Vísbending - 25.05.2017, Side 4
4 V Í S B E N D I N G • 1 9 . T B L . 2 0 1 7
Aðrir sálmar
Næst eru það
tollamálin
Ritstjóri: Sverrir H. Geirmundsson
Ábyrgðarmaður: Jóhannes Benediktsson
Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík.
Sími: 512 7575.
Net fang: joiben@heimur.is.
Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök.
Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita
án leyfis út gef anda.
Kjarabarátta á Íslandi hefur gjarnan snúist
um þrennt. Í fyrsta lagi að ná fram leiðrétting-
um vegna rýrnandi kaupmáttar við aðstæður
verðbólgu. Í annan stað er mikil stéttavitund
á Íslandi sem leiðir iðulega til höfrungahlaups
í kjaramálunum. Í þriðja lagi eru tilteknir
kjarahópar í betri aðstöðu en aðrir til að knýja
fram kjarabætur sem oft á tíðum eru langt
umfram það sem aðrir hafa fengið. Verkföll
flugumferðarstjóra voru algeng fyrir nokkrum
árum. Kjarabætur til lækna voru byggðar á
ótta við að þeir myndu ílengjast í störfum útí
heimi vegna bágra starfskjara á Íslandi. Þeir
fengu fordæmalausar launahækkanir og er nú
svo komið að íslenskir læknar eru mun betur
borgaðir en kollegar þeirra á hinum Norð-
urlöndunum samkvæmt greiningu Samtaka
atvinnulífsins. Munar þar um 70% á heildar-
launum. Í kjölfar ríflegra launahækkana lækna
hófst svo mikið höfrungahlaup hjá öðrum
kjarahópum í samfélaginu.
Það vill oft gleymast að það er bæði debet
og kredit í heimilisbókhaldinu - gjöld og tekj-
ur. Áherslan virðist öll vera á hækkun launa
en á sama tíma búa Íslendingar við ofurtolla
og innflutningskvóta á ýmsar innfluttar mat-
vörur í þeim tilgangi að veita íslenskum land-
búnaði vernd fyrir samkeppni. Ekki nóg með
það heldur þurfa neytendur að greiða tvöfalt
fyrir verndina þ.e. bæði tollana og síðan styrki
til landbúnaðarframleiðslunnar hér á landi.
Tölur sýna að tollvernd fyrir mjólkur- og
kjötvörur er mun meiri hér á landi en í sam-
anburðarlöndunum eins og lesa má í fróðlegri
grein sem framkvæmdastjóri Félags atvinnu-
rekenda ritaði í Vísbendingu fyrir skemmstu.
Opnun bandaríska verslunarrisans Costco
hér á landi er gott dæmi um kjarabætur sem
aukin samkeppni leiðir af sér fyrir íslensk
heimili. Sama myndi gerast ef fákeppni yrði
aflétt á landbúnaðarvörur. Verð á matarkörf-
unni myndi snarlækka enda leggjast tollar á
40% vörutegunda í henni vegið eftir verðmæti
samkvæmt tölum Viðskiptaráðs frá árinu
2015.
Hér á landi starfa ýmsar stofnanir, samtök
og verkalýðsfélög sem ættu að vera að berjast
fyrir þessu brýna hagsmunamáli neytenda.
Lítið heyrist frá þessum aðilum. Sá eini sem
virðist beita sér í málinu er Félag atvinnurek-
enda sem er orðinn einn helsti baráttumaður
fyrir hagsmunum neytenda í landinu, svo
merkilegt sem það kann að hljóma. sg
Tafla 1 Kennitölur Kauphallarfyrirtækja 2016
Minnkandi arðsemi hjá
kauphallarfyrirtækjum
Arðsemi eiginfjár hjá Kauphallar-fyrirtækjunum fór almennt lækk-andi á árinu 2016 miðað við árið
á undan. Þau fyrirtæki sem sýndu lægri
arðsemi eiginfjár eru Hagar, TM, Ný-
herji, Icelandair Group, Reginn, EIK fast-
eignafélag, Fjarskipti, Össur, HG Grandi,
VÍS, Síminn, Reitir og Skeljungur. Arð-
semi eiginfjár jókst hins vegar hjá fjórum
fyrirtækjum af sautján eða hjá N1, Sjóvá,
Marel og Eimskipafélaginu. Rétt er taka
fram að kenntölur sem birtast í töflu 1
eru teknar af vef Kauphallarinnar. Tekju-
breytingar 2015 og 2016 eru hins vegar
reiknaðar stærðir m.v. birtar tölur. Sum
fyrirtæki gera upp í erlendri mynt og eru
tekjubreytingar í gengi viðkomandi gjald-
miðla.
Af einstökum fyrirtækjum var arð-
semi eiginfjár mest hjá N1 árið 2016
eða 33,3%. Fram kemur í ársskýrslu
fyrirtækisins að síðasta ár hafi verið hag-
fellt í rekstri vegna aukningar á umferð
um þjóðvegi landsins samhliða auknum
straumi ferðamanna til landsins. Fram-
legð af vörusölu jókst um 10% milli ára.
Hins vegar lækkuðu tekjur félagsins um
31% m.a. vegna brotthvarfs Icelandair
úr viðskiptum við félagið. Félagið hefur
endurmetið eignir í gegnum reksturinn
og greitt út hlutafé a.m.k. síðustu tvö
ár. Það kann að einhverju leiti að skýra
mikla arðsemi félagsins. Eins og sjá má
í töflunni minnkaði handbært frá rekstri
N1 um ríflega 18% milli ára.
Arðsemin hjá Högum minnkaði lítil-
lega úr tæplega 23,9% í liðlega 23,1% á
rekstrarári félagsins sem nær frá 1. mars
2016 - 28. febrúar 2017. Tekjur jukust
lítillega milli ára að raungildi. Minni arð-
semi má m.a. rekja til aukinna afskrifta
vegna lokana og breytinga á verslunum og
aukins launakostnaðar. Eiginfjárhlutfall
Haga er mjög sterkt eða 57,8%.
Þriðja mesta arðsemi eiginfjár var hjá
TM eða 21,1% og er á svipuðu róli og
árið á undan, eilítið minni þó. Tekjur juk-
ust um 3,2%, en langstærstur hluti tekna
félagsins eru eigin iðgjöld eins og hjá öðr-
um tryggingafélögum. Fjárfestingatekjur
eru þó drjúgur hluti tekna, en þær lækk-
uðu um 22% milli ára. Eiginfjárhlutfall
var í kringum 38,6% í árslok.
Fram kom í könnun greiningardeildar
Arion banka, sem framkvæmd var á ár-
inu 2015 að raunávöxtunarkrafa fjárfesta
á eiginfé á íslenska hlutabréfamarkaðinn
sé á bilinu 8% – 13%. Það samsvarar um
10% – 15% nafnávöxtunarkröfu miðað
við verðlagsþróun á síðasta ári. Ef miðað
er við miðgildið þ.e. 12,5% arðsemi eig-
infjár kemur í ljós að sjö fyrirtæki í Kaup-
höllinni standa ekki undir þeirri ávöxtun
þ.e. Össur, HB Grandi, Eimskip, VÍS,
Síminn, Reitir og Skeljungur. Að öðru
leiti vísast í töfluna.