Vísbending


Vísbending - 25.05.2017, Page 2

Vísbending - 25.05.2017, Page 2
2 V Í S B E N D I N G • 1 9 . T B L . 2 0 1 7 aukast um leið og heimili og fyrirtæki draga úr hraðari niðurgreiðslu skulda. Aðrar ástæður hægari framleiðniaukningar Helsta skýringin til þessa á hægari fram- leiðniþróun eftir hrun hefur verið vöxtur ferðamannaiðnaðarins. Sá iðnaður er al- mennt talinn vera með lægri framleiðni en aðrar atvinnugreinar. Ef atvinnugrein með lága framleiðni vex hraðar en aðrar atvinnugreinar hefur það áhrif á mælingu framleiðni. Það er því ekki ólíklegt að mikill vöxtur ferðamannaiðnaðarins á Íslandi sé að draga niður mælingu á framleiðni íslensks vinnuafls. Það er þó fjarri því að vera eina ástæðan í ljósi þess að sömu þró- un má sjá hjá fjölmörgum öðrum löndum hvað framleiðniþróun varðar. Samantekt Skuldir heimila og fyrirtækja hafa farið lækkandi seinustu ár. Slíkt er vísbending um að hærra hlutfall tekna fari í niður- greiðslu skulda. Það hefur bein áhrif á landsframleiðslu. Á sama tíma hefur vinnumarkaðurinn tekið vel við sér og vinnustundum fjölgað. Saman leiðir þetta til þess að framleiðni mælist lægri en ella. Um leið og heimili og fyrirtæki draga úr hraðari niðurgreiðslu skulda er líklegt að framleiðni aukist á ný. Þessu til viðbótar hefur ferðamanna- iðnaðurinn vaxið hratt undanfarin ár. Ferðamannageirinn er almennt talinn vera minna framleiðinn en aðrar atvinnu- greinar. Slíkt hefur einnig áhrif á mælingu á framleiðni fyrir Ísland. Tilvísanir: 1framleiðni vinnuafls er reiknuð út frá formúlunni verg landsframleiðsla deilt með heildarfjölda klukkustunda. 2Stuðst er við kaupmáttarvísitölu VR. Mynd 2 Skuldir heimila og fyrirtækja sem hlutfall af landsframleiðslu Mynd 3 Samband kaupmáttar og einkaneyslu fyrir og eftir hrun Mynd 4 Samband fjölda unninna klukkustunda og einkaneyslu

x

Vísbending

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.