Vísbending - 24.01.2017, Page 2
2 V Í S B E N D I N G • 3 . T B L . 2 0 1 7
farið á markað frá þeim árið 2016. Bíla-
leigubílar eru alla jafnan meira keyrðir
en aðrir bílar á sama aldri, sem lækk-
ar verð þeirra í endursölu. Þrýstingur
á endursöluverð hefur auk þess ekki
verið eins mikill hjá bílaleigum og hjá
öðrum seljendum, þar sem leigurnar
hafa verið undanþegnar greiðslu vöru-
gjalda, undanþága sem þó stendur til
að afnema að fullu á árinu 2017. Með
þessu hefur skapast valkostur gagnvart
nýja bílnum sem ekki var fyrir hendi
áður en ferðamannabylgjan kom til; að
eignast nýlegan bíl á góðu verði.
Aðrir hvatar til bílakaupa
Neysla heimila og kaupmáttur hef-
ur aukist samfara aðgerðum til lækk-
unar skulda, minnkandi atvinnuleysi
og miklum launahækkunum. Í tilviki
bílafjárfestinga hafa aðrir þættir einnig
hvatað þær sérstaklega. Styrking krónu
hefur lækkað innkaupaverð bíla sem
hefur að einhverju leyti skilað sér til
neytenda. Í nýlegri úttekt Morgun-
blaðsins greindu starfsmenn tveggja
stórra bílaumboða frá því að listaverð
hafi lækkað á bilinu 8-16% á árinu
2016, en efri mörk lækkana ríma
nokkurn veginn við lækkun á vísitölu
meðalgengis með þröngri viðskiptavog,
skv. Seðlabankanum, sem reyndist rúm-
lega 17%.3 Bílaframleiðendur hafa í
nærtíma notið skaplegra hráefnaverðs
sem hefur lækkað hvata þeirra til að
hækka verð til bílaumboða. Í tengsl-
um við rekstrarkostnað bílanna hefur
lágt olíuverð ekki verið til að slá á þrá
landans í að þeysast um á nýjum bíl, þó
auðvitað sé sparneytni nýrra bíla sem og
lægri viðhaldsþörf alltaf hluti aðdrátt-
araflsins.
Sökum verðlækkana nýrra bíla, sem
og flæðis nýlegra, ódýrra bíla frá bíla-
leigum, hefur hinum almenna seljanda
verið gert erfitt fyrir að selja sinn nýlega
notaða bíl á ásættanlegu verði og hafa
margir vafalaust þurft að afskrifa kaup-
verð bíla sinna hraðar en þeir hugðu við
kaup.
Kröfur til bifreiða að
breytast
Viðbúið er að kostnaður við framleiðslu
bíla, og þar með kaupverð þeirra til
notenda, muni leita upp á við næstu
ár og áratugi. Mikil gerjun á sér stað
í geiranum með aukinni tæknivæð-
ingu bifreiða og virðast fyrirtæki sem
hingað til hafa einbeitt sér að tölvubún-
aði, eins og Apple og Google, stefna á
landvinninga. Kröfur um nettengingu
ökutækja auk sjálf- og gagnvirkni verða
þess valdandi að kostnaður við fram-
leiðsluna hækkar, svo ekki sé talað um
að eðli viðhalds og varahluta mun taka
stakkaskiptum sem kostnaðarsamt gæti
reynst að umbylta. Umhverfissjónarmið
hafa auk þess þrýst á um þróun og hag-
nýtingu sífellt flóknari tæknilausna við
framleiðsluna.
Stjórnvöld víðs vegar hafa þegar
sett sér markmið varðandi orkunotkun
bílaflota sinna þjóða. Stjórn Baracks
Obama setti fram viðmið þar sem stefnt
var að því að lækka meðaleldsneytis-
notkun nýrra bíla niður fyrir 4,3 L/100
km (54,4 mílur/gallon) fyrir árið 2025.
Þó verður að setja spurningarmerki
við það, hvort þessi viðmið verði höfð
í heiðri í stjórnartíð nýkjörins forseta,
en bílaframleiðendur vestra hafa kvart-
að sáran undan pressunni og beitt fyr-
ir sig stöðugri ásókn þarlendra í stærri
jeppa og pallbíla, sem ávallt munu toga
meðal talið upp á við. Lausnin gæti falist
í aukinni rafbílavæðingu, sér í lagi í til-
viki léttari og smærri bíla sem ætlaðir
eru til styttri vegalengda innanbæjar.
Frændur okkar Norðmenn hafa
gengið öðrum þjóðum lengra í
rafbílavæðingu. Þeirra markmið fyrir
árið 2025 er metnaðarfyllra en Banda-
ríkjamanna, þar sem þeir stefna á að
þá verði allir nýir bílar knúnir án jarð-
efnaeldsneytis. Til að viðmið markaðar-
ins þokist í þessa átt hafa Norðmenn
veitt nokkuð víðtækar ívilnanir, s.s.
er undanþágu frá greiðslu 25% virð-
isaukaskatts af nýjum bílum sem
hafa tengimöguleika við rafmagn (e.
plug-ins). Voru um 29% allra nýrra
bíla sem seldir voru í Noregi árið 2016
með því móti, þar af voru um 15,7% að
fullu rafknúnir.
Einhverjir hafa séð ofsjónum yfir
þeim tekjum sem norska ríkið hefur
orðið af með fyrrgreindum aðgerðum,
t.a.m. hafa dýrari lúxusrafbílar eins og
Tesla átt stærri hluta markaðarins en
þekkist annars staðar. Af því hefur verið
ályktað að stjórnvöld séu að niðurgreiða
lúxus og einkabílavæðingu í stað þess
að draga úr álagi á vegi; að umhverfis-
áhrifin séu of dýru verði keypt. Að sinni
hefur þó langtímasýn í málaflokknum
fengið að njóta vafans.
Framtak Norðmanna er eftirtektar-
vert, sér í lagi þar sem þeir eru sjálfir
stórframleiðendur olíu. Samtímis
eru þeir einnig umsvifamiklir í fram-
leiðslu raforku úr endurnýjanlegum
orku gjöfum, þar sem vatnsafl skipar
langstærstan sess. Með aukinni notkun
rafmagns á vegunum geta Norðmenn
þannig frekar notað olíuframleiðslu sína
til sköpunar gjaldeyristekna.
Staða Íslands gagnvart
rafbílavæðingu
Þó Ísland framleiði raforku með svip-
uðum hætti og Norðmenn, og stjórn-
völd hafi fellt niður ýmis konar gjöld af
umhverfisvænni bifreiðum, er markaðs-
hlutdeild rafbíla ekki eins öflug, t.a.m.
voru rafbílar einungis 1,13% seldra
bíla árið 2016, en bílar sem höfðu
möguleika á rafmagnsvirkni auk olíu
framh. af bls. 1
Mynd 3. Stærð og aldursdreifing fólksbíla-
flotans (þús. bíla)
Heimild: Árbók bílgreina 2014 – Hagtölur um íslenskar bílgreinar.
framh. á bls. 4