Vísbending


Vísbending - 25.05.2017, Blaðsíða 3

Vísbending - 25.05.2017, Blaðsíða 3
V Í S B E N D I N G 1 9 . T B L . 2 0 1 7 3 Grænland og sæstrengur Fjarlægð milli Grænlands og Íslands er aðeins um 300 km, sé farin sjóleiðin yfir Grænlandssund sem tengir Norð- ur-Íshaf og Atlantshaf. Sjórinn er djúpur á Grænlandssundi milli Íslands og Grænlands og þyrfti að rannsaka sjávarbotninn nán- ar, eigi að huga að lagningu sæstrengs milli landanna. Sæstrengur til flutnings raforku gæti gefið færi á að flytja orku frá Grænlandi til Íslands og þaðan áfram til Bretlands. Hingað til hefur Ísland stundað óbein- an útflutning raforku, gegnum útflutning orkufreks iðnaðar í formi áls meðal annars, þar sem mikillar raforku er krafist til fram- leiðslunnar. Til eru gamlar og nýjar hug- myndir, sem snúa að virkjun fallorku á Grænlandi til raforkuframleiðslu og lagningu sæstrengs frá Grænlandi til Íslands, sæstrengs sem haldi áfram frá Íslandi til Bretlands. Framkvæmd af þessu tagi þýddi að það væri borð fyrir báru, þegar kæmi að orkufram- lagi Íslands til stóriðju hér á landi. Jafnframt skapar þetta tækifæri til að flytja orku frá Ís- landi í átt að meginlandi Evrópu, til dæmis með viðkomu á Bretlandi. Framkvæmd af þessu tagi gæti verið Íslandi, Grænlandi og öðrum Evrópulöndum hagfelld, þar sem um nýtingu endurnýjanlegrar orku er að ræða. Bretland og önnur Evrópulönd vilja auka hlut endurnýjanlegrar orku af heildar orku- nýtingu sinni. Um 84% Grænlands eru þakin ísbreiðu. Ísbreiða Grænlands bráðnar vegna loftslags- breytinga. Við það ferli hækkar ekki yfirborð sjávar á Grænlandi, eins og ætla mætti, held- ur lækkar yfirborðið. Það er vegna þess að við bráðun íss minnkar massi Grænlands og við það minnkar aðdráttarafl hans. Lögmál eðlisfræðinnar segir að meiri massi (land) dragi meira vatn (sjó) að sér, og í þessu til- viki minnkar aðdráttaraflið þegar massinn minnkar, með bráðnun ísbreiðunnar. Því má búast við að sjávarborð lækki á Grænlandi með frekari bráðnun íss, ólíkt því sem búast má við annarsstaðar hjá löndum sem ekki eru þakin ísbreiðu, samkvæmt rannsóknum vísindamanna. Ísland telst vera meðal þeirra landa sem mesta raforku framleiða, sé miðað við höfða- tölu. Þar sem um 90% raforkuframleiðsl- unnar fer til orkufreks iðnaðar. Eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku hefur aukist í Evrópu, þar sem hærra orku- verð hvetur hagsmunaðila til umhugsunar af þessu tagi. Tæknilegir þættir ásamt hagfræði- legum þáttum verkefnisins leiða til þess að ef sæstrengur yrði að raunveruleika, þá tæki mörg ár að vinna að framkvæmdinni. Útlit er fyrir að sæstrengur af þessu tagi yrði með þeim lengstu í heimi, með mikilli afkastagetu, sem og krefjandi útfærslu ör- yggisþátta. Bretar hafa sýnt áhuga á að koma að fjármögnun sæstrengs, en óvíst er að fjár- mögnun mannvirkja yrði á þeirra vegum, kæmi til lagningu strengs. Þá er spurning hver myndi í raun bera áhættu af sæstreng, sem er mikilvægt atriði. Möguleg orkuframleiðsla í Grænlandi, með virkjun vatnsafls, er gríðarleg – á meðan virkjanakostum á Íslandi fer fækkandi. Þættir eins og umhverfisáhrif setja virkjanakostum skorður. Fólksfjölgun í Evrópu kallar á aukna eftirspurn eftir raforku, þar sem framboð og eftirspurn ræður verði orkunnar. Þetta þarf allt að hafa í huga þegar kostir við lagningu sæstrengs eru skoðaðir, þar sem framboð og eftirspurn ráða ferð. Þá hafa ýmsir bent á að sé þessi tilhögun viðhöfð, sem felur í sér flutning orku frá Grænlandi áfram til Íslands og Bretlands, þá sé hægt að slá tvær flugur í einu höggi. Í fyrsta lagi þurfi ekki að koma til orkuskorts á endurnýjanlegri orku hér landi og í öðru lagi gæti Ísland og Grænland þannig tengt sig inn á orkukerfi annarra landa Evrópu. Heimild: Kristjánsdóttir (2015). Sustaina- ble Energy Resources and Economics in Iceland and Greenland. Springer. New York. Helga Kristjánsdóttir Hagfræðingur Mynd 1 Uppsett framleiðslugeta rafmagns Milljón kílóvött Mynd 2 Nettó neysla rafmagns í heild Milljarðar kílówattstunda Heimild: U.S. Energy Information Administration (2014) Heimild: U.S. Energy Information Administration (2014)

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.