Vísbending - 24.01.2017, Qupperneq 1
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál
V Í S B E N D I N G • 3 . T B L . 2 0 1 7 1
24. janúar 2017
3. tölublað
35. árgangur
ISSN 1021-8483
1 32 4Bílaleigur eru orðnir um-svifamiklir markaðsaðilar á
fólksbílamarkaði á Íslandi.
Rafbílavæðing landsins er
skammt á veg komin þrátt fyrir
kjöraðstæður.
Vatnsaflsvirkjanir skipa mikil-
vægan sess í framleiðslu
raforku hérlendis.
Hvernig er sveiflan?
framh. á bls. 2
Mynd 1. Nýskráningar fólksbíla
og meðalaldur Á síðustu þremur árum hefur sala á nýjum bílum í V-Evrópu auk-ist að meðaltali um 6% á ári,
sem er um tvöfalt heimsmeðaltal yfir
sama tímabil.1 Á Íslandi hefur aukn-
ingin hins vegar verið 36,6%. Fjölgun
ferðamanna hefur haft sitt að segja um
söluaukninguna, en aðrir þættir hafa
þar einnig komið til. Þróunin fram á
veginn er áhugaverð, þar sem glittir í ný
viðmið varðandi umhverfisáhrif, útbún-
að og þjónustunet bifreiða.
Bílaflotinn
Mikil aukning var í sölu fólksbíla á
árunum fyrir hrun, þegar krónan var
sterk, atvinnustig hátt og aðgengi að
lánsfjármagni var með besta móti, en
hámarkinu var náð árið 2005 þegar
18.058 nýir bílar voru skráðir. Með
þessari miklu aukningu tókst að slá
nokkuð á meðal aldur fólksbílaflotans
eins og sést á mynd 1.
Frá þessum tíma hefur öldrun flotans
verið hröð; færri eldri bílar hafa verið
afskráðir en nýrri keyptir. Á þessu hefur
nú orðið viðsnúningur og árið 2016 var
metár í skráningum nýrra fólksbíla, en
þá seldust 18.442 bílar. Nú er gert ráð
fyrir að meðalaldur standi í liðlega tólf
árum.
Ef aldur flotans er borinn saman
við nýjustu upplýsingar frá Samtökum
bílaiðnaðarins í Evrópu (ACEA) sést að
meðalaldur á Íslandi er með hærra móti.
Að meðaltali voru fólksbílar í Evrópu-
sambandinu 9,6 ára gamlir árið 2014,
eða um þremur árum yngri en þeir ís-
lensku.
Hlutur ferðaþjónustu
Fjölgun ferðamanna hefur verið mæld í
tugum prósenta frá árinu 2011; á milli
2015 og 2016 fjölgaði ferðamönnum
um u.þ.b. 500 þúsund og var heildar-
fjöldinn árið 2016 nálægt 1.800 þús-
undum. Til viðmiðunar má nefna að
á árunum 2005-2011 var fjöldinn að
jafnaði 400 – 600 þúsund á ári. Aukn-
ing síðasta árs jafngildir því heilum
árgangi túrista á landinu áður.
Bílaleigur hafa aukið umsvif sín sam-
hliða þessari þróun og síðasta sumar
voru um 150 bílaleigur starfandi á
landinu, sem leigðu út 22 þúsund
bíla á háönn yfir sumartímann, sem
er umtalsverð breyting frá árinu 2005
þegar fjöldi bíla var nær 4.000.
Aukin eftirspurn hefur gert bílaleig-
urnar að umsvifamiklum markaðsaðila í
kaupum og sölum bíla. Má ætla að bíla-
leigubílar hafi í ár náð að verða á bilinu
8-10% af heildarfólksbílaflotanum, en
sama hlutfall var nær 2,5% árið 2006.
Síðustu þrjú ár hefur hlutfall bílaleiga
í kaupum á nýjum bílum numið um
helmingi, t.a.m. voru þeir 48% þeirra
18.442 bíla sem keyptir voru nýir árið
2016, eða 8.846.
Hlutur heimila
Kaup heimila á nýjum bílum hafa
einnig aukist, þó að þau hafi ekki náð
sömu hæðunum og árið 2005; kaup-
hegðunin er líkari því sem var árin
2004 eða 2008. Ef leiðrétt er fyrir hlut
bílaleiga í fólksbílaflotanum er fjöldi
íbúa á hvern fólksbíl svipaður stöðunni
árið 2006, eða í kringum 1,56 miðað
við lágpunktinn1,52 árið 2007. 2
Valkostur gagvart
„nýja bílnum“
Ef gert er ráð fyrir að bílaleigur losi um
30% flota síns við lok háannar að hausti
munu um 6-7 þúsund nýlegir bílar hafa
Markaður fyrir fólksbíla á uppleið
Heimild: Samgöngustofa.
Heimild: Samtök bílaiðnaðarins í Evrópu (ACEA), 2014.
Mynd 2. Meðalaldur fólksbíla á Íslandi
og í samanburðarlöndum árið 2014