun framleiðni á Íslandi, þetta má sjá á mynd 1. Þessi staða er þó ekki einskorðuð við Ísland. Meðalframleiðniaukning á ári fyrir OECD-ríkin lækkaði úr 1,5% árin 2000 til 2010 niður í 0,6% fyrir árin 2010 til 2014. Munurinn á framleiðni- þróun þessara tveggja tímabila er næst mestur fyrir Ísland af öllum OECD ríkj- unum eða 2,3 prósentustig. Mikilvægur hagvísir Framleiðni er mikilvægur hagvísir. Við gerð kjarasamninga er reynt að meta það svigrúm sem talið er vera til staðar fyr- ir launahækkanir. Svigrúmið er yfirleitt metið á þann hátt að breyting í framleiðni vinnuafls er bætt við verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands. Við seinustu kjara- samninga var t.a.m. talið að aukning í framleiðni yrði um 1%. Sé verðbólgu- markmiði Seðlabankans bætt við fæst svigrúmið 3,5%. Laun hækkuðu hins vegar talsvert meira en 3,5%, en verðbólgan hefur engu að síður haldist lág, óháð því hvaða mæli- kvarði er notaður. Mikil gengisstyrking og lækkun á olíuverði hefur haft sitt að segja en nokkuð ljóst er að svigrúmið var meira en matið gaf til kynna. Líkt og farið er í gegnum hér á eftir eru líkur á því að framleiðni vinnuafls hafi aukist meira en mælingar sýna. Skuldir og framleiðni Skuldir heimila og fyrirtækja hafa lækk- að umtalsvert frá hápunkti seinustu uppsveiflu, þetta sýnir mynd 2 á síðu 2. Viðhorf heimila til skuldsetningar gæti hafa breyst undanfarin ár og leiða má að því líkur að í kjölfar efnahagshrunsins hafi aukinn hluti launa farið í niðurgreiðslu skulda. Slíkt leiðir til þess að einkaneysla eykst ekki í takt við aukinn kaupmátt og fjölgun starfa. Þá eru einnig vísbendingar um að ungt fólk skuldi lítið, en eldra fólk skuldi enn nokkuð mikið sögulega séð. Mynd 3 sýnir sambandið á milli einkaneyslu og kaupmáttar fyrir og eft- ir hrun2. Mynd 4 sýnir svo sambandið á milli heildarfjölda unninna klukku- stunda og neyslu, fyrir og eftir hrun. Báð- ar myndirnar sýna veikara samband eftir hrun en fyrir hrun. Þegar störfum fjölgar og laun hækka leiðir það til aukinnar neyslu. Aukin neysla skilar sér í bættum hag fyrirtækja og getur ýtt undir aukna fjárfestingu. Bæði aukin neysla og aukin fjárfesting leiða til aukinnar landsframleiðslu. Ef landsframleiðsla eykst meira en heildar- fjöldi unninna klukkustunda eykst fram- leiðni. Líkt og myndir 2 - 4 sýna hefur skuld- setning heimila og fyrirtækja lækkað mik- ið undanfarin ár og veikara samband er á milli kaupmáttar og neyslu annars vegar og fjölda unninna vinnustunda og neyslu hins vegar. Það er vísbending um að hærra hlutfall tekna launamanna og fyrirtækja fari í að greiða niður skuldir. Slíkt hefur bein áhrif á landsframleiðslu í gegnum minni neyslu og minni fjárfestingu en ella. Þ.e. vinnuaflið gæti hafa aukið fram- leiðni sína en slíkt skilar sér ekki í mæl- ingu á landsframleiðslu. Það leiðir til þess að mæling á framleiðni hækkar einnig minna en ef ekki hefði komið til hraðari niðurgreiðsla skulda heimila og fyrirtækja. Sé þetta raunin ætti framleiðni, eða öllu heldur mælingin á framleiðni, að Framleiðni vinnuafls eftir efnahagshrun Mynd 1 Framleiðni vinnuafls á Íslandi Vísitala = 100 árið 1992

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.